Vísir - 17.11.1977, Blaðsíða 24

Vísir - 17.11.1977, Blaðsíða 24
r VÍSIR ^ SANYO 20" litsjónvarpstœki frá sími 86611 r . Opiö virka daga til kl. 22.C GUNNARI ASGEIRSSYNI er vinningurinn í Sunnudaga kl. 18-22 smáauglýsingahappdrœtti Visis. DREGIÐ 21 NÓV. LANDRIS HELDUR ÁFRAM í MÝVATNSSVEIT: Boðar það gotf eða illt? ,,Menn eru ekki á einu máli um það hvort það boði gott eða illt að land- risið f ari upp f yrir þá hæð sem landið var i fyrir gosið í desember 1975", sagði Axel Björnsson jarðeðlisf ræðingur í sam- tali við Visi. Enn er allt rólegt á Kröflu- svæðinu. bar eru nú mjög fáir skjálftar og smáir og landris heldur áfram meö svipuðum hraða og verið hefur. Landhæö- in er nú orðin lik þvi og var fyrir gosið 1975. „Eftir því sem landið belgist meira út uppfyrir sina jafnvæg- ishæð, þvi meiri hætta er á stærra gosi”, sagði Axel. „Hins vegar er engin leið að sjá fyrir hvað verður. Einn möguleikinn er sá að umbrotin stöðvist, þar sem þrýstingurinn á aðstreym- isrás kvikunnar ofan frá eykst eftir þvi sem land ris hærra. bað er ekki gott að segja hvort að þvi er komið núna, en um- brotin virðast haga sér öðruvisi núna en áður”. Gott veður var i morgun i Mý- vatnssveit,. en undanfarna daga hefur verið þar skafrenningur og hrið. —SJ Stukku út úr bílnum ú ferð eftir mik- inn elt- Tilmœli dreifingardeildar Vísis til áskrifenda Hafið samband ef þið fáið ekki blaðið Nokkur brögð hafa veriö aö þvi, aö fólk, sem gerst hefur áskrif- endur aö Visi um leiö og þaö hefur sent gctraunaseðiiinn i áskrif- endagetrauninni til blaösins hafi verið oröiö óþolinmótt og kvartaö yfir hve seint það hefur fariö að fá blaðiö. 1 mörgum tilvikum hefur skýr- ingin verið sú, að seölarnir hafa verið lengur i pósti en fólk hefur gert ráð fyrir, og nokkur dæmi eru um að seðlarnir hafi enn ekki borist Visi úr póstinum, þegar þessir nýju áskrifendur hafa haft samband við blaðið. Einnig hafa komið i ljós aðrar ástæður fyrir þvi, aö nýir áskrif- endur hafa ekki komist jafn fljótt inn i áskriftarkerfi blaðsins og á- ætlað hafði verið. Visir biður vel- virðingar á þessum töfum, en hvetur jafnframt þá, sem gerst hafa áskrifendur undanfariö, annaö hvort simleiðis eöa i pósti til að hafa samband viö biaöiö þegar tveir til þrir dagar eru liðn- ir frá þvi að þeir gerðust áskrif- endur, — ef þeir hafa enn ekki fengið blaðið, þannig að hægt sé að gera viðeigandi ráöstafanir. Gifurleg fjölgun áskrifenda olli um tima nokkrum skipulags- vandræöum varðandi dreifing- una, en nú eiga þau vandamál að vera úrsögunni. En umfram allt, gamlir og nýir áskrifenduc hafið samband ef þið fáið ekki blaðið. Við sendum það strax heim til ingarleik Lögreglumenn i Hafnar- firði lentu í miklum elting- arleik við þrjá unga menn á fólksbíl í gærkvöldi. Eig- andi bílsins vissi ekki betur en bíllinn væri á verkstæði i Reykjavík á þessum tíma. Lögreglumennirnir urðu varir við Ijósablikk á Elliðavatnsvegi seint í gærkvöldi og ætluðu að at- huga hverju það sætti. Mættu þeir þá Cortinu og sýndist þeim nokkuð ungur maður við stýrið. Eltu þeir bílinn, en ökumaður gaf þá í, og um tíma var ekið á yf- ir hundrað km hraða. Eltu lögreglumennirnir bílinn út á Hafnarf jarðar- veg en siðan var snarbeygt inn Fíf uhvammsveg í Kópavogi. Þar var hægt á ferðinni, en þó Cortinan væri enn á ferð stukku út úr henni þrír menn, skildu allar hurðir eftir opnar og ók bíllinn áfram mann- laus. Lögreglan náði að stökkva inn í bílinn og stöðva hann áður en hann rann út af háum kanti. Mennirnir þrír sluppu hins vegar út í myrkrið. Mál þetta er i rannsókn. —EA Sjö sóttu um hjjá útvarpínu Sjö umsóknir bárust um stööu fjármálastjór Ríkisútvarpsins. Eftirtaldir sóttu um stööuna: Einar Sverrisson, stjórnarráðs- fulltrúi, Elias Gislason, við- skiptafræðingur, Guðmundur Björnsson, deildarstjóri, Gunn- laugur M. Sigmundsson, stjórn- arráðsfulltrúi, Hörður Vilhjálms- son, viðskiptafræðingur, Kjartan Trausti Sigurðsson, skrifstofu- stjóri og Ragnar Ólafsson, deildarstjóri. — ÓT Skíðamenn selja gamla dótið sitt! „Markaðir af þessari tegund eru alveg óþekktir hér á landi — en aftur á móti eru þeir vel þekktir erlendis og þá sérstak- lega i Bandarikjunum”. Þetta sagði Helgi Axelsson varaformaður skiöadeildar 1R er við spurðum hann um sér- stakan vetrarvörumarkað sem deildin verður með um helgina. „Það er vitað mál aö það er viða i geymslum og upp á háa- lofti notaðar og jafnvel ónotaöar vetrariþróttavörursem fólk veit ekki hvað þaö á aö gera viö” sagði Helgi. „Með þessum markaði leys- um við þann vanda þvi þar veröur hægt að koma notuðum vetrariþróttavörum i sann- gjarnt verð. Með orðinu vetrar- vörur er átt við ýmsar iþrdtta- vörur og má þar nefna skiði, all- an skiðabúnað skiðafatnað, hlifðarfatnað, skauta, snjósleða og margt margt annaö. Fyrir kaupendur opnast þarna nýjir möguleikar. Þeim gefst kostur á að kaupa notaða hiuti á góðu verði. Fyrir unglinga er þarna hægt aö fá sér stærri skiði eða skó — og um leið er hægt aö selja það sem þeir eru hættir að nota. Og fyrir þá sem hafa veigrað sér við aö iðka vetrariþróttir vegna stofnkostnaðar gefst þarna gull- iö tækifæri tilað fá ódýra hluti”. Helgi sagöi að þeir sem hefðu vetrarvörur sem þeir vildu losna við gætu komið með þær i Armúla 21 (simi 82340) i kvöld og annaö kvöld á milli kl. 20,00 og 23.00 og eftir kl. 10.00 á laugardagsmorguninn. Þar yrði tekið við þeim gegn vægu gjaldi og þeim komið fyrir þar til sjálfur markaðurinn hæf- ist en hann verður á laugardag ogsunnudag á sama stað á milli kl. 14.00 og 19.00. -klp- • - .. ■ .. Börnin stækka, en skiöin ekki, og þá er gott aö geta skipt. Rauði krossinn gefur sjúkrabíl Ragnheiöur Guðmundsdóttir iæknir. formaöur Reykjavikur- deildar Rauða kross lstands af- henti Gunnari Sigurðssyni varaslökkviliðsstjóra nýja sjúkraflutningabifreið I gær. Sjúkrabifreiðin kostar um þrjár og hálfa milljón fullbúin. Hún var innréttuð hér á landi en söluskattur og aðflutningsgjöld voru felld niður. Það er ekki nema eitt ár frá þvi Reykjavik- urdeildin gaf bifreið til sjúkra- flutninga og næsta verkefni er að fá nýjan hjartabil. Fyrsti billinn sem deildin safnaði fé fyrir var gefinn árið 1926. Rauöi krossinn sér um rekstur bilanna og helsta tekjulindin er Rauða kross kassarnir. en þeir standa að mestu undir kaupum og rekstri bilanna. Ragnheiður Guðmundsdóttir afhendir hér Gunnari Sigurössyni varaslökkviliösstjóra lyklana aö nýja sjúkrabilnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.