Vísir - 17.11.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 17.11.1977, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 17. nóvember 1977 — 284. tbl. 67. árg. Sími Vísis er 86611 Engin | o: o ‘ku fró Kri i>flu nœstu - 4 ór - en 1981-1982 þarf orku frá Kröfluvirkjun eða nýrri virkjun á Austurlandi Ekki verður þörf fyrir orku frá Kröflu- virkjun fyrr en i fyrsta lagi eftir 4-5 ár eða árin 1981-1982. Ástæða þess, að þá verður þörf fyrir orku frá þessari virkj- un, er sú, að þá verður flutn- ingsgeta byggðalinunnar austur frá Akureyri orðin takmörkuð. Af þeim sökum verður ekki hægt að koma nægilegri orku eftir þeirri linu til Austurlands. Þvi verður þörf fyrir orku frá Kröflu til Austfirðinga 1981-1982.' Ef ekki verður hægt að treysta á orku frá Kröfluvirkjun á þeim tima er ekki talið annað fært en að virkja á Austurlandi. Þar mun einkum vera til athug- unar að virkja við Hól i Fljóts- dal. Sú virkjun yröi i tveimur áföngum — hvor áfangi 28 megawött. Heildarkostnaöur er áætlaður 13 milljarðar, en kostnaður við fyrri áfangann 6,8 milljarðar. Svo sem kunnugt er stóð til, að Kröfluvirkjun væri fyrir all- nokkru farin að framleiða orku fyrir Norðlendinga, en af þvi hefur ekki orðið enn, og er allt i óvissu um, hvenær það veröur. —ESJ Ragnar Þorsteinsson sér um að innsigla sjónvarpstækin, og hann hefur haftnóg að starfa við að innsigla gömiu svart/hvltu tækineftir að fólk fór að kaupa sér Iitsjónvörp. Ljósmynd JA __________________________ Á FIMMTA ÞÚSUND UTATÆKI Á SKRÁ „Það er sýnilega mik- ill áhugi hjá fólki fyrir litsjónvarpinu. Það sjá- um við á þvi hve mörg tæki eru skráð, og á þeim svart/hvitu tækj- um sem þarf að inn- sigla”. sagði Páll Jóns- son skrifstofustjóri hjá innheimtudeild rikisút- varpsins er við höfðum samband við hann i morgun. „1 gær voru komin á skrá hér hjá okkur um f jögurþúsund og tvö hundruð litsjónvarpstæki Skýrslur yfir siðasta mánuð frá öllum þeim sem sjá um sölu á þeim höfðu þá ekki borist, svo þessi tala segir ekki alla söguna. Það er mjög mikið að gera hjá þeim sem sjá um að innsigla tæki, en þeir sem ekki geta selt sln gömlu svart/hvitu tæki láta inn- ; Innsigla þarf um og yfir 10 svart/hvít sjón- varpstœki ó dag á Reykjavíkur- i svœðinu sigla þau, svo ekki þurfi að greiða afnotagjald af tveim sjónvarps- tækjum. Mörg af þessum gömlu tækjum eru ónýt en það þarf að skoða þau og innsigla fyrir það. Hér I Reykjavik og nágrenni þarf að innsigla um og yfir tiu sjónvarps- tæki á dag, og fyrir jólin má búast við að enn meira verði að gera, þvi þá fá örugglega margir sér litsjónvarpstæki. _klp— Hœkkun álogningar um 10% samþykkt „TiIIaga verðlagsstjóra um aðheimila 10% hækkun á hinni almennu verslunarálagningu i heildsölu og smásölu var sam- þykkt I verðlagsnefnd I gær”, sagði Björgvin Guðmundsson formaöur nefndarinnar i sam- tali við VIsi. Hann sagði að verölags- stjóri hefði rökstutt tillöguna meðan annars með þvi að miklar kauphækkanir hefðu átt sér stað hjá verslunar- mönnum, vextir hefðu hækkað og kosnaðarliðir eins og hiti og rafmagn. Alagning hefur ver- ið óbreytt frá árinu 1975. Þessi hækkun er prósenta af álagningarprósentum sem eru i gildi þannig að vara sem var með 10% álagningu hækkar um 1% og svo framvegis. Þessi hækkun á álagningu gæti komið til framkvæmda á morgun ef rikisstjórnin sam- þykkir hana i dag. — SG Fara fjögur fyrirtœki úr „bákninu"? Fyrsta skýrslan um minnkun „báknsins” svonefnda veröur lögð fyrir fjármálaráðherra fyrir ármótin. i henni er fjail- að um fjögur rikisfyrirtæki en nefndarmenn hafa enn ekki viljað upplýsa nöfn þeirra. Niðurskurður rikisumsvifa er verkefni nefndar, sem fjár- málaráðherra skipaði i vor. Nefndin hefur þegar tekið þessi fjögur rikisfyrirtæki til meðferðar, en alls er fyrir- hugað að athuga hvort rekstur 20-30 fyrirtækja væri betur kominn i höndum einstakl- inga. I nefndinni eiga sæti Arni Vilhjálmsson, prófessor, sem er formaður hennar, Gisli Blöndal, hagsýslustjóri, Guö- riður Eliasdóttir formaöur verkakvennafélagsins Fram- tiðarinnar, Ingi Tryggvason, alþingismaður, Olafur Sverrisson, kaupfélagsstjóri, Steinþór Gestsson, alþingis- maður og Viglundur Þor- steinsson, framkvæmdastjóri. Vísitöluhœkk- un tilbúin á morgun Niðurstöður útreikninga á hækkun visitölu framfærslu- kostnaðar munu liggja fyrir siðdegis á morgun samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk hjá Ilagstofunni I morgun. Fyrir mánuði var áætlaö að hækkun vísitölunnar myndi nema 9-10% og verðbótarvisi- talan hækkaði svipað. Allt útlit er fyrir að þessi áætlun stand- ist. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.