Tíminn - 16.02.1969, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.02.1969, Blaðsíða 16
1 * _jw«4íkí -úSteuH ’U.k’^íWí « Wi7fitit)»^líhfÍMirfirtlMrrr Scout-bílar í Tollvörugeymslu. (Tímamyndir—GE). SUMIR TEKNIR BURT MEÐ RYKSUGUM ENAÐRIR KOSTA NÆR HÁLFA MILUÓN Þegar Tíminn heimsótti nokkra staði hér í borginni, þar sem innfluttar vörur eru geymdar, leyndi þaS sér ekki, að ekki hafði verið um nema ös að ræða í bifreiðaafgreiðslu um nokkurn tíma. Yfirleitt var hljóðið heldur dauft í starfs- mönnum þessara bifreiða- stöðva, og ekki mikið að gera. Kemur það heim við það, að skip hafa ekki ýkja mikið að flytja til landsins um þessar mundir, þar sem viðskipti hafa mjög dregizt saman. Einna mestur hefur þó samdrátturinn í Bifreiðainnflutningnum verið, en heita má að enginn bíll hafi verið afgreiddur úr geymslu nema tveir eða þrír, sem trygg ingarfélögin hafa orðið að út- vega í stað bíla sem hafa skemmzt eða eyðilagzt í árekst um. Er því af sem áður var, þeg- ar bílar voru stór innflutnings vara, og bifreiðaumboðin seldu nokkra þeirra í viku hverri. Tíminn hefur birt lista yfir verðhækkanir í nokkrum teg- undum, og skýrir sá listi bet- ur en langt mál, hvernig á því stendur, að sala á innflutt um bílum er alveg dottin nið- ur. Það þarf töluvert fjárhags legt bolmagn til að kaupa ame rískan bíl á nær sex hundruð þúsund krónur, og aðrar teg undir bíla eftir því. Auðvitað kemur þessi stöðvun illa nið- ur á nauðsynlegri endurnýjun þeirra fjörutíu þúsUnd bíla, sem til eru í landinu. En sjálf- sagt kemur þessi stöðvun mikið verr við ríkiskassann, en hann hefur fengið á ári allt upp í átta hundruð milljónir í leyfis gjöldum. Það hefur stundum verið tal að um haftapólitík og þvíum- líkt, þegar bent hefur verið á, að eitthvað mætti skipuleggja. En þeir sem leggja leið sína um vörugeymslustaði skipafé- laganna um þessar mundir sjá raunverulega haftapólitík í framkvæmd, þar sem ársgaml- ir bílaflotar standa óhreyfðir og engum til gagns, vegna þess að verð á þeim er orðið óvið- ráðanlegt. Fyrst lá leið okkar í Toll- vörugeymsluna, en að sögn framkvæmdastjórans þá hefur verið lítið um bíla þar s.l. tvö ár. f dag voru á svæði Toll- vörugeymslunnar nokkrir Scout bílar, sem ekki hafa þó verið þar mjög lengi, og auk þess voru þarna nokkrir aðrir bílar, og vakti kannski mesta athygli nokkrir bílar, sem orðið hafa „strand" þarna. Af einhverjum ástæðum hafa þessir bflar verið fluttir á svæði Tollvörugeymsl unnar, og verið látnir liggja þar ,og eru á góðri leið með að grotna niður. Þeir bilar sem verið hafa á geymslusvæði Jökla við Kleppsveg, eru nú komnir und ir þak í vörugeymslum félags- ins, en við Kleppsveginn hefur oft á undanförnum árum mátt sjá_ mikla flota nýrra bíla. Á svæði Eimskips við ÍBorg- arskála var þó nokkuð um nýja bíla, og svo nokkra sem legið hafa þar árum saman, og fara varla úr þessu í umferð. M.a. var þama einn Opel Kapitan, árgerð 1967 eða þar um kring, og mun búið að greiða tolla af bílnum, en hann hefur ekki selst af einhverjum ástæðum, og „verður líklegasl tekinn upp í ryksugu" eins og einn starfs- maður orðaði það við okkur. Þá var þarna Mercedes Benz bíll 250 SL, sem hefur farið þó nokkrar ferðir yfir ála At- lantshafsins. Eigandinn ætlaði upphaflega að fá hann innflutt an með tollaafslætti, en hafði þó ekki verið nógu lengi er- íendis. Tók hann það þá til bragðs að flytja bíliim til Fær- eyja (því fragtin er ódýrust þangað), og siðan var bíllinn aftur fluttur hingað, en af ein hverjum ástæðum hefur tolla- yfirvöldunum og manninum Ambassadorar í röðum í Tívolí. Trabantinn bíður kaupenda í Borgarskála. 10 VW og Chryslerbílar í Tívolí. ckki komið saman, og MHinn, hinn glæsilegasti farkostur, bíð- ur þarna. Fremstur í fiokki Fordbilanna við Borgarskáia var rauður og rennilegur Must ang en í kringum hann heldur viðráðanlegri bílar, eða Cort- fna, sem miklum vinsældum hefur náð hér að undanfömu. Þá var þarna mikið af Peugot bfium 404 og 204, og stór floti af Trabant-bilum stóð þama sunnarlega í portinu. Eitthvað fjórir Volvo og álíka margir Bronkóar stóðu þarna alkvoðaðir og ryðvarðir á annan hátt, líkt og aðrir bíl ar á vöruafgreiðsltmum. Fjór- ir Dodge „pick trp" bílar með drifi á öllum hjólum, biðu í Borgarskála, en þetta munu vera fjðrir af fáum slikum, sem fhitfir hafa verið nýir til landsins. Oftast hafa þeir kom- ið í eigu íslendinga frá Kefla- víkurflugvelli. MG böl, sem lítið iét yfir sér stóð í einu horninu, og hefur verið þar s.l. tvö ár. f Borgarskálaportinu voru auk framangreindra bíla nokkrir Austin og (Srpsy, Rambler og Simca og Hilhnan Imp, auk Ford sendiferða- bíla og annarra sem fluttir hafa verið hingað notaðir. f Tívolí-garðinum gamla við Njarðargötu munu bílamir hafa verið einna flestir, enda er þar enn uppistandandi eina bflabrautarhúsið á íslandi, þar sem margur ökumaðurinn hef- ur í fyrsta sinn stýrt bfl. Fremst voru um tíu nýinnflutt ir Volkswagen-bflar, og voru þeir flestir eða allir útbúnir með solu á Bandaríkjamarkaði fyrir augum, höfuðpúðum, sterkari „stuðurum“, öryggis- beltum o.fl. Mest bar þarna í Tívolí-portinu á Dodge og Rambler bflum, af mörgum gerðum. ,Þá mátti sjá Fíat 125, fimm Dodge vörubfla og einn Scania Vabis auk annarra teg- unda. Ekki verður í fljótu bragði séð hvað gert verður við þá Framhald á bls. 14. j Einn handa ryksugunni. Verður þessi mosavaxinn?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.