Tíminn - 16.02.1969, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.02.1969, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 16. febrúar 1969. Með — Ja, hvort Siglósíldin er góð, sagði orðheppinn kaup- imaður í Reykjavík. — Það sker mig beint í hjartað þegar þér opnið dósina. Móðirin: — Óii, befurðu nú atftur lent í áfloguim og mis&t tvær framtennur? Óli: — Nei, ég hef ekki misst þær, ég er með þær hérna í buxnavasanum. — Hvernig skyidi standa á því, að Jónas skuli alltaf vinna í spiium, en aidrei þegar hann veðjar á veðhiaupabrautum? — Ætli það sé ekki í sam- bandi við, að ekki er hægt að sitokka hestana. — Þú skalt ekki voga þér að reyna að rökræða við mig. Úr brófi til vinkonu ... og þó að það hafi verið heldur kait í sumar, finnst mér nú að maðurinn minn hefði ekki þurft að ganga í síðum nær- buxum, þegar hann hefur ver- ið á stuttum buxum, á göngu- ferðum með mér við baðströnd ina... ég hef verið að hugsa um, hvað það er nú fallegur siður, að kyssa börnin sín góða nótt, það er að segja ef mað- ur getur haldið sér vakandi þangað til þau koma heim ... Það var leikfimitími í ungl- ingaskólanum, og kennarinn skipaði nemendunum að leggj- ast á bakið og velta sér á herð- arnar og setja hendur undir mjaðmir og hjóla siðan með fótunurr.. Þetta gátu allir, nema vesalings Kalli. Hvernig stendur á þessu drengur, hrópaði kennarinn. Kanntu ekki á hjóli? — Ég þarf ekki að kunna á hjóli, ég á skellinöðru, svaraði Kalli. — Með þessum útbúnaði ætt nð þér aldrei að verða í vand ræðum með bflastæði. — Þið verðið að fara að flýta ykkur. Við getum ekki verði allan daginn að þessu. Northcliffe lávarður var eitt sinn að halda ræðu á blaða- mannafundi, þar sem hann benti á höifuðnauðsyn, að blöð- in skýrðu sem allra sannast og nákvæmast frá öllu í réttar- flutningi sínum. — Sönn og rétt frásögn, sagði hann — er jafn mikilvæg hverju fréttablaði eins og hreinlífi fyrir heiðarlega konu. Þegar hann hafði lokið þess- ari setningu, greip blaðamað- urinn Hannen Swagger fram í fyrir honum og sagði þurrlega: — Þetta er ekki alveg rétt, því að dugblaðið getur alltaf kom- ið með leiðréttingu daginn eft- ir. Jón Jónsson og frú óku á Þingvöll með kunningjum í til- efni af 2ð ára brúðkaups- afmælinu, en þau höfðu nefni- lega sett upp hringana þar, eða á leiðinni þanigað fyrir 25 árum. Þegar þau áttu stutt eft- ir að Almannagjá, hrópaði frú- in: Það var hérna, það var hérna sem við settum upp hringana. — Af hverju hérna? — Það sprakk nefnilega hjá okkur. — Maðurinn minn segir að það sé stjórinn, sem er með lausa skrúfu, en ég veit ekki, hvar hann er. Franskur rithöffundur líkti hjónabandinu við umsetið virki. Þeir sem eru fyrir utan vilja fá að komast inn, en þeir sem eru inni vilja fá að sleppa út. Risavaxinn svertingi kom einu sinni fyrir dómara og klagaði konu sína fyrir að hafa misþyrmt sér. — Hún barði mig með kola- skóflunni í höfuðið, sagði hann. — Það er þó ekki hægt að sjá nein merki þess, sagði dóm- arinn. — Nei, ekki á mér, en látið þér hana sýna skófluna. Hjúkrunarneminn: — Vakn- ið þér, vaknið þér, maður! Þér eigið eftir að taka inn svefn- meðalið. TIMINN Rómversk-kaþólskur prestur var nýlega rekinn úr stöðu kristindómskennara við heima vistarskóla í Eaglandi. Presturinn sá um kristilega uppfræðslu þrjú hundruð stúlkna og þótti ekki forsvar- aniegt að láta hann halda áfram því starfi eftir að dag- blaðið News of the World sýndi fram á að presturinn væri „svarta galdurs“ kuklari og djiöfladýrkandi. Dagblaðið leiddi í Ijós að presturinn hafði komið fram hjá tveim hópum sem dýrka djöfulinn og við hafa „svarta galdur“. Ekki var presturinn klæddur sem sálusorgarar al- mennt við þessar iðkanir, held- ur lét sér nægja Adams- klæði. Blaðið hélt þvl fram að presturinn hafi reynt að fá tvær af stúlkunum í heimavist- arskólanum, sem hann kennidi við, til þess að koma fram á Evuiklæðum í athöfn á vegum lannars dijöfladýrkenda'hópsins,. en hvorug stúlkan mun hafa kært sig um það. Prestur þessi, sem nefnist Pendergast, hefur ekki sézt sið- an blaðið kom upp um iðju hans, og er ekki vitað hvar hann dvelur. Áður en hann hóf kennslu, var hann þjónandi prestur í Mið-Englandi. í sumar hefst í París keppni einkafluigmanna um það hver geti flogið einhreyfilsvél á ícemmstum tima umhverfis jörðina. HnattflU'gið mun hefjast þann þriðja ágúst og það mun að líkindum standa í fjörutíu daga. Þær einhreyfilsflugvélar sem þátt taka í keppninni verða að vera bún.ar vélum sem ekki eru aflmeiri en^ fjög- ur hundruð hestöfl. Ýmsar fleiri reglur eru og settar um tilhögun keppninnar, en skipu leggjendur hennar hafa aðset- ur í París. Reiknað er með því að fyrirtæbjum verði leyft að styðja einstaka flugmena fjárhagslega, þannig að óbeint verður þetta keppni milli flug- vélategunda. Mikil auglýsinga- starfsemi verður í sambandi við þessa keppni, t.d. mun fréttamaður og sjónvarps- miyndatökumaður verða um borð í hverri einustu flugvél sem kemur til með að hefja hnattflugið. Ef einhverjir íslendingar haffa áhuga á því að taka þátt í keppni þessari, þá er ekki annað að gera en að skrifa eft- ir upplýsingum til Société Man Production, 17 Boulevard des Batignolles, Paris 8e. Mikið veður hefur verið gert í heimsblöðunum út af morð- inu á Stephan Markovic, Iff- verði franska leikarans Alain Delon. Delon og kona hans voru þegar í stað færð til yf- irheyrzlu og mikið þjarkað fram og aftur, en ekkert gekk, og ennþá er Delon á fundum með lögreglumönnum, en þeim vixðist ætla að veitast erf itt að hafa uppi á morðingj- unum. Morðið var sem kunn- ugt er framið í byrjun októ- ber í haust, og alveg síðan það iiiii Magda Konopka heitir hún þessi og hún er ljóshærð og hún er falleg og húo er pólsk, eða að minnsta kosti segir maðurinn hennar að svo »é. Magda fór frá Póllandi fyrir tíu árum síðan, leom flijúgandi til Englands, setti sig í sam- band við einhvern kvikmynda- mann, hann þóttist uppgötva einhverja l'eikhæffilei'ka hjá henni, bom henni í læri í leik- var hefur hjónaband Delons og leikkonunaar Nabhalie Wodd verið að bresta. Þau hafa lítið verið saman, nema kannski við réttarhöld út af morðinu, og frúin hefur mjög lagff lag sitt við ungan franskan leikara sem leikur elskhuga hennar í kvikmynd sem nú er verið að gera í Par- ís. Það hefúr lengi verið búizt við skilnaðd þeirra hjóna.og nú á föstudaginn var, var loks gengið frá honum formlega. Sonur þeirra Delon og Natha- lie, Anthony mun dveljast hjá móður sinni. skóla, og afleiðingin af þessu öllu saman varð sú að hún fékk fljótlega hlutverk í kvik- myndum. Nýlega hefur hún verið suður á Möltu að leika í myndinni „Hellboats", ea um þessar rnundir dvelur hún á Kanaríeyjum þar sem verið er að taka mynd sem mun nefnast „Þegar dýnósárusar réðu jörðunni". Tveir náungar sátu saman um daginn á kaffihúsi Og ræddu saméiginlegt áhugamál sitt: kvenfólk. Einkum var það annar þeirra sem gumaði af afrekum sínum í ástamálum. Meðal annars mátti heyra hann segja: „Heyrðu maður, þú hefð ir átt að sjá þessa sem ég var með um daginn, aldrei hef.ég kynnst svo undarlegri konu! Hinn: Eru til öðruvísi konur en undarlegar?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.