Vísir - 04.01.1978, Blaðsíða 1

Vísir - 04.01.1978, Blaðsíða 1
Endar einvígi aldarinnar á uppboði skiptaráðanda? _ orfAcrafi caríJKi í oomfoli iriK \7ic deilt er um eignaréttinn á myndsegulböndunum frá einvígi Fischers og Spasskys „Myndsegulbandsspólurnar frá einvfgi þeirra Fischers og Spasskys eru ekki si&ur eign Skáksambands islands en Iön- tækni og við höfum gert skipta- rábanda grein fyrir þvf máli”, sagði Einar S. Einarsson, forseti skáksambandsins, I samtali við Vfsi. Eins og fram kom I frétt Visis i gær er skiptum ekki lokiö f þrotabUi Iðntækni sem lýst var gjaldþrota á sföasta ári. i vörslu skiptaráðanda eru myndsegul bandsspólur frá „einvigi aldar- innar” f Laugardalshöll. Bandarikjamaðurinn Chester Fox fékk á sinum tfma einkarétt til að kvikmynda einvigið, en eftir þriðju skákina var kvikmyndatöku hætt. Þá var sú ákvörbun tekin af stjórn skáksambandsins og Iðn- tækni, sem setti upp tækjabún- aðinn, að taka á myndsegulband myndir frá tveimur kvik- myndatökuvélum er voru fyrir aftan sýningarskerm er sýndi nærmyndir af skákmönnunum. Fox hefur aldrei greitt kostnað vegna myndatökunnar og hafa spólurnar verið í vörslu Iðn- tækni. Einar sagði að Skáksamband Isl. heföi haft sjónvarpsupp- tökuvélarnar á leigu, sem not- aðar voru, en Iðntækni átt myndsegulbandið. Kvaðst Ein- ar vona að hagsmuna skáksam- bandsins væri gætt f þessu máli og taldi hann einsýnt að Chester Fox ætti ekkert tilkall til spól- anna lengur. Sigurður M. Helgason borg- arfógeti sagði I samtali viö Visi að eignarrétturinn á myndseg- ulböndunum væri óútkljáð mál. Iðntækni hefði annast mynda- tökuna fyrir Fox sem sföan hefði ekki staðið viö sitt. Ef svo færi að spólurnar væru eign Iön- tækni yrði reynt að koma þeim I verð, innanlands eða utan. Þá kvaöst Siguröur vilja taka fram, aö launakröfur I þrotabú Iðntækni væru lægri en hann hefði talið og næmu þær samtals nær 15 milljónum. —SG > ' KVIKNAÐI í ÚT FRÁ GASTÆKJUM Eldur kom upp f bátnum Helgu Guðmundsdóttur BA 77, sem var við löndunarbryggj- una I örfirisey i gærdag. Kviknaði I Ut frá gastækjum rétt eftir klukkan hálf þrjú í gærdag og komst eldurinn f klæöningu I efra þilfari. Tókst að slökkva eldinn strax og urðu litlar skemmdir. — EA ,/Viltu skipta á þessari og þessari?"— Nú er það ekki lengur kók og prins póló sem krakkar sækjast helst eftir i sjoppunum, heldur myndir af Abba. Og svo er prúttað og skipst á og reynt að eign- ast seríu. Á blaðsíðu 2 f Vísi í dag er nánar greint frá Abba-æðinu og á morgun hefst ný teikni- myndasaga um Abba í Vísi. Visismynd JA r Enn allt í óvissu um ákvörðun fiskverðs: Fœr fiskvinnslan sérstaka aðstoð? Enn er allt i óvissu um fisk- verðsákvörðunina, en sjómenn og útgerðarmenn fara fram á verulega hækkun fiskverðs. Fiskkaupendur teija sig hins vegar ekki geta greitt hærra fiskverö nema til komi sérstak- ar ráðstafanir af hálfu rikis- L____ valdsins. Svo sem kunnugt er hafa for- svarsmenn - frystihúsanna lýst þvi yfir, að um áramót blasi við 4.500 til 5.000 milljón króna halli á frystihúsunum á árinu. Hvert eitt prósent, sem fiskverð kann að hækka um, mun svo auka Ut- gjöld frystihúsanna um 200 milljónir króna. Frystihúsa- menn gera kröfu til þess, að rikisvaldið geri ráðstafanir fiskvinnslunni til aðstoðar. Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar, sem er oddamaður yfirnefndarinnar sem fjallar um almenna fisk- verðið, vildi ekkert um það segja, hvort einhverjar slikar ráðstafanir yrðu gerðar i sam- bandi við fiskverðsákvörðun. Nánar er fjallað um vanda fiskvinnslunnar i Fréttaauka Visis, sem er á blaðsiðum 10-11. — ESJ. Leitað aðkoni — Sást síðast við Þjórsá Strax I birtingu í morgun átti að hefjast leit aö konu sem siðast sást til við Þjórsá sibla dags i gær. Leitað var aö kon- unni fram ab miðnætti I nótt og stóð til ab fá þyrlu til að leita I birtingu i morgun. Sfðast sást til konunnar þar sem hún sat í bil rétt austan við Þjórsárbrúna. Var hún þá ein Ibilnum. A sjötta timanum Igær viröist hún hafa yfirgefiö bllinn og siðan hefur ekkert til hennar spurst. Var reynt aö leita eins og hægt var i gærkvöldi, en að- stæöur eru erfiöar til leitar og mikið krap er I Þjórsá. Lýst var eftir konunni I til- kynningum útvarps í gær- kvöldi. EAj /--------------N Hefur þú reynt að selja eitt- hvað meö aöstoð sntáauglýs- inga Visis? Þeir sem hafa reynt það undanfarin 67 ár eru á einu máli um að smá- augiýsing i Visi sé engin SMA-auglýsing. V ■ ___________) *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.