Vísir - 13.10.1977, Page 9

Vísir - 13.10.1977, Page 9
9 vism Fimmtudagur 13. oktdber 1977. Fyrirhuguð skipasmíðastöð Stjörnustáls í Elliðaárvogi: uivu i yjuiu' eyri á ári aðeins með o viðgerðum Kristmundur Sörlason framkvæmdastjóri Stjörnustáls. Fimm fyrirtæki í blikk- og málmiðnaði hafa tekið upp nána samvinnu á ýmsum sviðum, og myndað fyrirtækið Stjörnustál. Þau fyrir- tæki sem að stofnun Stjörnustáls stóðu, eru Stálver HF, Þrymur HF, Vogur HF, Blokk og Stál HF og Málmtækni SF. Ekki er um að ræða sam- runa þessara fyrirtækja, heldur munu þau hafa samvinnu sín á milli með einstök verkefni, og vinna sameiginlega að stórum verkefnum. Geta keppt við erienda aðila Astæöa þess aö þessi fyrirtæki fóru út i þetta samstarf er sú, aö forráöamenn þeirra hvers um sig töldu þau of lltil til aö taka aö sér stór verkefni svo sem virkj anir, og þvi hlytu slik verk Hugmyndir Stjörnustálsmanna að skipasmíðastöð við Elliðaárvog. jafnan að lenda i höndum er- lendra verktakafyrirtækja. Nú þegar hefur Stjörnustál tekið aö sér eitt verkefni viö Kröflu- virkjun, og ætlunin er að reyna aö fylgja þvi eftir eftir þvi sem unnt reynist. Eitt þeirra verkefna sem eru á döfinni hjá Stjörnustáli, er bygging skipasmiöastöðvar viö Elliðaárvog i Reykjavik, og aö sögn framkvæmdast jóra Stjörnustáls, Kristmunds Sörla- sonar, yrði það væntanlega gert i samvinnu viö Eimskip, S.l.S. og Reykjavikurborg. Seinagangur borgaryfir- valda Kristmundur segir, að árlega farinálægt sex milljöröum út úr landinu til viðgeröa á islenskum skipum erlendis, en ef af bygg- ingu skipasmiðastöövarinnar i Elliðaárvogi yrði, væri unnt aö annast allar þær viögerðir hér innanlands. Væri að þvi augljós gjaldeyrissparnaður, sagði Kristmundur á fundi meö blaöa- mönnum fyrir skömmu. Ef af byggingu skipasmiðastöövar- innar yröi er ætlúnin að þar fari saman nýsmiði skipa og alhliöa viðgeröaþjónusta. Að sögn Kristmunds er mál þetta á viðræðustigi, en hann gagnrýndi harðlega seinagang og litinn áhuga borgaryfirvalda i málinu. Sagði Kristmundur að borgaryfirvöld vildu fyrst kanna hvað unnt væri að gera fyrir gamla slippinn vestur i bæ áður en ákvöröun yrði tekin um Elliðavoginn, og kanna þyrfti allar aðstæður gaumgæfilega þar að sögn borgarverkfræð- ings. Sagði Kristmundur þaö vera furðulegt að „borgaryfirvöld vildu frekar vera i aumingja- skap vestur i gamla slipp en fara með skipasmiðar: inn i Elliðavog” eins og hann komst að orði. Hafa misst af stórfram- kvæmdum Taldi Kristmundur það meöal annars vera komið undir þeim viðtökum sem Stjörnustál fengi, hvort unnt væri að lifa i þessu landi eða ekki. Stofnun fyrir- tækisins hefði á sinum tima verið neyðarúrræði, þeir hefðu verið of litlir hver i sinu lagi. Þeir hefðu verið búnir að sjá á bak framkvæmdum við Grundartanga og Sigöldu, og vildu nú reyna að koma i veg fyrir að erlendir aðilar tækju öll slik verkefni frá Islendingum i framtiðinni. Samvinna fyrrgreindra fyrir- tækja i Stjörnustáli hóst árið 1976, og framkvæmdastjóri Stjörnustáls er sem fyrr segir Kristmundur Sörlason. —AH Beðið eftir skýrslu borgarverkfrœðings og hafnarstjóra segir borgarstjóri „Borgarverkfræðingur og hafnarstjóri hafa að undanförnu átt viðræður við þessa aðila, og munu gefa skýrslu til borgar- ráðs um þær viðræður”, sagöi Birgir tsl. Gunnarsson, borgar- stjóri er Visir bar undir hann ummæli forsvarsmanna Stjörnustáls. Kvaðst borgarstjóri eiga von á þvi aö unnt yrði að skila um- ræddri skýrslu fljótlega, og þá ætti málið að fara að skýrast. Að öðru ieyti væri litið um ináliö að segja á þessu stigi. — AH Birgir tsleifur Gunnarsson borgarstjóri fram i miðnefnd SHA fyrirspurn um það, hvort miðnefndin ætlaöi ekki aö beita sér fyrir aðgerðum umræddan dag. Var máliö rætt á næstu fundum og aö lokum tekin ákvöröun um að láta til skarar skriöa. Var það mál miðnefndar- manna að timabært væri fyrir hin nýstofnuðu samtök herstöðvaand- stæðinga að fordæma innrás Sovét- rikjanna i Tékkóslóvakiu og þann yfirgang sem þau hafa sýnt Tékk- um og Sldvökum upp frá þvi. Eöa eins og segir i fréttatilkynningu miðnefndar SHA af þessu tilefni: „Tékkóslóvakia er enn hernumið land og öll andstaða við innrásarlið Sovétrikjanna og fulltrúa þeirra I valdastöðum i Tékkóslóvakíu er miskunarlaust brotin á bak aftur”. Oánægja og ásakanir vegna þess að Sovétrikin hafi hvergi verið nefnd i grundvelli SHA eru þvi óréttmæt- ar. Hins vegar gat miðnefnd SHA ekki horft framhjá þeirri ábyrgð sem aðildarriki Varsjárbandalags- ins og bandalagið sjálft bera á inn- rásinni i Tékkóslövakiu. Bæði kom þar til bein þátttaka þeirra flestra i innrásinni og svo að þau hafa ekki (að undanskilinni Rúmenlu) gert hernám Tékkóslóvakiu að ágreiningsefni innan Varsjár- bandalagsins, enda þótt full ástæða væri til. Kjörorð aðgerðanna voru þviákveðinisamræmiviðþetta, en þau hljóðuöu svo: „Burt með heri Varsjárbandalagsins úr Tékkósló- .. y........... n Ásmundur Asmunds- son verkf ræðingur segir, að óánægja og ásakanir vegna þess að Sovétríkin hafi ekki verið nefnd á nafn i Tékkóslóvakíumót- mælum miðnefndar herstöðvaandstæðinga séu óréttmætar, það hefði þrengt mótmæla- grundvöllinn. vakiu. Styðjum frelsisbaráttu Tékka og Slóvaka. Burt með hernaöarbandalögin, ísland úr Natö,herinn burt.” Ennfremur var ákveðið að hafa aðgerðimar ein- faldar isniöum og leggja áherslu á sérstöðu Sovétrikjanna. Mótmælin skyldu fara fram við sendiráð Sovétrikjanna á Islandi og sendi- herra þeirra afhent sérstök yfirlýs- ing frá SHA. 21. ágústnefndin Réttum mánuði fyrir áformaðar aðgeröir berst miönefnd SHA bréf frá nýstofnaðri 21. ágústnefnd. Kvaðst hún vita um áform mið- nefndaren fór engu að siður fram á stuðning við fyrirhugaðar aðgerðir á vegum 21. ágústnefndarinnar á eftirfarandi grundvelli :„Heri Sovétrikjanna burt úr Tékkósló- vakíu. Samstaða með baráttu al- þýöunnar i Tékkóslóvakiu. Barátta gegn allri heimsvaldastefnu. Gegn báðum risaveldunum — Banda- rikjunum og Sovétrikjunum. Mið- nefnd SHA gat hins vegar' ekki samþykkt þennan grundvöll þar sem hann væri of þröngur, ófull- nægjandi og gengi ekki nógu langt, auk þess sem hann samræmdist ekki stefnuskrá SHA. Miðnefndin taldi það ekki i sinum verkahring að skera úr um það hvort drottnunarstefna Sovétrikjanna i Tékkóslóvakiu geti fiokkast undir heimsvaldastefnu, enda myndi slikt einungis þrengja grundvöll- inn. Miðnefndin taldi auk þess nauösynlegt að kalla Varsjár- bandalagið til ábyrgðar, annað væri ófullnægjandi. Miðnefndin hafði einnig haft af þvi fregnir að mikil óánægja hefði verið innan 21. ágústnefndarinnar með starfsaðferðir, og að umtals- verður hluti þess fólks sem kom á stofnfund nefndarinnar hafi gengið af fundi. Það kom og fram i þeim viðræðum, sem fulltrúar mið- nefndar áttu við 21. ágústnefndina að krafan um samstarf viö SHA, naut ekki almenns stuðnings innan 21. ágústnefndarinnar. Þegar ljóst var aö SHA ætluðu að standa fyrir aðgerðum umræddan dag kom þegar fram vilji innan 21. ágústnefndarinnar aö styðja þær aðgerðir og varð það ofan á. Meðal þeirra sem samþykktu að styðja SHA varAri Trausti Guðmundsson forfmaður Eik-ml, sem af ein- hverjum óskiljanlegum ástæðum hefur staðið manna fremst i þvi að gagnrýna þessi málalok og er mér einna helst að ætla að einhver annarleg sjónarmið ráöi hér ferðinni. Rangtúlkanir hans og Kristins Einarssonar, sem skrifar i nafni 21. ágústnefndarinnar vekja furðu en eru mikið fagnaðarefni herstöðvasinnum i landinu. Ruglingur Kristins um málsatvik og hæfileikar hans til þess að leyna þvi sem kemur honum illa er meö eindæmum. Til að mynda forðast hann þab eins og heitann eldinn að minnast á stuðningsyfirlýsingu 21. ágústnefndarinnar við aögeröir SHA. Hann segir að Sovétrikin hafi hvergi veriö nefnd á nafn i grund- velliSHA. Hann skrifarbréf I nafni 21. ágústnefndariimar án þess aö bera það undir hana sem I þvf felst. Að lokum Það er nauðsynlegt baráttunni gegn herstöðvunum og Nató aö herstöðvaandstæðingar sem ekki eru sammála stefnu samtakanna, látikoma fram ágreining og kanni réttmæti skoöanna sinna. Þar sem nú hefur verið ákveöið aö halda landsráðstefnu SHA dagana 15. og 16. október i félagsheimilinu Festi I Grindavik, þá ætti þar að gefast tækifæri til þess að jafna ágreining með þvi aö álykta um stefnu sam- takanna og leggja fram breytingar við lög þeirra og stefnuskrá. Nú hafa aðgerðir miönefndar SHA oröið tilefni til ágreinings um hugmyndafræðilegan grundvöll og vil ég þvi láta I ljósi þá skoðun mina aðallar tilraunirtil þessað þrengja grundvöil SHA eru andstæðar þvi meginsjónarmiði sem uppi var við stofnun samtakanna um að öflug samfylkingarsamtök gegn hernum og Nató, væri það sem stefna bæri að. Þó að sá grundvöliur sem við nú búum viö sé eðlilega ekki það sem hver og einn gæti helst hugsaö sér, þá er það reynsla okkar sem störf- um i SHA, aö hann sé nothæfur og hlýtur þaö að teljast mikils viröi.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.