Vísir - 09.12.1977, Síða 27

Vísir - 09.12.1977, Síða 27
VISTR Föstudagur 9. desember 1977 C 31 Hringiðisíma 86611 milli klukkan 13 og 15 eða skrifið til Vísis Síðumúla 14, Reykjavík. ) Enginn meistarí ■enginn ábyrgur? Hreinn Þorvaldsson, byggingastjóri Mosfellshrepps skrifar: Meistaraskyldan ekki afnumin Það var einnig minnst á hið nýja frumvarp að byggingarlög um, þar sem gert er ráð fyrir starfi byggingarstjóra viö mann- virkjagerð. Mosfellshreppur hef- ur tekið þetta upp og það fyrir nokkrum árum. Það hefur ein- ungis verið notað við byggingar hreppsins. Þá eru meistarar ráðnir hver i sinu fagi. Starf byggingastjórans er að samræma allar framkvæmdir og skipuleggja starfið við bygging- una frá grunni til loka verksins. Hreppurinn hefur lokið tveimur stórframkvæmdum þ.á.m. iþróttahúsi, á þennan hátt og báð- ar hafa reynst langt undir kostn- aðaráætlun. Það er minn skiln- ingur, að ekki sé ætlunin með þessu nýja frumvarpi, að afnema meistaraskylduna, enda séu meistarar ábyrgir hver fyrir sin- um verkþætti. Ég álit þvi, að byggingastjóra ætti að ráða við öll stærri mannvirki en ekki við byggingu ibúðarhúsa. Þar yrði þeim ofaukið og meistaraskyldan nægði. Það er þvi langt frá þvi, aö hinu nýja frumvarpi til bygg- ingarlaga sé ætlað að afnema meistaraskylduna. Hreinn Þorvaldsson. Eg get ekki orða bundist eftir að hafa lesið grein þá sem birtist i Visi i gær og bar heitið: Hat- römm deila i Mosfellssveit, Byggingameistararnir snið- gengnir. Eg tel mig vera kunnugan mál- inu þar eð ég var byggingafulltrúi i hreppnum um 10 ára skeið eða til ársins 1974, er ég varö bygg- ingastjóri hreppsins. Fúskarar fæddu af sér byggingarfélög Aðdragandi þessa máls er sá, að á árunum fram til 1970 var litiö um nýbyggingar i Mosfells- hreppi. Mjög fáir meistarar I byggingaiðnaði áttu hér heima og byggjendur höfðu ekki tök á þvi að ráða sér meistara annars stað- ar frá. Þvi má segja að starf mitt á þessum árum hafi verið ráðgjafastarf öðru fremur, jafn- framt þvi að annast úttektir járna o.fl. sem felst i starfi bygginga- fulltrúa hreppsins. Þar af leiddi, að ekki þótti ástæða til þess að hafa meistara á húsum, fremur en i öðrum sveitum og þorpum. Eftir 1970 varð gifurleg aukning byggingaframkvæmda. Hrepps- nefnd úthlutaði fjölda lóða bygg ingamenn og braskarar fengu byr undir báða vængi. Engin meist- araskylda var á staðnum, hver sem var gat byggt. Sumir fengu margar lóðir jafnvel 10-20 hver. Fúskarar fæddu af sér bygginga- félög og hús gengu kaupum og sölum. Hugleiðið aðstöðu bygg- ingafulltrúa sem kemur á stað- inn, enginn meistari, enginn ábyrgur. Engin tilviljun að Sæberg sé á móti meist- araskyldu 1 áðurnefndri grein er þvi hald- ið fram, að með núverandi fyrir- komulagi, þ.e. engin meistara- skylda, sparist geysilegar fjár- hæðir allt að 40% af kostnaðar- verði húss. Mér er það til efs, að þessi útreikningur sé réttur, þar eð meistaraþóknun reiknast aðeins á vinnulaun, sem lauslega má áætla u.þ.b. helming kostn- aðar fullgerðs húss. Þar sem meistaraskylda er ekki i Mosfellshreppi, er þá ekki Til hóbor- innar skammar Pétur skrifar: Það er nú til háborinnar skammar að sýna aðra eins biómynd og sýnd var laugar- daginn þann 3.12. Þessi mynd var i alla staði frámunalega leiöinleg og óskemmtileg og þar að auki var hún mjög sundurlaus. Ef sjónvarpið getur ekki valið skárri myndir en þessa til sýninga, þá er það illa á vegi statt. Og iþróttaþættirnir mættu lika vera fjölbreyttari, t.d. sýna meira um bila og mótor- hjól. Ég verð þó að fagna þvi að myndaseríurnar sem koma frá Sænska sjónvarpinu skulu komnar aftur þvi þær eru ljómandi skemmtilegar. eðlilegt aö álita að verö húsa þar sé 30-40% lægra en annars staðar á Stór-Reykjavikursvæðinu þar sem meistaraskylda er i fram- kvæmd. Jú vissulega væri það rökrétt ályktun, en svo er ekki. Hver sem er getur sannreynt það, með þvi að bera saman verð hjá fasteignasölum. Þvi spyr ég, hvert fara þessi 30-40%? Hver hagnast á því að meistaraskyldan hefur ekki kom- ist á? Eru þaö þeir sem byggja og selja? Það er engin tilviljun aö Sæberg Þórðarson einn hrepps- nefndarmanna sem vitnað er til i áðurnefndri grein, sé á móti meistaraskyldu i Mosfellshreppi. Hann hefur um árabil staðið að byggingafélagi sem fengið hefur hverja lóðina af annarri og byggt og selt án meistarasamþykktar. Ég læt þetta nægja um þennan hluta greinarinnar en vonast til, að hreppsnefnd endurskoði af- stöðu sina. Bifreiðaeigendur athugið Við lagfærum hemla á öllum gerðum bif- reiða. 17 ára starfsreynsla tryggir yður góða þjónustu. Framkvæmum ennfremur almennar viðgerðir, ef óskað er. Höfum ávallt fyrirliggjandi hemlahluti i allar gerðir ameriskra bifreiða á mjög hag- stæðu verði. STILLJNG HF.“n 31340-82740 TtCavpmenn- OCaupJélöq jólaumbúöapappír í 40 CM OG 57 CM BREEÐUM ROLLUM ER FYRIRLIGGJANDI. 'Fclaqsprcntsmidjan SPÍTALASTÍG 10, SÍMI 11640 JSnilínprent HOFI, SELTJARNARNESI, SÍMI 15976. MONSIEUR LANVIN Herrasnyrtivörur Rakorostofan FIGARO Póstsendum Iðnaðarhúsinu Hallveigastig 1. Simi 15434.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.