Vísir - 09.12.1977, Side 10

Vísir - 09.12.1977, Side 10
10 Föstudagur 9. desember 1977 VÍSIR utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdarstjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson (ábm) olafur Ragnarsson Ritstjornarfulltrui: Bragi Gudmundsson. Umsjon með Helgarblaði: Árni Þórarinsson. Fréttastjori erlendra frétta: Guömundur Pétursson. Blaðamenn: Edda Andrésdöttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jonina Michaelsdottir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdottir, Sæmundur Guðvinsson. iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson. utlit og hönnun: Jon Oskar Hafsteinsson, Magnus Olafsson. Auglvsinga og sölustjóri: Páll Slefansson. Dreifingarstjóri: Sigurður R Petursson. Auglysingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjorn: Siðumula 14. Simi 8661 1 (7 linur) Askriftargjald kr. 1500 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 80 eintakið. Prentun: Blaðaprent. Prófkjör eða verðbólga? Með nokkrum sanni má segja að nú fyrst hafi próf- kosningar orðiðað veruleika ííslensku stjórnmálalífi. Að vísu hafa slikar kosningar farið fram áður í litlum mæli. En verulega stór hluti frambjóðenda er nú fyrst valinn i misjafnlega opnum prófkosningum. Áður fyrr voru framboð ákveðin af sérstökum kjör- nefndum og fulltrúasamkomum í flokkunum. Innsti hringur valdaaðila í hverjum flokki réði þá framboðum að mestu leyti. Um leið viðgekkst að raða mönnum á framboðslista eftir ákveðnum formúlum, sem byggðust að mestu á stéttaskiptingu og kyngreiningu. í lok síðasta áratugs kom fram krafa um að opna þetta kerfi og var ekki vanþörf á. Sjálfstæðisf lokkurinn reið á vaðið í borgarstjórnarkosningunum 1970, en Alþýðu- f lokkurinn hefur einn sett fastar reglur um prófkosning- ar, sem gilda um val frambjóðenda í öllum kjördæmum. Framsóknarflokkurinn hefur einnig í nokkrum kjör- dæmum prófkosningar meðal flokksmanna og Alþýðu- bandalagið í einu kjördæmi. Valdið til þess að velja frambjóðendur hefur þannig verið tekið úr höndum innsta hrings i flokkunum. Það hefur haft nokkrar breytingar í för með sér. M.a. er ekki lengur unnt að búa til framboðslista eftir ákveðnum for- múlum eins og áður var. Þetta hefur bæði kosti og galla. Gagnrýnin, sem fram hefur verið sett á prófkjörin í Ijósi fenginnar reynslu, er aðallega tvenns konar. I fyrsta lagi er þvi haldið fram, að þau leiði til yfirborðs- mennsku í stjórnmálum. I öðru lagi er það trú sumra, að um of hafi boríð á amerískri sölumennsku þannig að þingmannsefni séu nú seld kjósendum rétt eins og lág- freyðandi þvottaduft. Það er rétt, að i stjórnmálum hefur gætt of mikillar yfirborðsmennsku á síðari árum. En þegar betur er að gáð, verður ekki sagt, að prófkosningarnar hafi valdið þvi eða breytt miklu i þeim efnum. Ekki verður heldur sagt, að þeir þingmenn, sem fyrirfram vissu að þeir áttu undir prófkosningar að sækja, hafi ástundað meiri aug- lýsingamennsku en aðrir. Þó að ástæða geti verið til þess fyrir f lokkana að setja frambjóðendum ákveðnar reglur eða takmörk, verður ekki á það fallist að hér hafi átt sér stað óeðlileg sölu- mennska með frambjóðendur. Ekkert er eðlilegra en þeir kynni sín sjónarmið og komi út á meðal fólksins. En að þessu leyti eru vissulega fyrir hendi hættur, sem þó á aö vera unnt að varast. Kjarni málsins er sá, að hér hefur verið fundin lýð- ræðisleg leið til þess að velja frambjóðendur. Kjósendur i prófkosningum geta hins vegar ekki valið betri eða verri menn en gefa kost á sér og úrslitin hljóta að vera í samræmi við það. Álitaefni getur verið, hvort prófkjörin fæli velhæfa menn frá þátttöku i stjórnmálum. Ugglaust eru til dæmi þar um. En hafa ber i huga i þvi sambandi, að þess var farið að gæta áður en prófkosningar urðu svo almennar, sem raun hefur orðið á, að menn gerðust fráhverfir stjórnmálastarfsemi. Það er ekkert nýtt upp á teningn- um að þessu leyti heldur, sem öðru fremur má rekja til prófkosninga. Lýðskrumið stendur hvorki né fellur með einu kerfi fremur en öðru. Yfirleitt eru það aðrar aðstæður, sem ráða þvi, hvort það blómstrar. Þvi er ekki að leyna, að i þjóðfélaginu ríkir hálfgert upplausnarástand og við slík- ar aðstæður ber meir á lýðskrumi og yfirborðsmennsku en í annan tíma. En rætur þessarar upplausnar liggja miklu fremur i ringulreiðarverðbólgu, sem brenglað hefur allt verð- mætamat jafnvel hjá skynsamasta fólki. Og það er rétt, sem bent hef ur verið á, að við getum verið að súpa seyðið af þessum aðstæðum næstu áratugi. Það er vissulega umhugsunarefni. Lestur - Orðaf orði -H Flestir þekkja ævintýr- in um Hans og Grétu og Stigvélaða köttinn og er því óþarfi að rekja efni þeirra. Sögur þessar hafa verið sagðar og lesnar um áraraðir og sífellt komið út í nýjum útgáfum. Bókaútgáfan Orn og Orlygur h/f gefur nii þessi ævintýri út i svokölluðu hringbókarformi, þar sem eigendur eða notendur geta hnýtt spjöldin saman og skoðað myndirnar eins og væru þau leiksvið og jafnvel hengt bækurnar upp og látið þær hanga opnar. Myndirnar eru vel gerðar og bækurnar i vönduðu bandi. Þær eru vel til þess fallnar að auka og örva imyndunarafl barnanna og vekja margar spurningar sem börnin þurfa að fá svör við. Þær eru greinilega ætlaðar yngstu kynslóðinni og verður þvi að lesa þær upphátt fyrir börnin — og er það sameiginlegt öllum þeim bókum sem minnst er á i upphafi greinarinnar.. Barnabœkur sifellt æðisgengnara og krafan um aukin afköst vex stöðugt er mikil hætta á, að þessi þáttur uppeldisins gleymist um of, jafnvel svo alvarlega, að 11-13 ára unglingar þekkja ekki nöfn- in á þumalfingrinum á sér og kunna varla stafrófið eins og kom fram i norskri könnun, sem gerð var i úthverfi Osló borgar fyrir um það bil þremur árum! Vandað efni fyrir börn Oft heyrum við sagt, þegar um er að ræða efni fyrir börn: ,,Æ, það þarf ekki að vera svo merkilegt. Hann er aðeins fimm ára, drengurinn!” — ,,Það má alls ekki kosta mikið. Þetta er „Allt í lagi að velja hvað sem er fyrir yngstu börn- in"! Þórir S. Guðbergsson, félagsróðgjafi. Stígvélaði kötturinn - Hans og Gréta - Þegar ég verð stór • Súsanna fer í frí - Af stað - Dagur svínafjölskildunnar - Kiddi köttur fer til borgarinnar - Litla leikjabókin - Þýðandi sex siðasttöldu Ibókanna er Gyða Ragnarsdóttir Margir halda, að það sé mun áuðveldara að velja bækur eftir þvi sem börnin eru yngri og er þvi oft kastað til þess höndun- um. Oft eru ungum börnum fengnar i hendur bækur og blöð sem þau eiga að fletta og skoða, og þau látin eiga sig að öðru leyti. Málþroski barna er mikilvæg- ur þáttur fyrir sköpun og mótun persónuleika þeirra. Þess vegna er það mikilvægara en margur hefur gert sér grein fyrir að lesa fyrir börn og ræða við þau um efni bókanna. útskýra orð og orðasambönd, sem þau skilja ekki. í iðnaðarþjóðfélagi þar sem kapphlaupið við timann verður aðeins fyrir börn.” — „Bara einhverja einfalda og ódýra bók, takk. Hún er bara þriggja ára og óttaleg jarðýta! ” o.s.frv. Ef við viljum börnum okkar vel, ættum við að kosta kapps um að vanda það efni sem við berum á borð fyrir þau. Það er sjálfsagt að hafa þetta þrennt i huga, þegar við veljum bækur Fyrir ekki löngu kom sá kvittur upp i iandinu að skáldsagan væri dauð, eða um það bil að deyja. Ilöfundar voru spurðir að þessu i blöðum og urðu undrandi, þótt þeir reyndu að svara einhverri vitleysu upp á stundina af al- þekktri kurteisi við fjölmiðla. Sfð- an hefur skáldsagan á lslandi stöðugt verið að hressast og á þessari jólaföstu er svo komið, að við, fátæklegir lesendur, höfum varla við að lesa, enda skipta inn- lendu skáldsögurnar f ár allt aö þvi tugum. Eftir þvi sem maður veit best þá er þessu einnig svona varið a.m.k. i nærliggjandi lönd- um. Þar er ekkert lát á skáldsög- um, sem þykja svo álitleg fjár- festing að þær fást gefnar út. ENDUR- HOLDGUN Hvaö kom fyrir hana? Þegar ljóst er orðið að skáld- sögunni er ætlað lengra lif fara lesendur eðlilega að velta þvi fyrir sér hvað hafi komið fyrir hana, og hvers vegna ekkert varð úr dauöa hennar hafi hún á annað borð verið lögzt banaleguna. Um það leyti sem henni var lesinn dánarpistillinn voru vissir þættir hennar komnir að niðurlotum, eins og t.d. sú tegund skáldsagna sem var mestanpart skrifuð án teljandi jarðsambands. Er þá átt við það, að hún hafi ekki haft önnur tengsl við mannlifið en hinn tilfinningalega uppdikt höfundar, sem var mjög misjafnlega spenn-' andi i augum lesandans. Þegar þessi grein skáldsögunnar hafði verið skrifuð út, brá hún sér bara i annað liki, unz svo fór að höf- undar settu henni stað i öllum þeim raunveruleika, sem þeir voru menn til. Með því móti fékk skáldsagan heimildarlegan blæ i mikið rikari og almennari mæli en áður, og i þvi meginformi lifir hún i dag við hlið skáldskapar- lausra bóka af þeirri tegund sem mjög eru vinsælar og fjalla um góða ræðara um aldamótin, lang- ar og miklar yfirsetur yfir lömb- um, jólahald i baðstofum og barn- eignir presta. Skáldskapur og sagnfræði 1 fyrstu hefði mátt á lita að heimildarskáldsögur, eins og þær eru farnar að tiðkast hér, eða skáldsögur, þar sem látið er svo að þær byggi á drjúgum heimild- um, væru næstum sérislenzkt fyrirbæri, sem byggði á aðferð höfunda Islendingasagna. Þessu er þó ekki þannig farið. Þessi söguaðferð hefur alltaf verið til. Gott dæmi um hana er bandarisk skáldsaga, sem Almenna bókafé- lagið gefur út fyrir þessi jól, og nefnist Ragtime, og er eftir höf- und að nafni Doctorow. útgáfan hefur sýnilega hætt við að reyna að láta þýða heiti bókarinnar, sem ber nafn af sérlegri

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.