Vísir - 17.11.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 17.11.1977, Blaðsíða 5
vism Fimmtudagur 17. nóvember 1977 Mjótt á mununum mitti fhaldsffokksms og Verkamannafíokksins i einni af skoðana- könnun Gailups, sem birtist i breska blaðinu „Daily Telegraph” i morgun, kemur fram, að íhaldsflokkurinn njóti 3 1/2% meira fylgis en Verkamannaflokkur- inn. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess, að íhaldsflokkur- inn njóti stuðnings 45 1/2% kjós- enda, en Verkamannaflokkurinn 42%, frjálslyndir 8 1/2% og aðrir 4%. Gallup könnun i siðasta mánuði hafði gefið til kynna að stóru flokkarnir tveir væru hnifjafnir (með 45% hvor). Könnunin sýndi að þessu sinni, að þriðjungur þeirra, sem spurðir voru, töldu verðbólguna aðal- vanda rikisstjórnarinnar, en margir töldu vinnudeilurnar ganga verðbólgunni næst. 1 sið- asta mánuði hafði fólk mestar áhyggjur af verðbólgunni, siðan atvinnuleysi og svo vinnudeilum. Breska blaðið „Daily Mail” birtir i morgun niðurstöður ann- arrar könnunar, sem bendir hins vegar til þess að Verkamanna- flokkurinn hafi heldur unnið á frá þvi i siðasta mánuði. Niður- stöður Daily Mail sýna báða flokkana jafna með 45% fylgi, meðan könnun blaðsins i siðasta mánuði sýndi að íhaldsflokkur- inn naut 2,6% meira fylgis. Fá Skotland Anna prins- essa og sonurínn Anna Bretaprinsessa, sem eignaðist son i fyrradag, kann að fá heimfararleyfi af fæð- ingardeildinni i dag, en bæði barn og móðir eru hin hress- ustu. Hún fékk sinar fyrstu heim- soknir i gær á barnssængina. Anna prinsessa f „mæðrakjól” i sumar Rúmlega 70 þátttakendur frá jafnmörgum löndum munu i dag sýna sig dómendum i sundfötum og kvöldkjólum, áður en gengið verður til atkvæða. eftir fylgja, áður en keppnin hefst i dag. bessi samkeppni fór meira og minna öll úr skorðum i fyrra þeg- ar niu lönd kipptu sinum fulltrú- um út úr keppninni til þess að mótmæla stefnu Suður-Afrfku- stjórnar i kynþáttamálum. S- Afrika hafði þá sent tvo fulltrúa, annan hvitan og hinn blakkan, en sendir einn að þessu sinni, ljós- hærða hvita mey. Hœtta í fegurðarkeppn- imú vegna Suður-Afríku Ungfrú Brasilia og ungfrú I býskaland voru taldar langlik- legastar til sigurs I fegurðarsam- | keppninni, „Miss World”, sem stendur nú yfir i London. Fegurðargyðjur þriggja landa, j Indlands, Indónesiu og Filipseyja drógu sig út úr keppninni I gær, | vegna þátttöku fulltrúa Suður- Afriku. Kviða aðstandendur keppninnar þvi, að fleiri muni á SMJORSVINDL IÐ HJÁ EBE Olav Gundelach/ sem við þekkjum af samningaviðræðum hans fyrir hönd EBE um fisk- veiðiheimildir i landhelgi íslands/ sakaði í gær ítal- iu um að sýna ekki sam- vinnu i svindlrannsókn varðandi smjör sem selt er til Sovétríkjanna. Kvaðst hann hugsanlega neyðast til þess að beita itölsk stjórnvöld hörðu. Á Evrópuþinginu sagði Gundelach aðspurður i gær, að hluti „smjörfjallsins”, sem selt var ódýrt til Sovétrikjanna fyrir tveimur árum hefði komist aft- ur inn á markað Efnahags- bandalagsins, án þess að greiddur væri af þvi tollur eða niðurgreiðslum skilað. „betta er augljóst svindl,” sagði Gundelach. Hann sagði, að óþekkt magn af smjörinu hefði verið flutt aft- ur inn i EBE i gegnum Rotter- dam og ttaliu en rannsókn hans á þessu svindli „hefði verið hömluð af skorti á samvinnu it- alskra yfirvalda”. EBE-hafði gripið til þess, þegar smjörfjallið fór upp úr öllu valdi (eftir að bændum var tryggt lágmarksverð fyrir smjörframleiðsluna), að selja þúsundir smálesta af smjörinu til Sovétrikjanna á verði, sem var langt undir búðarverði i EBE-löndunum. — betta smjör hefur fundið sér leið aftur inn á EBE-markaðinn og undirbýður EBE i verði. og Wales sín eigin þing? Neðri málstofa breska þingsins samþykkti að senda tii nefndar stjórn- arfrumvarp, sem gerir ráð fyrir nýju kjörþingi fyrir Wales en enn er eftir að greiða atkvæði um takmörkun um- ræðna við frumvarpið. Samþykkt var með 295 atkvæð- um gegn 264 að senda frumvarpið til athugunar i nefnd. bessi 31 át- kvæða munur er nákvæmlega sá meirihluti sem stjórnin hefur I neðri málstofunni. Annað frumvarp um svipað þing fyrir Skotland liggur einnig fyrir þinginu. bykir hætta á þvi, að þessi tvö frumvörp dagi uþp á þingi ef stjórnarliðið nær ekki aö jfá aukinn meirihluta fyrir þvi |að takmarka umræður um þau. bannig fór einmitt fyrr á árinu, þegar samskonar frumvörp voru lögð fyrir þingið. ! Tillögurnar fela i sér, að sett verði á laggirnar þing I Edinborg og i Cardiff, sem fjalli um ýmis Iheimastjórnarmál eins og mennt- !un og húsnæðismál. Efnt veröur Itil þjóðaratkvæðagreiðslu i Skot- jlandi og Wales, áður en afráðið 'verður hvort þessi þing verða istofnuð. Blý og barneignir Einn af fremstu liffræðing- um Breta telur, að aukning barneigna i Bretlandi og Bandarikjunum kunni að eiga rætur sinar að rekja til minnk- andi blýmengunar i andrúms- lofti. William Lyster sagði frétta- manni Reuters, að siðustu sex vikur hefðu Barneignir I Eng- landi og Wales aukist um 3,6% og I London, þar sem blý- mengunin var hvað verst, hefur hún aukist um 6,3%. bað er rúmir niu mánuðir, siðan stjórnin fyrirskipaði, að dregið skyldi úr blýmagni i bensini. Nokkrar fegurðardisir i ,,Miss World”-keppninni, sem stendur nú yfir í London.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.