Vísir - 13.10.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 13.10.1977, Blaðsíða 3
VISIR Fimmtudagur 13. október 1977. 3 - LITIÐ INN í ANNRÍKIÐ HJÁ BSRB Gu&rún ögmundsdóttir skráir Halldór Sigmundsson til vinnu. þá gengur þetta allt mjög frið- samlega fyrir sig”. Sama annrikið var uppá skrif- stofu þegar þangaö var komið aftur. Július Sigurbjörnsson var i simanum aö tala við mann sem var i vafa um hvar hann stæöi. Hann væri orðinn 73 ára gamall, ekki lengur fastur rikisstarfs- maður, en nú væri að koma til hans fólk með verkefni og hann vissi eiginlega ekki hvað gera ætti. Málin könnuð Einstök tilfelli sem þessi eru könnuð jafnt og önnur. Ef um beiöni um undanþágu er að ræða fer málið fyrir verkfallsnefnd sem skýtur saman fundi til aö úr- skurða hvort veita eigi undanþág- una eða ekki. „í flestum þeim tilfellum sem vart verður við verkfallsbrot þá er það vegna þess að fólk veit ekki hvar það stendur”, sagði Július. ,,Þó kemur fyrir að okkur berast tilkynningar um vinnuboðanir sem eiga ekki rétt á sér. Til aö mynda hringdi ein tengdadóttir hafnarverkamanns og sagði að hann hefði veriö boöaður til vinnu þótt svo hans verkstjórar hefðu verið i verkfalli. Lögregluna til Þorláks- hafnar Nóg framboð „Nei, það vantar ekki fólk til- finnanlega”, sagði hún. ,,Það er hinsvegar alltaf hægt að bæta fólki á skrá og það er gott að vita af löngum lista sjálfboðaliða ef eitthvað kæmi uppá”. „Þetta er fólk á öllum aldri og jafnt konur sem karlar. Hér rikir jafnréttið”, sagði Guðrún um leið og hún spurðist fyrir um nafnið á enn einum sjálfboðaliðanum. Skömmu seinna kom Haraldur Steinþórsson i gættina og stakk uppá þviað £á tvo sjálfboðaliða til snúninga á skrifstofunni, bera skilaboð á milli og þess háttar. Þvi var reddað á svipstundu enda Umræöur á ganginum voru fjör- virtist ekki vanþörf á. legar. Visismyndir JEG —GA „Já, það er algengast að fólk hringi og láti okkur vita. Starfs- fólk á vinnustöðum virðist mjög vakandi fyrir þessu”. í þessu hringdi siminn. Það voru nokkrir lögreglumenn sem voru að losna af vakt og þeir voru að bjóðast til aö vinna. Akveðið var að senda þá til Þorlákshafn- ar, þar sem einhver órói virtist hafa komið upp. „Sumstaðar er meiri harka 1 þessu útá landi”, sagði Július. „En þó er það auövitað mismun- andi, alveg eins og hér i Reykja- vik. Einnig hafði verið ákveðiö að senda tvo menn til Keflavlkur, Júllus Sigurbjörnsson I siman- um þviaðsögnvarröðinennþá lengri við vallarhliðiö I gær en I fyrra- dag. Hinumegin I herberginu þar sem Július sat var annað borð þar sem Guðrún ögmundsdóttir skráði niður sjálfboðaliða. Skemmtikvöld hjá Þjóðrœknisfélaginu Þjóðræknisfélag islands hefur vetrarstarfið með skemmtisam- komu I Fóstbræðraheimilinu við Langholtsveg á föstudagskvöldið. Vandað verður til dagskrár eft- ir föngum og hefst samkoman klukkan 20.30. Spiluð verður fé- lagsvist, sögð ferðasaga frá vest- urför i sumar og verður sú frá- sögn all frábrugðin venjulegum ferðasögum þar sem hún verður ALUR ( Það var mikil aðsókn að kvik- myndahúsunum i Reykjavik i gærkvöldi. Við vitum til þess að i þremur þeirra að minnsta kosti var uppselt á niu-sýningu, enda hafa sjálfsagt margir haft litið annað fyrir stafni, þar sem útvarp og sjónvarp buðu ekki að mestu I bundnu máli. Margt hagmæltra manna var með i ferðinni og má nefna að ort- ar voru einar 90 visur i flugvél á leið vestur og heim auk þess sem fæddist á ferðalögum I Vestur- heimi. Að lokum verður sungið og dansað og vonast stjórn Þjóð- ræknisfélagsins eftir góðri þátt- töku. —SG BÍO upp á nokkurn skapaðan hlut. Kvikmyndahúsin eru sem sagt opin nema Háskólabió sem var lokað i gærkvöldi. Ef að lik- um lætur eiga þvi margir eftir að storma f bió á meðan á verk- fallinu stendur. —EA Óbreytt fisk- verð fram til áramóta Á fundi yfirnefndar verðlags- ráðs sjávarútvegs var ákveðið að fiskverð skuli vera óbreytt til áramóta. Veröið var ákveðið meö atkvæðum kaup- enda og oddamanns, Jóns Sigurðssonar forstjóra Þjóð- hagsstofnunar, en fulltrúar selj- enda voru á móti. — SG Pétur fer í prófkjör Pétur Sigurðsson, alþingis- maður lýsti yfir þvi á fundi sjálfstæöismanna I Háaleitis- hverfi I fyrrakvöld að hann gefi kost á sér I prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins fyrir alþingis- kosningarnar f vor. Prófkjörið á að fara fram i nóvember næstkomandi. — AH 20% hœkkun á taxta Skipa- útgerðarinnar Gert er ráð fyrir/ að farm- og fargjaldataxtar Skipaútgerðar ríkisins hækki um 20% Frá þessu er skýrt i athuga- semdum með fjárlagafrumvarp- inu fyrir næsta ár. Reiknaö er með að rekstrargjöld Skipaút- gerðarinnar verði tæplega '465 milljónir króna á næsta ári, en beint framlag frá rikissjóði rúm- lega 203 milljónir. —ESJ Hvammstangi: Nýtt íþrótta- hús og sundlaug Hafist var hánda við að steypa sökkul að nýju í- þróttahúsi og sundlaug á Hvammstanga fyrir nokkrum dögum/ sem jafnframt mun þjóna allri Vestur-Húnavats- sýslu. tþróttaaðstaða i sýslunni hefur veriö harla léleg til þessa, sér- staklega innanhúss. Hef’ir nær einasta aðstaðan veriö við Reykjaskóla, bæði er varðar i- þróttahús og sundlaug. Að visu hefur veriö litil laug við Laugar- bakka, en henni var endanlega lokað á sl. vori vegna þess hve léleg hún var orðin. Nú er sem sé hafin bygging fuilkomins iþróttahúss og sund- laugar á Hvammstanga. Leik- fimikennsla skólans hefir til þessa farið fram á stórum skólagangi, sem var á sinum tima bráðabirgðaráðstöfun. Að þessu húsi byggðu vænkar mjög hagur manna bæði hvað varöar leikfimi og sundnám viö skól-1 ann, svo og fyrir alla iþróttaiök- un i sýlsunni. Er til dæmis UMF Kormákur á Hvammstanga mjög virkt félag við iþróttaiðk- anir og svo er um fleiri ung- mennafélög hér. SHÞ/Hvammstanga SAMIÐ VIÐ BÆJAR- STARFSMENN Á SIGLUFIRÐI í GÆR Samningar tókust I gær milli bæjaryfirvalda á Siglufirði og kjaranefndar Starfsmannafélags Siglufjarðarkaupstaðar og voru þeir undirritaðir með fyrirvara um samþykki félagsfundar sem haldinn verður I dag. Jafnframt var verkfalli frestaö frá og með miðnætti siöastliðnu. Til grundvallar samningi Siglu- fjarðarkaupstaðar og starfs- mannafélags bæjarins var lagt siðasta tilboð fjármálaráðherra um launastiga frá 10. október síð- astliðnum, sem fellt var af fuil- trúum BSRB. Samkomulag tókst um að til viðbótar þessu tilboði skyldu öll laun hækka um 2000 krónur 1. nóvember næstkomandi, þá yröi hækkun um 3% 1. desember, þó eigi lægri upphæð en 5000 krónur siðan önnur 3% hækkun 1. júni 1978 þó ekki lægri en 5000 krónur og ennfremur 3% hækkun 1. september 1978 sem ekki yrði lægri en 4000 krónur og lokahækk- un 1. april 1979 er næmi 3%. Ennfremur var samiö um eins flokks hækkun i öllum flokkum eftir 15 ára starf. Sem fyrr segir verður sam- komulag þetta borið undir félags- fund i Starfsmannafélagi Siglu- fjarðar i dag. ÞRJ/Siglufirði Þessi mynd var tekin I sparakstri fyrir nokkrum órum, en þá kom- ust sumir bilarnir ótrúlega langt á aðeins fimm litrum af bensini. — Ljósmynd: Loftur. Hver kemst lengst ó fimm bensínlítrum Sparakstur fer fram á vegum Bifreiðaiþróttaklúbbs Reykja- vikur á sunnudaginn. Keppt vcrður i sjö flokkum eftir slag- rúmtaki véla, en hver keppandi fær fimm litra af bensini og sigrar sá er kemst lengst á þvi eldsneyti. Lagt verður af stað frá Þór- oddsstööum i Reykjavik (ben- sinstööinni), ekin Reykjanes- braut inn á Hafnarfjarðarveg við Nesti, Keflavikurveg, Krisu- vikurveg til Hverageröis og Suöurlandsveg i átt til Reykja- vikur. Vafasamt er þó að nokk- ur komist svo langt, en þó undravert hve langt má komast á litlum eldsneytisbirgðum. Tilgangur keppninnar er öðr- um þræði sá, að sýna bifreiða- eigendum fram á hvað megi komast af með litið eldsneyti, og að draga fram kosti þess að aka sparneytnum farkosti. Keppnin fer sem fyrr segir fram á sunnudaginn kemur, og veður lagt af stað klukkan 14.00. Þeir sem áhuga hafa á aö taka þátt i sparakstrinum geta látið skrá sig til keppni hjá skrifstofu FIB. —AH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.