Vísir - 04.01.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 04.01.1978, Blaðsíða 5
5 Barneignir i Danmörku fóru niöur úr öllu valdi á siöasta ári. Voru skráöar 61.000 fæöingar á árinu, sem er jafn- vel lægra en i kreppunni miklu 1933, þegar fæddust aöeins 63.000 börn i Danmörku. Áriö 1970 fæddust 75.000 börn i Danmörku,. en siöan hefur barneignum fækkaö ár frá ári og voru ekki nema 65.000 áriö 1976. Sérfræöingar ætla, aö aukn- ar getnaöarvarnir valdi þess- ari þróun, en i og meö einnig mikiö atvinnuleysi og óöryggi i efnahagsmálum, sem leiöir af sér óvissa afkomu. manninum crffur Sovésk yfirvöld hafa til- kynnt/ að þau ætli innan tíðar að láta lausan breska námsmanninn Andrej Klymchuk/ sem hefur ver- ið í haldi hjá KGB, sovésku öryggislögreglunni, frá því i ágúst síðastliðnum. KGB skil- ar náms- Bameignum fœkkar í Danmörku Chirac sáramóðg- aður við Carter Borgarstjóri Parísar œtlar að hundsa forsetaheimsóknina, þar sem gleymd- ist að gera ráð fyrir innliti í ráðhúsið Jacques Chirac borgar- stjóri Parísar og leiðtogi Gaullista hótaði í gær- kvöldi að hann mundi sniðganga þær móttökur og veislur sem haldnar verða til heiðurs forseta- hjónum Bandaríkjanna í Frakklandsheimsókn þeirra í dag og á morgun. — Nema komið yrði ó einkafundi hans og Cart- ers forseta. Chirac borgarstjóri lét I ljós furöu sina og vonbrigöi viö Art- hur Hartman sendiherra USA i Paris, aö ekki skyldi gert ráð fyrir þvi i heimsókn Carters aö hann legði leið sina I ráðhús Parisar sem væri orðið viðtekin hefð i opinberum heimsóknum þjóöhöfðingja til Frakklands. Hinn voldugi leiðtogi Gaull- ista var ekki ýkja hrifinn af þvi að Carter forseti virtist ætla að sniðganga hann i heimsókninni. 1 yfirlýsingu sem Chirac gaf I gærkvöldi kvaðst hann vonast til að unnt væri að kippa þessari yfirsjón i lag. Bætti hann þvi við aö ella mundi borgarstjóri Parisar ekki láta sjá sig þar sem Carter forseti kæmi fram. Talsmenn bandariska sendi- ráðsins i Paris sögðust vonast til að unnt yrði aö koma I kring fundi þeirra Chiracs og Carters þessa tvo daga sem hann dvelst i Frakklandi. Chirac.leiðtogi stærsta flokks- ins I samsteypustjórn hægri- og miöfloki'.anna undir forystu Valery Giscard d’Estaing, for- seta, á að heita i oröi kveðnu aðalbandamaður D’Estaing. En frá þvi aö hann sagði af sér for- sætisráöherraembætti i ágúst 1976 i mótmælaskyni við stefnu D’Estaings forseta hefur hann tekiö upp æ sjálfstæðari stefnu. Nýlega olli hann D’Estaing for- seta rétt enn einum vonbrigðun- um, þegar hann neitaði fyrir hönd Gaullista að ganga til kosningasamstarfs til að bjóða kosningabandalagi vinstri flokkanna byrginn. Þótt Carter forseti hafi ekki gert ráð fyrir sérstökum fundi með Chirac ætlar hann hinsveg- Jacques Chirac, leiötogi Gaull- ista og borgarstjóri Parfsar, segist ekki láta bjóöa sér, að Carter brjóti hefðina. ar að hitta 'að máli Francois Mitterrand, leiðtoga sósialista. Mitterrand er talinn liklegastur til þess að verða forsætisráð- herra þeirrar stjórnar sem tæki við ef vinstri flokkarnir fara með sigur i kosningunum I mars. — A siðasta ári aflýsti Mitterrand heimsókn til Banda- rikjanna þegar ljóst varö að Carter mundi ekki sjá sér fært að veita honum viðtöku i Hvita húsinu. Carter forseti sem kemur til Parisar frá Aswan-flugvelli eft- ir viðræður við Sadat Egypta- landsforseta, mun eiga fjögurra klukkustunda fund með Frakk- landsforseta. Munu kjarnorku- málin vafalitið bera þar á góma. Unga manninum var gefið að sök, að hafa látið draga sig inn 1 andsovéskt atferli, og horfði i fyrstu til þess að hann yrði einnig sakaður um njósnir. Starfsmenn breska sendiráðs- ins I Moskvu skýrðu frá þvi I gær, að þeim hefði borist tilkynning yfirvalda um, að Klymchuk mundi verða um borð i sovéskri Aeroflot-þotu, sem flýgur venju- lega áætlunarferð til London, á morgun. Indira Gandhi hefur klofiö sig úr Kongressflokknum, sem rak hana og stuðningsmenn hennar i gær og bannar þeim aö bjóöa fram i nafni Kongressflokksins. Indíra rekin úr Kongressflokknum Indira Gandhi, fyrrum forsætisráðherra Indlands var í gær rekin úr Kon- gressflokknum, sem galt mikið afhroð í síðustu kosningum, eftir illa þokkaðar aðgerðir stjórnar Indíru. Með Indiru voru reknir úr flokknum allir þeir, sem sóttu útifundinn i fyrradag og sam- þykktu aö stofna sér flokksdeild um Indíru. Með þeim fundi var stigið til fulls skrefið til þess aö kljúfa Kongressflokkinn. Nokkrir flokkadrættir hafa ver- ið innan Kongressflokksins siðan hann lenti i stjórnarandstöðu eftir kosningarósigurinn sem batt énda á 30 ára samfellda stjórnar- setu hans. Brahamananda Reddi núver- andi leiötogi Kongressflokksins og flestir forvigismenn flokksins töldu að flokknum kæmi best, að Indíra Gandhi hefði sig sem minnst i frammi, meðan kjós- endur væru ekki búnir aö gleyma óþokka sinum á stjórn hennar. En i haust vann Indira að þvi öllum árum að ná aftur forystu flokks- ins. Þegar það heppnaðist ekki sagði hún sig i desember úr fram- kvæmdaráði flokksins. Reddi hefur skrifað landskjör- stjórn bréf þar sem hann lýsir þvi yfir að Indira sé ekki fulltrúi flokksins og geti ekki boðið sig fram i nafni hans. Leggur hann bann við þvi að hún noti flokks- táknin, (sem eru kálfur og kýr) sem eru nauösynlegt til þess að ná til ólæsra kjósenda. VÍSIR Félagsprentsmiðjunnar hf Spítalastíg 10 — Sími 11640

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.