Vísir - 11.09.1977, Qupperneq 12

Vísir - 11.09.1977, Qupperneq 12
12 SNUÐRAÐI í HVERJU SKOTI í YFIRGEFNUM BRÖKKUM Á HRÖRLEGUM SÍLDARPLÖNUM Ólafur Ragnarsson rœðir við Frosta Fífil Jóhannsson, þjóðhóttafrœðing um söfnun síldarmuna ó Siglufirði 310númer, en sams fconar mun- ir eru skráðir með sama númeri og eru þeir þvi talsvert fleiri en númerin gefa til kynna eða rúmlega fjögur hundruð.” hliðinni i tjörninm hálffullur af vatni og leðju. Þetta reyndist vera Frosti Fifill Jóhannsson, þjóðhátta- fræðingurinn sem ráðinn hafði Frosti Jóhannsson: „Ef ekki verðurkomið skipulagi á safna-, mál á Norðurlandi, er hætt við að söfnin, sem dreifð eru um laiidshlutann, verði aðeins með minjagraut hvert um sig.........” er oröið ljóst eftir starf mití hér á Siglu- firði i sumar, að nú eru siðustu forvöð að bjarga verkfærum og tækjum sem notuð voru i síldar- útveginum, en mér sýnist samt að mögulegt verði að ná þessum munum saman. Nú þegar hefur verið safnað nokkuö á fimmta hundrað muna og heíur þeiin verið komið fyrir til geymslu i Norska sjómannaheimilinu á Siglu- firði.” l>etta sagði Frosti Fifill Jóhannsson, þjóð- háttafræöingur er ég ræddi við hann á Siglufirði fyrir skömmu um söfnun sildarminja i þessum norðlenska bæ, sem um árabil var höfuðstaður sildveiðanna hér á landi. Frosti hefur verið við nám i þjóðháttafræði við Uppsalaháskóla i Sviþjóð. Þjóðháttafræðin er aöalgrein i náminu en fornleifafræði aukagrein, og hefur hann nú i hyggju að helga sig sildarár- unum á íslandi sem sérstöku verkefni. Á kreiki i yfirgefnum húsum á hrörlegum sildarplönum Dugnaður Frosta og röggsemi hefur vakiö áhuga Siglfirðinga mun kjarna síldarminjasafns- ins á Siglufirði. Munir frá þrenns konar útvegi fundnir. „Það má með sanni segja, að Verkfærakista og beykisáhöld Andrésar Sæby eru elstu gripirnir, sem minjasafninu á Siglufirði hafa áskotnast, en þeir eru frá þvl um 1880. fyrir þvi að bjarga sem mestu af sildarminjunum og gera menn sér nú vonir um, að sildar- minjasafn eða vfðtækara sjó- minjasafn, sem menn hefur þar lengi dreymt um ab verði innan tiðar að veruleika. Raunar er hann orðinn eins konar þjóðsagnapersóna þar nyrðra i sumar, og sáu menn honum bregða fyrir i auðum og yfirgefnum geymsluhúsum á hrörlegum sildarplönum. og i brökkum sildarsöltunarstöðv- anná, þar sem aðkomufólk við sildarsöltunina bjó fyrrum. Þessi ungi og áhugasami þjóðháttafræöingur hafði slitið barnsskónum i Skagafiröi næsta byggðarlagi við Siglu- fjörð, en haföi einhverra hluta vegna ekki komið til Siglufjarð- ar fyrr enn i sumar. Það var ekki annað að sjá en hann heföi tekið sérstöku ástfóstri við þetta verkefni sitt og úr leiðöngrum sinum i yfirgefin hús kom hann með sitt af hverju, sem mynda ég hafi snuðrað i hverju skúma- skoti i þessum gömlu yfirgefnu húsum enda hefur mér tekist i sumar að rannsaka kerfisbund- ið það, sem þar hefur legið”, S,egir Frosti, „Ég hef komist inn i flest hús, sem að einhverju leyti eru tengd útgerð eða sild- arvinnslu hér á Siglufirði, en það er rétt að taka fram, að ég hef enga muni tekið án þess að hafa fengið til þess leyfi eigenda eða umráðamanna þessara mannvirkja, en það hefur verið nokkuð timafrekt og kostað mörg simtöl”. „Langflestir þeirra eru frá sildarútvegi, en einnig hafa komið i leitirnar hlutir frá tim- um hákarlaveiöa og fyrstu tog- araútgerð hér á Siglufirði. Ég hef leitast við að ná i eitt og i mörgum tilvíkum tvö varaein- tök af flestum hlutum, en þau verða geymd i eldtraustri geymslu. Nú er búið að skrásetja til bráðabirgða allt safnið eða um Sfldarsöltun á Siglufirðiá siðustu slldarárunum fyrir réttum áratug. t baksýn er Hólshyrnan, sem skip- ar állka veglegan sess I hugum Siglfirðinga og Esjan I hugum Reykvlkinga. Aldagamlir lifrarpott- ar og beykisáhöld. „Hvað eru elstu munirnir gamlir?” „Sennilega eru beykisáhöld Andresar Sæby elstu munirnir, sem saíninu hafa nú áskotnast. Andres þessi kom til Siglufjarð- ar árið 1880 á vegum Gránufé- lagsins og var þá lærður beykir eða tunnusmiður. Þessi áhöld hans eru nálægt þvi að vera 100^ ára”, segir Frosti með eins konar sigurbros á vör, augsyni- lega ánægður með að hafa komist yfir svo gamlar síldar- minjar. „Aörir munir, sem munu vera um það bil aldargamlir, og eru komnir í eigu safnsins eru tveir 1 i frarbræðs 1 upottar frá hákarlaútgerð hér við Siglu- fjörð. Pottarnir koma frá Dala- bæ i Dlfsdölum en sú byggð til- heyrir Siglufirði og hafa menn getið sér þess til að pottarnir séu úr búi Þorvalds rika Sigfús- sonar og sonar hans Páls, sem bjuggu á Dalabæ frá 1827 til 1882. Velflestir aðrir munir eru frá þessari öld, segir hann og litur yfir þessi verkfæri og áhöld sild- arsögunnar, sem safnað hefur verið saman. í klöfstigvélum að bjarga nótabát. Tal okkar beinist nú að varð- veislu sildarbáta og veiðarfæra frá sildarárunum og rifjast upp fyrir mér i þvi sambandi fyrstu kynni min af Frosta og byggða- safnsundirbúningnum. Ég var á ferð við flugvöllinn á Siglufirði I sumar og veitti þá athygli storri jaröýtu, sem eitt- hvað var að bjástra i námunda við tjörn, sem myndast hafði fyrir nokkrum árum ofan við flugbrautina, þegar sandi i hana hafði verið dælt upp úr firðinum. Þegar ég kom nær kom i Ijós, að menn voru þarna að reyna að draga snurpunótarbát upp úr tjörninni með jarðýtunni. Auk starfsmanna bæjarins, sem þarna voru að störfum var þar rösklegur maður á þritugsaldri með mikið skollitað hár og snyrtilegt skegg. Hann var i svörtum klofstigvélum á vappi i kringum nótabátinn sem lá á verið til þess að safna munum frá sildarárunum á vegum Siglufjarðarkaupstaðar. Frosti festi dráttartaugina i bátinn og stjórnaði þvi hvernig jarðýtan togaði i hann. Það var eins og þarna væri um að ræða brothættan dýrgrip, svo varlega var farið. Fyrst var dregið i skutinn á bátnum til þess að leysa hann, svo i stefnið og siðan áfram eftir kúnstarinnar regl- um, þar til hann var kominn upp úr pyttinum blautur og óhrjá- legur. Á siðasta snúningi „Það var svo sem ekki að undra þótt við færum varlega við að ná þessum bát á þurrt land þarna við flugvöll- inn”, segir Frosti, er ég spyr hann nánar um þetta atvik. „Þetta er liklega siöasti heillegi snurpunótabáturinn sem til er á landinu. Það er ótrúlegt en satt. Sildarbátarnir voru flestir með sildrnæturnar i svona bátum á sinum tima, en þeim hefur öll- um verið fargað, mörgum brennt á gamlárskvöldum hér á Siglufirði og viðar. Þessi bátur er gott dæmi um það að ýmis- legt er á siðasta snúningi i sam- bandi við varðveislu muna frá sildarárunum.” Vantar gamlan sildar- bát og hákarlaskip „Er til eitthvað af öðrum bát- um eða skipum sem þú telur æskilegt að hafa á sjóminja- safninu?” „Það eru til nokkrir hring- nótabátar á Siglufirði, og finnst mér rétt að varðveita einn slík- an ásamt snurpunótabátnum. Það væri gaman ef hægt væri að komast yfir sildarbát frá blómaskeiði siidarinnar, 30 til 60 tonna bát en mér er ekki kunn- ugt um að til sé neinn slfkur bát- ur ofansjávar. Hákarlaskip þyrftum við lika að hafa til sýn- is, og standa vonir til að hægt verði að finna eitt slikt á botni innri hafnarinnar á Siglufirði og hafa menn mikinn hug á að kanna i hvernig ásigkomulagi þaðerog koma þvi á þurrt land. Auk þessa finnst mér þurfa að stefna að þvi að varðveita ára- báta með þvi lagi sem tiðkaðist á Norðurlandi um aldamótin og sömuleiðis mótorbáta. Svo vel vill til að einn af elstu mótorbát- um á landinu er einmitt til á Siglufirði og gerður þaðan út. Hann heitir Hjalti og er ellefu lesta eikarskip, smfðað á Akur- eyri 1916” Sjóminjasafn fyrir allt Norðurland. „Telurðu þá vera grundvöll fyrir stofnun alhliða sjóminja- safns hér á Siglufirði i stað þess að koma einungis á fót sildar- minjasafni.?” „Ég legg áherslu á, að þetta safn verði meira en sildarsafn og þar verði komið fyrir munum tengdum sjávarútvegi, ekki að- eins hér á Siglufirði heldur á Norðurlandi. Ég hef ekkert far- ið dult með þá skoöun mina, að Slðasti heillegi snurpunótabáturinn, sem eftir er frá sildarárunum, kominn á þurrt land siðla sumars. Hann hafði þá um langt árabil legið á hliðinni niðri I tjörn inni af botni Siglufjarðar. Frosti er i klofstigvélunum við bátinn.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.