Vísir - 12.12.1977, Síða 19
Mánudagur 12. desember 1977
19
I
•1
//Jö/ eg
er að
fara heim"
,,Já ég er aö fara heim”,
svaraöi ég einhverjum ókunn-
ugum Islendingi, sem spuröi
m ig þeirrar spurningar hvort ég
væri á heímleiö er ég var aö
fara upp i flugvélina tð tslands
á dögunum” sagöi Tony Knapp,
fyrrverandi landsliösþjálfari
okkar er viö ræddum viö hann i
gær, en Knapp hefur veriö hér
„heima” i stuttu frii aö undan-
förnu.
Knapp hefuri veturunniö sem
þjálfari hjá 1. deildarliöi Nor-
wich, en er nú kominn i frí frá
þvi starfi. Hann hélt utan til
Englands i morgun en reiknar
meö að koma „heim” aftur um
jólin. Siöan heldur kappinn til
Noregs þarsem hann tekur viö
þjálfun hjá 1. deildarliöi Vikings
i Stafangri I jan. Við spurðum
Knapp fyrst að þvi hvernig hon-
um litist á riðil þann sem Island
er i i Evrópukeppni landsliða.
— Auðvitað verður þetta erfitt
I forkeppni Evrópukeppninnar,
en þetta hefur verið erfitt
undanfarin ár. Þrátt fyrir það
held ég að næsta ár verði mun
auðveldara en mörg undanfarin
ár” sagði Knapp. Við eigum aö
sigra lið Sviss i forkeppninni,
þeireruekkimeðgottlið.Þá tel
ég að við eigum að hafa góða
möguleika gegn A-Þjóöverjum.
Þeir eru nú að byggja upp nytt
lið hjá sér vegna þess að þeir
komust ekki i Urslit HM og ég tel
að þeir séu slakari en þeir voru
þegar viö tókum af þeim stig i
Magdeburg og sigruðum þá hér
heima. Þar af leiðandi tel ég
að ísland eigi að hafa góöa
möguleika gegn þeim. Við tók-
um þrjú stig af þeim þegar ég
var með liðið, og það á að takast
aö sigra þá núna þegar þeir eru
með slakara liö en þá, en þið
hinsvegar með sterkara lið.
Hollendingar verða i sérflokki
i þessum riðli og verða varla
sigraðir. Þá verða Pólverjar
einnig sterkir, en þeir eru á
mikilli uppleið. En knattspyrn-
an á íslandi er komin á það stig
aö islenska landsliðið getur
gengið til leiks gegn hvaða þjóð
sem er, óhrætt, og menn eru
farnir að taka islenska lands-
liðið alvarlega. Við höfum
undanfarin ár leikið gegn mörg-
um sterkustu liðum Evrópu og
staðið okkurvel, ogég hef mikla
trú á islenskri knattspyrnu. Þaö
eru margir ungir góöir leik-
menn að koma inn i landsliðið
núna, og ég get nefnt nöfn eins
ogAtla Eðvaldsson, Janus Guð-
laugsson sem ég tel vera mesta
efni i islenskri knattspyrnu, Al-
bert Guömundsson, Guðmund
Þorbjörnsson, Magnús Bergs,
Róbert Agnarsson og áfram
mætti telja.
Hvernig list þér á ráðningu
Youri Ilitchev sem landsliös-
þjálfara ef af verður?
- SAGÐI
TONY KNAPP
VII)
ÍSLENSKAN ,
FERÐALANG I
FLUGVÉLINNI
FRÁ
GLASGOW TIL
ÍSLANDS
Á DÖGUNUM
— Ég vil fyrstsegja það að sá
sem tekur við minu starfi sem
landsliösþjálfarier heppinn, þvi
þaö er búiö að vinna mikið starf
undanfarin f jögur ár, og nú er
baraað byggjaofaná, búið er að
byggja grunninn ef svo mætti
segja.
Ég held, að Youri sé besti
maðurinn sem KSÍ getur fengið
af þeim mönnumsem hafa verið
hér á landi undanfarin ár. Hann
hefur náö góðum árangri meö
Val, en það er aö visu sú spurn-
ing fyrir hendi hvort hann geti
gert það sama með landsliöið.
Vaiur og Akranes stóðu sig illa i
Evrópukeppni félagsliða i haust
gegn slökum liðum, og islenska
landsliöið á fyrir höndum eriíða
leiki i Evrópukeppninni.
Ég vildi bara segja það að
lokum að ég heföi gjarnan viljaö
vera hér áfram, framtið is-
lenskrar knattspyrnu er björt,
og ég mun fylgjast með islenska
landsliðinu, þeireru allir saman
vinir mínir, strákarnir, og ég
vona að þeir standi sig jafnvel i
framtiöinni sem hingað til —
vonandi betur.
gk-
4