Vísir - 13.10.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 13.10.1977, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 13. október 1977. VISIR Umsjón: óli Tynes EÞIOPIA: FASTAHERINN KVADDUR FRA VÍGSTÖDVUNUM lil að lœra meðferð ó nýjum hergögnum frá Sovét Sveitir úr fastaher Eþiópiu hafa nú verið dregnar til baka frá vig- stöðvunum og sveitir al- þýðuhersins svonefnda sendar fram i staðinn. Þetta er gert til að þjálfa fastaherinn i notkun nýrra skriðdreka, fall- byssna, sprengjuvarpa, eldflauga og annarra vopna sem streyma nú hraðar en nokkru sinni frá Sovétrikjunum. Orslitaátökin i striðinu við Sómaliu standa nú yfir og enn sem komið er virðast Sómalir hafa betur. Orrustan á þó sjálf- sagt eftir að standa i nokkra daga i viðbót og það er eftir að sjá hvort eþfópfska hernum tekst að notfæra sér öll vopnin sem þeir fá frá Rússum. Það eina sem Eþiópfumenn hafa framyfir eru yfirburðir i lofti. Flestum öðrum herjum mundi þykja það allnokkuð og jafnvel duga til sigurs en flugher Eþiópi'u hefur ekki tekist að not- færa sér það sem skyldi. Mengistu ofursti, stjórnandi Eþiópiu fór á dögunum i heim sókn til borgarinnar Harar, til að reyna að hressa upp á baráttu- andann hjá hermönnum sinum. Harðir bardagar geisuðu þá i grennd við virkisborgina. Ofurstinn talaði einkum við menn úr fastahernum þvi þá var búið að senda alþýðuherinn til vfgstöðvanna i staðinn. Sérstakar áhyggjur hafa menn af framgöngu þriðja herfylkisins sem flúði skipulagslaust frá rat- sjár- og skriðdrekamiðstöðinni Jijiga sem þó hefði verið einkar auðvelt að verja. Þriðja herfylkiö gegnir lykil- hlutverki i' bardögunum sem háðir verða næstu daga. Það er að segja það á að gegna lykilhlut- verki en framgangan undanfarn- ar vikur lofar ekki góðu. Dóttir Allendes svipti sig Iffí Beatriz Allende, dóttir fyrrum forseta Chile, framdi sjálfsmorð á heimili sínu á Kúbu í gær, að sögn kúbanska utan- ríkisráðuneytisins. Hún hafði búið þar i landi ásamt kúbönskum eigin- manni sínum, síðan hún flúði eftir byltinguna 1973. Beatriz og faðir hennar, Salvador Allende voru að sögn ákaflega samrýmd og hún var oft mjög þunglynd og döpur eftir dauða hans, en forsétinn var myrtur i byltingu hægri manna innan hersins. Hún sagði frá þvi eftir að hún kom frá Chile að hún hefði bar- ist við hlið föður sins i forseta- höllinni fram á siðustu stundu. Þá hefði hann skipað henni að fara burt þvi hann óttaðist mjög um lif hennar og barnsins sem hún gekk með þá. Lítil breyting ó vopnasölu Bandaríkjanna OUUFELAGI SKIPAÐ AD ENDURGREIDA 85 MILUONIR DOLLARA GERÐU FJOGUR AÐFLUG AÐ GEIMSTÖÐINNI Bandaríska orkumála- ráðuneytið hefur fyrir- skipað Getty olíufélaginu að endurgreiða ríkisstjórn- inni áttatíu og fimm millj- ónir dollara vegna of hárr- ar álagningar í sambandi við erlend skipti á oliu- tegundum. Ráðuneytiö segir að oliufélagið hafi skipt á ódýrri hráoliu sem framleidd var heimafyrir, og dýrri erlendri oliu sem fór i tanka útibús þess i Japan. Félagið hafi svo á ólöglegan hátt undirmetið þá hráoliu sem það átti aðgang að i Bandarikjunum. Oliufélagið heldur þvi fram að þetta hafi ekki verið vöruskipti heldur kaup og sala i tveimur teg- undum oliu. Það getur leitað til rikisréttar með mál sitt. Þetta er i fyrsta skipti sem oliu- félagi er skipað að endurgreiða fé vegna brota á verðlagsreglum sem snerta oliu. Þegar geimförunum i Soyus-25 tókst ekki i fyrstu tilraun að tengja far sitt við Salyut geim- stöðina, gerðu þeir þrjú aðflug i viðbót, i örvænt- ingarfulli tilraun til að bjarga þessari mikil- vægu áætlun. Þegar það dugði ekki til var þeim skipað að snúa þegar i stað aftur til jarðar, sem varð til þess að menn óttuðust alvarlega bilun i geimfari þeirra. Þeir lentu þo, sem betur fer, heilu og höldnu. Ekki hefur verið 'gefin nein skýring á þvi hvað fór úrskeiðis, en þetta er ekki i fyrsta skipti sem Soyusfari hefur mistekist teng- ing. Vonbrigðin eru þó sérstaklega sár yfir að svona skyldi fara i þetta skipti. Auk visindatilrauna sem átti að gera var með þessari ferð verið að halda uppá tuttugu ára afmæli Spútniks, fyrsta gervihnattarins, og sextíu ára byltingarafmælið. A sama tima og geimfararnir voru á leiðinni frá lendingarstað sinum til Kalingrad, sem er stjórnstöð rússneskra geimferða, var hátiðafundur i Moskvu þar’ sem Spútniks var minnst. Ýmsir forystumenn héldu þar ræður um geimferðasigra Sovét- rikjanna og var klukkutima dag- skrá útvarpað og sjónvarpað beint. Ekkert var minnst á Soyus- 25. Lítil breyting hefur orðið á vopnasölu Bandaríkj- anna til annarra landa þrátt fyrir þá yfirlýsingu Carters forseta að nýjar og strangari reglur skuli nú gilda um slíka verslun. Síð- an Carter lýsti þessu yfir fyrir fjórum mánuðum hefur þingið fengið til- kynningar um fjörutíu og fimm „sölur" að verðmæti 4,1 milljarð dollara. Þetta meðal annars kemur fram i skýrslu sem samin var að tilhlutan Huberts Humphrey, öld- ungadeildarþingmanns. Hann ætlar að taka stefnu forsetans i vopnasölumálum til umræðu á næsta ári. I yfirlýsingu sinni sagði Carter að vopnasala yrði „undantekn- ingaratriði, i tilfellum þar sem augljóst sé að hún þjónaði öryggishagsmunum Bandarikj- anna”. „Þrátt fyrir þetta”, segir i skýrslu Humphreys, „heldur vopnasala áfram að vera megin- þáttur i rekstri bandariskrar utanrikisstefnu. I staðinn fyrir að vera undantekning er vopnasala nær fastur liður. Loftbelgurinn endaði i sjónum Nýjasta tilraunin til að komast á loft- belg yfir Norður-At- lantshafið endaði i sjónum, úti af Nova Scotia i gær. Lend- ingin tókst ágætlega og mennirnir tveir biðu þess i bátlaga loftbelgskörfunni, að kanadiska land- helgisgæslan kæmi að sækja þá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.