Vísir - 17.11.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 17.11.1977, Blaðsíða 10
10 VISIR utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davíö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson(ábm) Ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund- ur Pétursson. Umsjón meö Helgarblaði: Árni .Þórarinsson Blaðamenn: Elías Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Oskar Hafsteins- son, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Magnús Olafsson, Oli Tynes, Sigur- veig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson Ljósmyndir: Jón Einar Guðjónsson, Jens Alexandersson. Auglýsinga og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Síöumúla 8. Simar 86611 og 82260 Afgreiösla: Stakkholti 2-4, Sími 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. Sími 86611, 7 línur. Askriftargjald kr. 1500 á mánuöi innanlands. Verö i lausasölu kr. 80 eintakiö. Prentun: Blaöaprent h.f. Fæstum blandast hugur um, að ringulreiðarverðbólg- an er á góðri leið með að grafa undan siðferðilegum stoðum þjóðlífsins. Þingmenn hafa sætt ámæli af þess- um sökum og það með nokkrum rétti. Aiþingi hefur ekki reynst þess umkomið að hemja ringulreiðarverðbólg- una. Það kom henni af stað í tíð vinstri stjórnarinnar með markvissri þenslustefnu og við stöndum enn frammi fyrir sama vanda. Þessar aðstæður hafa leitt til efasemda um, að þingið geti komið á jafnvægi í þjóðarbúskapnum, án tillits til þess, hverjir hafa þar meirihluta. Efasemdir af þessu tagi snúast í raun og veru um þingræðisskipulagið sjálft. Engum vafa er því undirorpið að ringulreiðarverðbólgan er ógnun við lýðræðið í landinu. Gagnrýnin á þingið, sem af þessum umræðum hefur sprottið, hefur einnig beinst að vinnubrögðum þess. Þau eru um margt tafsöm og ekki í takt við nútímalegar að- stæður. Þingið hefur í raun og veru ekki nægjanlega sterka aðstöðu til sjálfstæðrar stefnumótunar og að- halds. Raunveruleg völd þess hafa því farið þverrandi. Þingmenn Alþýðuflokksins undir forystu Benedikts Gröndals hafa beitt sér fyrir ýmsum skynsamlegum breytingum á starfsháttum Alþingis. Þeir hafa t.a.m. átt frumkvæði aðtillöguf lutningi um sameiningu þingsins i eina málstofu. Það er mjög þörf breyting. Að vísu mega menn ekki einblína á skipulagsbreyt- ingar í því skyni að endurreisa vald og virðingu Alþingis. En hitter jafn Ijóst, að ýmsir fornaldarhættir í skipulagi þingsins og vinnubrögðum eru smám saman að gera lög- gjafarsamkomuna að óvirkri og fremur áhrifalítilli stofnun. Því er það miður, hversu lítill gaumur hefur verið gefinn að tillögum Alþýðuflokksins um þessi efni. i þessari viku tók þó einn af þingmönnum Reykvík- inga, Ellert B. Schram, undir þá gagnrýni, sem sett hefur verið fram um þessi efni, og hvatti til breytinga. I þvi sambandi benti hann sérstaklega á, að það væru úrelt vinnubrögð að viðhafa sex umræður í tveimur deildum um lagafrumvörp. Þá vakti þingmaðurinn einnig athygli á því að nefndir þingsins væru vanbúnar til þess að f jalla um mál og allt of valdalitlar. Ellert Schram vakti t.a.m. sérstaka athygli á stöðu f járveitingarnefndar, sem situr í rúma tvo mánuði á ári á löngum fundum án þess að hafa nokkur áhrif á fjár- málapólitíkina. Sannleikurinn er sá, að fjárveitingar- nefnd hefur fyrst og fremst verið hrossakaupanefnd fyrir fulltrúa kjördæmanna. Þar hefur engin fjármála- pólitísk vinna farið fram. Það sýnir svo glöggt aðstöðuleysi þingsins, að loks þegar fjárveitingarnefnd fékk starfsmann var það em- bættismaður úr ráðuneytinu. Á skýrari hátt var tæpast unnt að leggja áherslu á ósjálfstæði þingsins gagnvart stjórnsýslunni. Það er þvi kórrétt hjá Ellert Schram í þessari þingræðu, að mörgu má breyta í því hálfkáki, sem fram fer innan veggja Alþingishússins. Sjónarmið Ellerts Schrams eru á ýmsan hátt svipuð þeim, sem Benedikt Gröndal hefur lýst í málflutningi sinum fyrir breyttum starfsháttum Alþingis. Það er í sjálfu sér fagnaðarefni, að þingmenn úr fleiri en einum flokki skuli sýna áhuga og skilning á mikilvægi þess að aðlaga þingstörfin breyttum þjóðlífsháttum. I þessu sambandi má einnig vekja athygli á frumkvæði Ragnhildar Helgadóttur, forseta neðri deildar, að um- ræðum á Norðurlöndum um þingræðisskipulagið i Ijósi þeirrar gagnrýni á stjórnmálastarfsemina, sem sett hefur verið fram með miklum rétti. Rótleysi ringul- reiðarverðbólgunnar hefur óumdeilanlega veikt Alþingi, og stjórnmálaþreyta kjósenda kom ótvírætt fram í mjög glæsilegri prófkosningu Vilmundar Gylfasonar um síð- ustu helgi. Fimmtudagur 17. uóvember 1977 vism Fjölmennasta starfsstétt á Is- landi eru skólanemendur. Nær 20% landsmanna vinna sitt starfsár I skóium, og svipaður hundraðshluti rfkisútgjaida fer til menntakerfisins. Þaö er þvi eölilegt, aö mörgum verOi hugs- aö til hagkvæmni og nytsemdar þessa kerfis, og oft komi fram ábendingar um þaö, sem betur mætti I þvi fara. Sýnist þar sitt hverjum, og stangast stundum á tilmælium aukna fræöslu ann- ars vegar og aö kerfinu sé hald- iö i skoröum hins vegar. Alvar- legasta gagnrýnin á skólann er þó sú, aö hann skorti tengsl viö umhverfi sitt og samtiö. Krafa um þessi tengsl er ekki ýkja gömul, þegar á allt er litiö er ekki langt siöan aö skóli var stofnun, þar sem viöhald fræöi- legrar þekkingar var aöalatriöi. Flókiö nútimaþjóöfélag, aukinn fjöldi nemenda og lengri skóla- vist færir meö sér ný viöhorf. Jafnframt hefur á skólann veriö bætt þáttum öörum en námi, þótt hann sé i ýmsum tilvikum vanbúinn aö mæta fyrirmælum um aukið eöa breytt starf. Skól- inn á aö vera uppeldisstofnun, er sagt. Hann á lika aö vera félagsstofnun. Starfsval á aö V" Hinrik Bjarnoson skrifar um skólamól og spyr m.a. hvort staða skólans yrði ekki sterkari, ef fólkið i hverfinu yrði að einhverju leyti óbyrgora fyrir honum og gangi móla innan hans aö fá nýja og virkari afstöÖu til skólaveru barna sinna. Oft og einatt er skólinn fyrsta og eina opinbera byggingin i sinu umhverfi, eina samkomu- húsiö og á stundum eina kirkj- an. Skólinn er oftar en ekki mik- iö notaö hús. Samt er talaö um aö skólahúsin eigi aö nota meira. Stofnunin skóli og húsiö skóli eru sitt hvað. Mér hefur lengi virst skólinn geta veriö menningarmiöstöð I sinu um- hverfi. Ef einingar hans eru byggðar meö þaö fyrir augum, aö þær geti utan skólatima veriö til almannanota, gæti ef til vill veriö ööru visi ástatt en er meö bókasöfn, samkomusali, iþróttaaöstööu og fleira I hverf- um stærri bæja. Gæti ekki slík aðstaða gert auöveldara um vik aö koma á þeim nánari samskiptum fólks, sem nauösynleg eru til þess aö samheldni og góöur bragur veröi i einni byggö eöa hverfi? Allar götur er augljóst að skólinn þarf aö koma foreldrum meira viö en nú er. Þaö er á engan hátt óeölilegt, aö frum- kvæöi að nánari viðskiptum komi frá foreldrum. Ýmis vandamál, sem snerta hegöun nemenda og ástand þeirra, yröu Nánari samvinna foreldra og skóla getur létt byrði af báðum aðilum fara þar fram. En hvaö þarf til að svo megi veröa? Ærlegar athugasemdir Fyrir nokkru var I sjónvarps- þætti rætt viö nemendur úr 9. bekk .i Réttarholtsskóla. Um- ræðuefniö voru sænsku þættirn- ir „Skóladagar”. Fæstir held ég að hafi áttaö sig á þvi hversu at- hugasemdir unglinganna um skólann voru ærlegar og skýrt fram settar. Þrátt fyrir afger- andi svör um flest mál skólan- um viökomandi voru þessir nemendur i raun jákvæöari en flestir fullorönir. Sem betur fer var þeim nokkuö niöri fyrir, og þeir voru sér vel meövitandi um ábyrgö sina sem fulltrúar heils árgangs islenskrar æsku. Fólk áttar sig ef til vill ekki á þvi hvers konar átak það er fyrir 15- 16 ára ungling að sitja frammi fyrir alþjóð og tala opinskátt um reynslu sina i þeim skóla þar sem hann mætir til náms klukk- an átta næsta morgun. Hér veröur ekki vikið aö þeim þáttum reynslu þessara nem- enda, sem snerta nám og náms- efni, heldur rætt örlitiö um þaö, sem aö félagslegu hliöinni snýr, og haft þá i huga, hvað fariö haföi á milli þeirra fullorönu, er umræöur höföu átt um sama efni skömmu áöur. Samvinna skóla og heimila Ef skólinn er sú uppeldis- stofnun, sem á aö geta tekið að verulegu leyti viö skyldum heimila, þar sem sumir halda fram aö foreldrar séu sifellt skemmri tima innandyra, þarf starfsaðstaða kennara og nem- enda i honum að breytast til mikilla rauna. Vinnudagur nemandans á skyldunámsstigi þarf þá að vera I skólanum, sem aö sinu leyti veröur aö búa kennara undir aö gegna aöhluta til móöur- og föö- urhlutverki, auk fræðslu. Mér er ekki ljóst, hvort hægt er að veröa viö þessu. Þvi siður er mér ljóst, hvort það er æskilegt, þar sem ég hef ekki hingaö til getaö séö, aö skólastofnanir fái meö viöhlitandi hætti sinnt upp- eldi I sama skilningi og þaö fer fram á venjulegu heimili. Fólk getur og velt þvi fyrir sér, hvort þróunin eigi aö veröa sú, aö stofnanauppeldi barna komi i stað uppeldis á heimilum. En nánari samvinna foreldra og skóla á þessu sviði gæti létt nokkurri byrði af báöum. Grunnskólalögin nýju gera ráö fyrir slikri samvinnu i meiri mæli en áöur hefur verið, aö visu án sterkra ákvæöa. 1 um- ræöunum i sjónvarpinu kom öll- um, ungum sem eldri, saman um nauösyn slikrar samvinnu. Það var dálitiö erfiöara aö ákvaröa, hver ætti að hafa frumkvæöi. Þær efasemdir sýna veika stööu skólans i umhverfi sinu. Væri sú staöa ekki sterk- ari, ef þaö sama umhverfi, fólk- iö I hverfinu t.d., væri aö ein- hverju leyti ábyrgara fyrir skólanum og gangi mála i hon- um? Foreldrar þekkja of lítið til Þaö er einn höfuöókostur i samstarfi eöa samstarfsleysi skóla og heimila, hve litt for- eldrar eru kunnugir vinnu og vinnuaðstööu kennara. Ef ábyrgö foreldranna á skólanum yxi, yröi hægara um vik fyrir kennara aö gera sin viöhorf og starfsvettvang skiljanlegan for- eldrum, sem aö sinu leyti kynnu auöleystari án sérfræöingaaö- stoöar ef báöir aöilar, I skóla og á heimilum, hæfu um þau um- ræðu fyrr en nú vill oft verða. Virkur þáttur á hverju heimili Skólinn er óefað þýöingar- mesti þáttur i félagslegu upp- eldi barna og unglinga. Þar eignast maöur marga þá vini, sem tryggastir veröa ævina út. Eins og nú er ástatt, er erfitt fyrir skólann aö sinna þessum þætti á fullnægjandi hátt. Kenn- arar fá hvergi nauösynlegan undirbúning fyrir slikt i mennt- un sinni, daglegur starfstimi skóla gerir félagsstarf aö nokk- urri hornreglu, og misjafn skilningur er á þvi, að slikt starf kunni aö leiöa af sér nokk- urn kostnaö. Um starfsfræöslu gildir aö nokkru það sama. Þrátt fyrir ótaldar yfirlýsingar um nauösyn slikrar fræöslu i skólum, bæöi vegna nemenda og atvinnugreina, er henni ákaf- lega þröngur stakkur sniöinn, og skólanum raunar um megn aö sinna henni skipulega i nokkrum mæli innan ramma venjulegrar stundatöflu. Þó verður ekki séö, að hægt veröi aö komast fyrir happa — og glappaaöferð I vali unglinga i starfi meö öörum hætti en öflugu samstarfi skóla, foreldra og atvinnustétta. Hér hefur aöeins veriö tæpt á atriðum, sem fólki koma eflaust snemma i hug, þegar um skól- ann er rætt. Þau eru raunar gerð aö umtalsefni sem hluti I staö heildar, sem litil undir- strikun á þvi, hver þýðing skól- ans er og hvaöa þýöingu þaö hefur, aö hann sé virkur og þekktur þáttur á hverju heimili, sem viö hann tengist með ein- hverjum hætti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.