Tíminn - 16.02.1969, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.02.1969, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 16. febrúar 1969. TIMINN 13 Alfril ÞarsteÍR&sm KSÍ verður að hafa stjórnina Eins otg kunnugit er, stofnaði stjórn Knattspyrnusambands ísiands til keppni á milli ís- lands- og bikarmeistara, en þessi keppni á að fara fram árlega og veita viðkomandi liðum aafingauppbót með tilliti til þess, að bæði taka þátt í Evrópubikarkeppni. Gert er ráð fyrir því, að viðkomandi félög kotni sér sam an um leikdaga og sjái um framkvæmd keppninnar, enda eiga þau sjálf að njóta alls hagnaðar. En þetta fyrirkomulag virð- ist ekki vera nógu hagstætt. Núverandi fslands- og bikar- meistarar eru KR og Vest- mannaeyingar. Hafa þessi félög enn ekki getað komið sér sam an um leikdaga. Hafði einn af forustumönnum Vestmannaey- inga samband við TÍMANN út af þessu og kvað almenna gremju ríkja í Vestmannaeyj- um út af því, hversu erfitt sé að fá KR-inga til að leika. CTm þessa helgi hefði t.d. verið upn lagt að láta fyrsta leikinn fara fram, en KR-ingar hefðu þá heldur kosið að leika æfinga- leik við Víking. Hver er ástæð an? spurði hann. Sá, sem þessar línur skvifar, getur ekki gefið svör við því, en sjálfsagt geta KR-ingar gef- ið skýringu. Hitt er Ijóst, að stjórn KSÍ verður að taka mál- ið til endurskoðunar — og sýnt er, að KSÍ verður að hafa stjórnina á þessu máli og á- kveða leikdaga. Fjáröflunarleik fyrlr UL-Iiðið Öllum landsleikjum í hand- knattleik er lokið í bili, en eftir rúman mánuð munu ung lingalandsliðin taka þátt í Norð urlandamótunum. Vegna sívax- andi dýrtíðar var talið á mörk- unum að hægt væri að senda unglingaliðin út til keppni að þessu sinni, en ferðakostnaður hefur hækkað verulega, eins og kunnugt er. Unglingarnir verða sjálfir að afla fjár til að standa straum af ferðakostnaði og gera það með ýmsum hætti, t.d. með því að selja happ- drættismiða. í þessu sambandi dettur mér í hug, hvort ekki megi létta undir með unglingunum með því að efna til fjáröflunarleiks. Hvernig væri t.d. að láta lands liðið fi’á 1959 leika við lands- liðið 1969? Margir snjallir leik menn voru í landsliðinu 1959 og margir þeirra eru í góðri æfingu í dag. Má nefna Einar Sigurðsson, FH, Gunnlaug Hjálmarsson, Fram (þá í ÍR), Karl Jóhannsson, KR, Guðjón Jónsson, Fram, Ragnar Jónsson FH og Matthías Ásgeirsson, ÍBA (þá í ÍR). Þeir Guðjón Ólafsson, KR, Hjalti Einarsson, FH og Kristófer Magnússon, FH ,voru þá aðalmarkverðir okkar og enn í dag er Hjalti aðalmarkvörður íslenzka lands liðsins. Væri ekki óeðlilegt að hann yrði látinn leika með lið- inu frá 1959. Auk þessara leikmanna, sem taldir hafa verið upp, voru þessir Ieikmenn í landsliði 1959 eða viðloðandi liðið: Hörð ur Felixson, KR, Karl Bene- diktsson, Fram, Pétur Sigurðs- son, ÍR, Hermann Samúelsson, ÍR, Pétur Antonsson, FH og Þórir Þorsteinsson, KR. Hér með er skorað á stjórn HSÍ að taka þessa uppástungu til’ athugunar, því að leikur á milli landsliðanna 1959 og 1969 yrði áreiðanlega vel sóttur — FÍDÓ AKRANESl \ I -• . ' . HEFST Á MÁNUDAG FIDO AKRANESI fyrirliði. og unglingunum yrði gert létt- ara fyrir vegna keppnisferðar þeirra til Svíþjóðar og Dan- merkur. Auglýsingaspjöld í Laugardals- höllinni. Innan fárra daga er danska handknattleiksliðið MK 31 væntanlegt til íslands á vegum Vals. Þótt MK 31 hafi ekki gengið vel í dönsku keppninni í ár, eru margir snjallir leik- menn í liðinu, þ.á.m. Max Niel sen, einn reyndasti landsliðs- maður Dana. Valsmenn hófu undirbúning vegna kornu hinna dönsku hand knattleiksmanna fyrir löngu. Má í því sambandi geta þess, að þeir hafa í hyggju að skreyta Laugardalshöllina með auglýsingaspjöldum frá ýmsum fyi'irtækjum í borginni. Með því er fai’ið inn á nýja fjáröfl- unarleið hér á landi, en víða erlendis — og raunar á öllum stórvöllum í knattspyrnu og handknattleik — tíðast það, að auglýsingaspjöld frá fyrir- tækjum séu sett upp. íþróttaforustunni hér á landi hefur margoft verið bent á að fara inn á þessa braut, en málið strandað á því, að stjórn endur íþróttavalla hafa neitað að gefa leyfi sitt. En þe.gar Valsmenn fóru þess á leit við þann apila, sem stjórnar rekstri Laugardalshallarinnar, að fá að setja upp auglýsingaspjöld í sambandi við heimsóknina, veitti hann fúslega leyfi sitt. KOLBEINN PÁLSSON, KR — einn bezti leikmaður KR Rök hans voru þessi: „Þið haf- ið húsið á leigu og ykkur er frjálst að setja upp öll þau tæki, sem þið teljið nauðsyn- leg, svo framarlega, sem þau verða tekin niður aftur að heimsókninni lokinni.“ Þetta sjónarmið er rétt. íþróttafélög og samtök þeirra greiða stórar fjárfúlgur í leigu á íþróttamannvii'kjum eins og Laugardalshöllinni og Laugar- dalsvellinum. Og þess vegna er ekki nema eðlilegt, að þau fái að gera sínar ráðstafanir, rétt eins og fjölskyldu, sem tekur íbúð á leigu, er sjálf- sagt að hafa búslóð sína í íbúð inni á meðan hún er leigð. Sá, sem þessar línur skrifar, getur ekki séð neitt því til fyrirstöðu, að knattspyrnumenn fái að setja upp auglýsinga- spjöld á Laugardalsvellinum á næsta keppnistímabili. KR og ÍR mætast í kvöld. Aðal íþróttaviðburður helg- innar verður leikur KR og ÍR í íslandsmótinu í körfuknatt- leik, en þessi félög mætast í fyrri leik sínum í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi í kvöld. KR og ÍR eru einu félögin, sem ekki hafa tapað leik í íslands- mótinu til þessa. KR er núver andi íslandsmeistari, en það er hald margra, að ÍR muni stöðva sigurgöngu KR-inga í ár. Leikurinn í kvöld verður án efa spennandi, en keppnin hefst kl. 20,00. — alf. KARLMANNASKÓR 40% - 50% - 60% - afsláttur frá gamla verðinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.