Vísir - 13.10.1977, Blaðsíða 5
AnnaOhvort heimsfilfuf.laugar eöa þessar litlu „Cruise” flaugar, koma I framtíöarvopnabúr Breta.
Bretar verða að ákveða
um framhald kjarnorku-
varna sinna innan 2 ára
Bretland verður að
ákveða innan tveggja
ára á hverju kjarn-
orkuvarnir landsins
eiga að byggja i fram-
tiðinni, segir i nýlega
framlagðri skýrslu
Konunglegu Alþjóða-
málstofnunarinnar,
þar i landi. Stofnunin
segir að það taki
þrettán ár að hanna
nýtt vopnakerfi i stað-
inn fyrir Polaris kaf-
bátana f jóra sem Bret-
land á og þvi verði að
taka ákvörðun fyrir ár-
ið 1980.
Ian Smart, framkvæmda-
stjóri stofnunarinnar, segir að
hóflegt sé að ætla að Polaris
kafbátarnir verði úreltir sem
varnarkerfi árið 1993. Þá þurfti
nýtt vopnakerfi að vera tilbúið
til að taka við af þeim.
Smart telur að Bretland eigi
um tvo kosti að velja. Annars-
vegar að smiða að mínnstakosti
fimm nýja kafbáta, vopnaða
sextán heimsálfuflaugum hver,
eða þá sautján kafbáta sem
hver sé vopnaður tuttugu og
fjórum hinna nýju „Cruise”
flauga.
1 skýrslunni er komist að
þeirri niðurstöðu að ekki verði
neinn stórfelldur sparnaður af
þvi að kaupa nýju flaugarnar af
Bandarikjunum, né heldur sé
það vist að Bandarikjastjórn
fallist á slika verslun. Otilokað-
ur er sá möguleiki að hafa sam-
vinnu við Frakka, við hönnun
nýrra vopnakerfa.
Þá er ekki margt annað eftir
en að Bretland sjái sjálft um
hönnun og framleiðslu. Frá
tæknilegu sjónarmiði er ekkert
þvi til fyrirstöðu, en hitt er ann-
að mál hvort efnahagur lands-
ins gæti staðið undir þvi.
„Trident” í
Bandarikjunum
Polaris flaugar þær sem Bret-
ar eiga nú eru framleiddar i
Bandarikjunum, en kjarn-
oddarnir hinsvegar i Bretlandi.
Bandarikin ætla að taka sinar
siðustu Polaris flaugar úr um-
ferð á árunum 1984-85 og ólik-
legt er að framleiðslu þeirra
verði haldið áfram eftir það.
I skýrslunni er talið að heims-
álfuflaugarnar hafi enn yfir-
burði yfir „Cruise” flaugarnar,
en á þvi getur auðvitað orðið
breyting á næstu áratugum,
þegar þær siðarnefndu eru
orðnar fullkomnari og meiri
reynsla fengin með þær.
Bandarikin eru þegar búin að
taka flestar sinar Polaris eld-
flaugar úr umferð. Kjarnorku-
kafbátar þeirra eru nú vopnaðir
Poseidon flaugunum sem eru
bæði langdrægari og eru búnar
fleiri kjarnaoddum.
Bandarikin eru löngu byrjuð
að hugsa fyrir endurnýjun á
Poseidon flotanum og nú er ver-
ið að hanna alveg nýja tegund
kafbáts „Trident”, sem verður
með enn ógnarlegri flaugar og
stærri, hraðskreiðari og hljóö-
látari en nokkur kafbátur sem
nú er til.
Fjöldi i stað stærðar
Bretar verða hinsvegar að
fara aðrar leiðir, þvi þeir munu
seint hafa efni á að koma sér
upp Trident flota.
Cruise-flaugarnar yrðu ódýr-
asta lausnin fyrir Breta og það
er enginn vafi á að á næstu ár-
um verða þær enn skæðari vopn
en þær eru i dag. Enn sem kom-
ið er hafa þeir litlar sem engar
tilraunir gert með þessi nýju
vopn en það tæki þá ekki ýkja
mörg ár að komast vel á veg.
Cruiseflaugarnarhafa einnig
þann kost að þeim er hægt að
skjóta frá kafbátum f kafi, frá
flugvélum og frá skotpöllum i
landi. Þær eru margfalt ódýrari
en stóru heimsálfuflaugarnar
og Bretar gætu þvi komið sér
upp þreföldu varnarkerfi.
Að visu eru kjarnaoddarnir
sem þær geta flutt margfalt
minni en stóru flauganna, en
meiri fjöldi þeirra og ótrúleg
nákvæmni vegur þar nokkuð á
móti.
Stóru flaugarnar verða ef-
laust talin meira „sannfær-
andi” varnarvopn næstu ára-
tugina. En það sem Bretar
þurfa helst að taka tillit til við
vopnagerð, er efnahagur lands-
ins og geta þess til að fjármagna
nýsmiði vopna. Og þar hafa
Cruise flugarnar yfirburði.
Fékk dóttirína til að
hœtta eftir níu
daga hungurverkfall
Eiginkona Rúss-
neska flóttamannsins
Valentins Agapov sem
nú er i Sviþjóð hefur
fengið þrettán ára
gamla dóttir þeirra
hjóna til að hætta i
hungurverkfalli sem
hefur staðið i niu daga.
Sjálf ætlar eiginkonan að
halda hungurverkfallinu áfram
og einnig móðir Agapovs. Fjöl-
skyldan er að mótmæla þvi að
sovésk yfirvöld hafa synjað
þeim um leyfi til að flytjast úr
landi og til heimilisföðurins.
Agapov sem er sjómaður,
notaði tækifærið þegar skip
hans lá i höfn i Sviþjóð, árið 1974
að biðjast hælis þar sem póli-
tiskur flóttamaður.
Æ siðan hefur fjölskylda hans
verið að reyna að fá að fara úr
landi en árangurslaust. Siðan
hungurverkfallið hófst fyrir niu
dögum hafa konurnar þrjár
ekkert látið innfyrir sinar varir
nema vatn.
Astæðan til þess að dóttirin er
nú hætt er sú að embættismönn
lögðu mjög hart að móðurinni
að fá hana til að hætta og fara
aftur i skólann. óttaðist frú
Agapov að ef hún hlýddi ekki,
yrði dóttirin tekin frá henni.
Hún hefur leitað hjálpar bæði
hjá Kurt Valdheim, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna og hjá fulltrúum á
„Detente” ráðstefnunni i Bel-
grad, en án árangurs enn sem
komið er.
BIFVÉLAVIRKI ÓSKAST
Upplýsingar gefnar á staðnum.
Bifreiðastilling
Smiðjuvegi 38
Kópavogi
Eyfirðingar og Þingeyingar
sameiginlegt SKEMMTIKVÖLD verður á
Hótel Sögu (Súlnasal) föstudaginn 14. okt.
og hefst það kl. 21. Þar verða skemmtiat-
riði og dans.
Aðgöngumiðar verða seldir i anddyri Hót-
el Sögu frá kl. 19 sama dag og þá jafn-
framt teknar borðapantanir.
Stjórnir félaganna
Styrktarsjóður
Isleifs Jakobssonar
Auglýst er hér með eftir umsóknum um
styrki úr sjóðnum.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja iðnaðar-
menn til að fullnema sig erlendis i iðn
sinni.
Umsóknir, ásamt sveinsbréfi i löggiltri
iðngrein og upplýsingum um fyrirhugað
framhaldsnám, sendist til Iðnaðarmanna-
félagsins i Reykjavik, Hallveigarstig 1,
fyrir 28. október n.k.
Sjóðstjórnin
SÖLUBÖRN!
Notið fríið til þess að selja VÍSI.
Þið getið unnið ykkur inn
vasapeninga og auk þess hafið
þið möguleika á vinningi í
söluhappdrœtti VÍSIS, úttekt
úr TÓMSTUNDAHÚSINU
fyrir kr. 150.000á mánuði
AFGREIÐSLA
Stakkholti 2-4
Simi 86611
VÍSIR