Tíminn - 16.02.1969, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.02.1969, Blaðsíða 1
39. tbl. — Sunnudagur 16. febr. 1969. — 53. árg, Arnarhóll var þakinn skólafólki um hádegisbilið í gær, en þar bar það fram kröfur sínar um úrbætur í skólamálum. Fundurinn fór vel fram, var æskufólki til mikils sóma og sýndi að skólafólk stendur samhuga um kröfur sínar og taka verður tillit til þeirra. (Tímamynd—Gunnar) ;a; Skólaæska landsíns stendur sameinuð um réttlætismál sín EKH-Reykjavík, laugardag. •k Nemendur menntaskólanna í Reykjavík, Kennaraskóla íslands og Háskóla íslands, efndu til glæsi legs útifundar á Arnarhóli í há- deginu í fögru veðri. Fundurinn var haldinn til þess að leggja áherzlu á kröfur nemenda um tafarlausar úrbætur á því ástandi sem nú ríkir í skólamálum. Sýndu nemendur samstöðu sína og vilja til breytinga með því að fjöl- menna á fundinn. jc 85% nemenda úr Hamrahlíð og 500—600 manna hópur úr Kennaraskóla íslands, lögðu af stað frá skólum sínum kl. 11,30 í morgun áleiðis á útifundinn. Hóparnir mættist á Miklatúni, en þaðan var gengið með íslenzka fánann í fylkingarbrjósti vestur Miklubraut, Hringbraut 1 og inn Laufásveg. Á mótum Laufáss og Skothúsvegar sameinuðust háskóla stúdentar göngunni og voru þeir um 200 talsins. Þá var gengið að MR þar sem stór hópur bættist við. Þegar fáninn hafði verið bor- inn efst upp á Arnarhólinn náði átt-tíföld röðin um Lækjartorg eftir Lækjargötu allt að gamla Menntaskólanum. jc Þorlákur M. Helgason, inspect- or scholae MR setti fundinn en ræðumenn voru þeir Stefán Unn- steinsson, MH, Bergsveinn Auð- unnsson, KÍ, Jakob Smári, MR og Höskuldur Þráinsson form. Stúd- entaráðs. Kröfurnar sem allir ræðumenn settu á oddinn og eru sameiginlegar kröfur námsmanna úr öllum skólunum, voru þessar: 1) Bætt verði úr brýnni húsnæðis þörf skólanna. 2) Endurskoðun og samræming fari fram á fræðslu- kerfinu. 3) Lýðræði ríki innan skólanna. — Mikil áherzla var lögð á það á fundinum að skóla- æska landsins ætti að standa sam- einuð um réttindamálin, enda væru þau svo samtvinnuð, að leysa yi-ði vandamál allra mennt unarstiga sameiginlega. Fundurinn stóð f hálfan klukkutíma og sleit Ólafur Guðmundsson, form. Stúd- entafélags Háskólans honum með nokkrum hvatningarorðum. jc Kröfuganga skólanema var með afbrigðum vel skipulögð og höfðu lögreglumenn orð á því að sam- starf þeirra við forystumenn göng unnar hefði verið til fyrirmynd- lar. Svo mikil var skipulagningin að á Arnarhóli voru tiltækar sér- stakar sveitir úr skólunum, sem áttu að stilla til friðar, ef þurfa þætti. I Ráðherrarnir mæta ' á ráðstefnu. Á mánudags'kvöld _ kl. 20.30 gangast nemendur K.Í., H.M. og M.R. fyrir almennum fundi um húsnæðis- og menntamál mennta- skólastigsins að Hótei Sögu. Til fundarins hafa nemiendur boðið fjártnálaráðherra, mienntamáliaráð herra, fjárveitingarnefnd og báð- um mennitamálanefndum Alþingis, skólastjórum og rektorum mennta skólanna, H.Í.. og K.Í., auk ann- arra framámanna í mennta- og fjármálucn þjóðarinnar. Menntaskólinn á Laugarvatni og Menntaskólinn á Akureyri hafa lýst yfir fullum stuðningi við ráð- stefnu þessa. Ráðstefnan er öðr- um þræði undirbúningur undir annað landsþing meuntaskóla- nema, sem haldið verður í marz. Starfsnefndir landsþingsins eru þegar teknar til starfa og vinna að tveimur málum — húsnæðis- málutn og fjármálum skólanna. í þessu sambandi má geta þess að komið hefur til tals að stofnað verði landssamband menntaskóla- stigsins, þ. e. þeirra stofnana sem únskrifa stúdenta, Meginkröfurnar þrjár. Blaðamenn voru í miorgun boð- aðir á fund nokkurra fuiltrúa nemenda úr menntaskólunum, Kennaraskólanum og Háskólanum oig rœðumönnum dagsins. Á fundinum var Iögð megin- áherzla á aö samræmd stefna þyrfti að ríkja í menntamálum þjóðarinnar og menntunarstigin yrðu að vinna saman að framtíð- arverkefnum. Einnig var lögð á- herria á að höfuðverkefni náms- manna nú væri að vekja ráða- Framhald á bls. 14, OLLUM SAGT UPP NEMA BÆJARSTJÓRA OG LÆKNI IH-Seyðisfirði, laugardag. Atvinnuleysi er nú orðið all- mikið á Seyðisfirði, og eru þar um 100 manns á atvinnuleysis- skrá. Þá hafa verið greiddar út atvinnuleysisbætur að upphæð um 800 þúsund krónur frá því um áramót. Reikna má með, að hinum atvinnulausu eigi eftir að fjölga nokkuð, þar sem sam- þykkt var á bæjarráðsfundi, að segja upp öllum starfsmönnum bæjarins, að bæjarstjóra og lækni undanskildum. Bæjarráð hélt fund 10. febr. síðastliðinm, og var þar borin fram tillaga um að segja upp öllu starfsliði bæjarins, og var hún samþykkt. Mun hér vera um að ræða milli 20 og 30 manns. í þessum hópi er t. d. allt starfsfólk sjúkrahússins, þó að lækni undanskildum, starfs fólk á bæjarskrifstofunni, hafn arvörður, skipaafgreiðslumaður, bæjárverkstjóri svo einhverjir séu nefndir. Á bæjarráðsfundinum var bæjarstjóranum falið að til- kynna fólkinu um þessa sam- þykkt bæjarráðsins. Þegar þess ar uppsagnir taka gildi verða at vinnulausir orðnir hátt á annað hundrað, ef ekki hefur þá batn að atvinnuástandið í heild, frá því sem er í dag. Flest sjómannafélögin á Austfjörðum í verkfalli EJ-Reykjavík, laugardag. ÖIJ stærstu félög sjómanna á AustfjörSum eru nú komin í verkfallj en þar er deilan milli Alþýðusambands Austfjarða og útgerðarmanna óleyst. Hafa félögin verið að fara í verk- fall undanfarna daga. Nær deilan fyrir austan til háseta, matsveina og þeirra yfirmanna, sem ekki eru í sérsamtök- um eins og t. d. Vélstjórafélagi íslands. Fyrstu félögin fyrir austan munu hafa farið í verkfall strax um mán aðamótin, en önaur félög hafa verið að fara í verkfall frá þeim tíma. Þannig hófst t. d. verkfallið á Seyð isfirði á mánudaginn. Blaðið hafði í dag samband við Örn Scheving, formann Verkalýðsfé lags Norðfirðinga, og sagði hann að deilan fyrir austan hefði staðið síðan snemma í ja-núar. Þá hefði verið haldinn einn fundur, en út vegsmenn síðan vísað málinu fyr- ir sína hönd til Landssambands ísl. útvegsmanna. Hefði málið ver ið „fryst“ af þeirra hálfu á meðan viðræðurnar fóru fram hér í Reykjavík í deilu sjómanna, og út gerðarmanna annars staðar á land inu. Alþýðusamband Austfjarða hef- Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.