Tíminn - 16.02.1969, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.02.1969, Blaðsíða 2
% TÍMINN SUNNUDAGUR 16. febrúar 1969. ísS. útgáfa af lögum úr Mary Poppins Fyrsta íslenzka filjómlatan í ár er rétt nýkomin á mark- a'ðinn, h'ún bíður upp á sex lög úr söngleikjamyndinni Mary Poppins, þar voru þau flutt af Jule Andrews og Dick van Dyke, en í þessari ísl. útgáfu eru þau sungin af Helenu Eyj- ólfsdóttur og Þorvaldi Halldórs syni, undirleik annast Hljóm- sveit Ingimars Eydal. Útgef- andi er SG-hljómplötur, þetta er í annað sinn, sem þessi út- gefandi sendir frá sér sex laga hljómplötu, sú fyrri var einnig með lögum úr söngleik, en það var „Járnhaus“ þeirra Múla bræðra. Kvikmyndin Mary Poppins var frumsýnd 1964, tveim ár- um síðar fengu reykivískir kvik myndahúsgestir að sjá hana í Gamla bíó, en fyrst núna, 1969, er ofangreind plata sett á mark aðinn, svo ekki verður sagt, að efnið sé gripið á meðan það er volgt. Bill Walsh og Don Dagadi sömdu kvikmyndahand ritið upp úr sögu P.L.Traves um undrakvenmanninn Mary Poppins. Walt Disney var fram leiðandi krvikmyndarinnar. Tónlist og söngtexta sömdu Riohard M. og Robert B. Sher- man. Baldur Pálmason hefur snúið textunum á íslenzku, og hefur hann unnið það vanda- sama verk af mikilli vand- virkni, en jafnframt gætir hann þess vel, að léttleiki textanna haldi sér fullkomlega. Það má deila um, hivort rétt hafi verið að velja einmitt þessi sex lög úr þeim fjölda, sem flutt eru í myndinni, en að mínu viti eru þessi útvöldu lög prýðisgóð. Sé borinn sam- an undirleikurinn á frumútgáf unni og þeirri, sem hér er til umræðu, þá finnst manni sá þáttur í ísl. útgáfunni harla bágborinn, með því er ég ekki að kasta rýrð á framlag Hljóm siveitar Ingimars Eydal með Finn Eydal í fremstu víglínu, en óneitanlega hefði það skap- að meiri fyllingu og aukna fjölbreytni, ef kvaddir hefðu verið til nokkrir aðstoðarhljóð færaleikarar og bannakór. Frumútsetningin er skrifuð fyrir stóra hljómsveit, kór og einsömg, dúett og tríósöng, e,n skiljanlega varð að gera hana einfaldari, svo hún félli að hl'jóðfæraskipan hljómsveitar Ingimars Eydal, og sú útsetn- img er unnin af hljómsveitar- stjóranum. „Starfið er leikur" er fyrsta lagið, eu upphaflega nefnist það „A spoonful og sugar“. . . Hér er það Heleía, sem syng- ur og gerir það vel. Þegar Ingi- mar útsetti lagið, hefur hann gripið til þess óyndisúrræðis, að klippa framan af því, hins vegar má vera, að textaþýðand inn eigi hér einhverja sök. Það segir sig sjáljft, að það hefur þurft að stytta flest þessara sex laga, svo þau kæmust fyr- ir á E.P. hljómplötu, sem vana lega inniheldur fjögur lög, en ekki finnst mér þetta fag- manniegar aðfarir. „Töfraorðið“ (Supercalifrag- ilsticexpialidocius), þetta fjör uga lag er sungið af Helenu og Þorvaldi, virkilega skemmt legur samsöngur, en töfraorð- ið er „Feiknabýsnahrikaganta- gríðaryndislega“.. . „Fuglagrjón“ (Feed the birds). Afar góður flutningur Helenu á fallegu lagi. í stór- um dráttum er útsetnimgin mjög svipuð þeirri upphaflegu. „Sótarasöngur“ (Ohim, chim, Oheree). Hér hefur Þorvaldur Halldórsson hlutverkaskipti við Diok van Dyke .Flutningur Þor valdar er dálítið þurr, vantar alltaf herzlumuninn til að hann mái glettnislegri raddbeit ingu, í samræmi við innihald textans. Þetta er eina lagið úr Mary Poppins, sem komið hefur út áður á ísl. hljómplötu, þá var það flutt af Ómari Ragnars- syni undir nafninu: „Dimm- dimma nótt“. f næsta lagi syngja Helena og Þorvaldur dúett, og ferst það vel úr hendi, en lagið nefnist „ góðviðris- degi“ (Jolly holiday). Sjötta og síðasta lagið á plöt unni er „Flugdrekinn" (Let‘s go Fly a keit). Hér er Þor- vald'ur í aðalhlutverkinu og tekst virkilega vel upp. Hér hefur einnig verið klippt fram- an af laginu, en í þetta sinn verður maður ekki eins var við það, maður hefur það ekki á tilfinningunni, að það sé farið á stað inni í miðju lagi, eins og mér fannst, er ég hlýddi á „Starfið er leikur‘“ nóg um það. Hljóðritunin er að ég held unnin í stúdíói hjá Ríkisútvarp inu, og er rétt þokkalega vel unnin. Fyrir þá, sem aldrei hafa séð albúmið utan um LP plötuna með öllum lögunum úr Máry Poppins, er útlit plötu- umslags ísl. útgáfunnar frum- legt og eftirtektarvert, en séu umslögin borin samam, kemur í ljós, að hér er um nákvæma eftirlíkingu að ræða. En fyr- irmyndin er virkilega smekk- leg, og SG-hljómplötur njóta góðs af. Þá er rétt að geta þess, að söngtextar fylgja með hljómplötunni. Benedikt Viggósson. AVIÐ OG DREIF Löggjafarsamkoma í þingræðislandi Bjami hógværi Er Alþingi kom saman að nýju eftir langt hlé á föstu- degi í næstsíðustu viku, kröfð- ust leiðtogar stjórnarandstöð- unnar þess, að tekin yrðu til meðferðar og umræðu atvinnu leysis- og efnahagsvandamál- in. Töldu þeir með öllu óvið- eigandi og óverjandi að ríkis- stjórnin gæfi Alþingi ekki skýrslu um þessi mál, þegar svo alyarlegt ástand hefði skap azt í landinu oig. taldi Ólafur Jóhannesson, að Alþingi hefði ált að kveðja saman fyrr vegna hins alvarlega ástands. Forsætisráðherrann var hóg- vær og mjúkur á manninn og lofaði því að þessi mál yrðu tekin til umræðu svo fljótt sem auðið yrði og ríkisstjórn- in gæfi Alþingi skýrslu um þessi mál og stefnu sína. Not- að hann tækifærið um leið til að árétta og, að full eining ríkti í stjórnarflokkunum um afstöðuna til efnahags- og at- vinnumálannal og sagði ráð- herra sína „sammála í einu og öllu“. Og Gylfi ferðaglaði. Svo leið öll síðasta vika og ekki kom skýrsla frá ríkis- stjórninni og engar umræður urðu sérstaklega um þessi mál á AJþingi alla vifcuna. Höfuð- atvinnuvegur landsmanna hafði þó verið stöðvaður í margar vikur og atvimnuleysi magnaðist með hverjum degi. „Þingræðisstjórnin“ virtist ebkert þurfa við Alþingi að tala um þessi mál í bráðima. Gylfi flaug út á fund í París, sem virðist skipta okfcur held- ur litlu máli og hefði áreiðan- lega mátt treysta ambassador okkar í París, Henrik Sv. Björnssyni, til að sitja einum. Kannski hefur Gylfi viljað þakka fyrir, hve vel hafi tek- izt til við að snúa bréfunum frá ríkisstjóminni á fslandi yf- ir í „skýrslu OECD um fsland“. Vonandi hefur hann þá afsak- að um leið, hve illa tókst til með þýðinguna „til baka“ hér heima. En þótt fáum þyki það víst tíðindi nú orðið, að Gylfi sé í útlöndum, og menn séu hættir að kippa sér upp við það, þá mun Bjarna hafa þótt það óviðeigandi, að traust og hald hans í efnahagsmálum væri ekki við hendina í um- ræðum um efnahags- og at- vinnumálin. Það varð því ekk- ert af umræðum. Enn lækkar risið En ætli það verði nokkrar umræður um þessi mál á lög- gjafarsamkomunni í þingræðis landinu mikla alla þessa viku? Okkur er tjáð, að Bjarni Bene- diktsson muni fljúga til út- landa um leið og Gylfi kem- ur heim. Bjami mun dvelja megnið af vikunni í Helsínki á fundi sér meiri manna. Von- andi fá þeir Bjarni tækifæri til að tala pírulítið saman á flugvellinum um „upphcfðina að utan“. Menn, sem kunna að hafa haldið, að það væri orðum aukið, að lækkandi færi risið á Alþingi íslendinga, og töldu víst, að þar myndu standa en- beittar rökræður alla síðustu viku um leiðir út úr því ó- fremdarástandi sem nú ríkir í landinu, hafa áreiðanlega orð- ið fyrir talsverðum vonbrigð- um. Tæplega mun virðing þeirra fyrir Alþingi vaxa veru- lega í þessari viku, verði þessi mál ekki tekin til ítarlegrar meðferðar þar. Allt útlit bend- ir hins vegar til því miður, að svo verði ekki. Tímabær tillaga. Þótt fátt markvert hafi gerzt á Atþingi í síðustu viku vil ég þó gera hér að umtalsefni eitt þingmál. Það er þingsályktun- ar-tillaga Þórarins Þórarinsson ar og átta annarra þingmanna Framsófcnarflokksins um stór virkjanir og hagnýtingu raf- orku. Fjallar tillagan um það, að millilþimganefnd verði falið það verkefni að kynna sér hvaða möguleikar séu til að hraða stórvirkjunum vatns- og hitaorku, stofnun orkufreks iðnaðar og aukinni notkun raf orku til annarra þarfa, svo sem til hitunar og fl. Þetta er tímabær og þörf tillaga. Mönnum kann í fljótu bragði að finnast, að hér sé aðeins tillaga um enn eina nefndina og sé nóg fyrir í því efni. En hér er lagt til að um milliþinganefud sé að ræða, sem væntanlega yrði skipuð allþingismönnum. f tíð núver- andi ríkisstjórnar hefur slík- um milliþinganefndum fækkað mjög þrátt fyrir mikla fjölg- un nefnda á ýmsum sviðum. Það er ríkisstjórnin sem skip- ar í þær nefndir embættis- menn sína og gæðinga og seg- in saga, að ef málefnið, sem nefndin' skal um fjalla, skiptir einhverju verulegu máli, þá er formaðurinn í nefndinni ann- að hvort embættiskóngurinn, Jóas H. Haralz eða Jóhannes Nordal, enda er nokkuð hæft í því, að það séu þeir en ekki ríkisstjórnin, sem stjórni land inu í stað þess að vera ríkis- stjórninni til ráðuneytis. Af þessum sökum eru alþingis- menn, — ekki síður stjórnar- þingmenn en hinir — að slitna æ meira úr tengslum við und- irbúning stærstu mála og eru alls ófróðir eða lítt fróðir um stærstu mál þegar þau koma fyrir þingið beint frá embætt- iskóngunum og dagskipun rík- isstjórnarinnar hljóðar: Þetta á að afgreiðast í hvelli. I tillögu Framsóknarmanna er fjallað um eitt stærsta mál þjóðarinnar á næstu árum. Nauðsynlegum virkjunarrann- sóknum er hvergi nærri nógu langt komið, ef við ætluim ekki að lenda í hreinum vandræð- um í þessum efnum á næstu árum. Þær hafa tafizt verulega síðustu ár vegna fjárskorts. Orkuskortur er nú þegar fyrir hendi á Vestfjörðum, Norður- landi og Austfjörðum. Innan sex ára þarf að vera búið að Ijúka nýrri virkjun, auk Búr- fellsvirkjunar, ef ekki á að koma til raforkuskorts á orku- veitusvæðinu suðvestan lands, en þá verður búið að fullnýta þá orku, sem landsmenn fá sjálfir frá Búrfellsvirkjun, en álbræðslan í Straumsvík mun fá 60% orkunnar frá orkuver- inu við Búrfell. Blekkingar Jóhann Hafstein, iðnaðar- málaráðherra, slær nú m-jög um sig í atvinnuleysinu með Framnald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.