Vísir - 04.01.1978, Blaðsíða 10
10
tiðvikudagur 4. janúar 1978 visir
VÍSIR
utgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdarstjóri: Davið Guðmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson (ábm)
Olafur Ragnarsson
Ritstjornarfulltrúi: Bragi Guðmundsson.
Umsjon með Helgarblaði: Arni Þorarinsson.
Frettastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson.
Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjon Arngrimsson,
Jonina Michaelsdottir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefansson, Oli Tynes,
Sigurveig Jonsdottir, Sæmundur Guðvinsson.
iþrottir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
L|osmyndir: Jens Alexandersson, Jon Einar Guðjonsson.
útlit og hönnun: Jon Oskar Hafsteinsson, Magnus Olafsson.
Áuglysinga- og sölustjóri: Pall Stefansson.
Dreifingarstjori: Siguröur R Petursson.
Auglysingar og skrifstof ur: Siðumula 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Ritstjorn: Siöumúla 14. Simi 8661 1 (7 linur)
Askriftargjald kr. 1500 a manuði innanlands.
Verð i lausasölu kr. 80 eintakið.
Prentun: Blaðaprent.
Hœgri og vinstri villur
Flest bendir til þess aö ringulreiðarverðbólgan verði
helsta hitamál kosninganna á þessu ári.Hún er i sjálfu
sér ekki nýtt kosningamál og kemur þvi ekki á óvart.
Á hinn bóginn verður áhugavert að fylgjast með því i
hvaða farveg umræðurnar um þetta höfuðvandamál
efnahagsstarfseminnar verða felldar að þessu sinni.
Eftirvæntingin er i þvi fólgin að sjá, hvort
stjórnmálaf lokkunum tekst að lyfta umræðunum upp
úr lágkúru þeirrar þrætubókar, sem stunduð hefur
veriö árum saman. I raun og veru hafa menn aldrei
komist af þvi stigi að saka hver annan um að bera
ábyrgð á verðbólgunni.
Dr. Þráinn Eggertsson hagfræðingur skrifar mjög
athyglisverða grein i Vísi síðastliðinn mánudag um
jafnvægisleysi og óstöðugleika í þjóðarbúskapnum.
Grein þessi er markvert framlag til málefnalegra
umræðna um þann vanda sem við er að etja i þessu
efni og af þeim sökum holl lesning fyrir marga
stjórnmálamenn.
Það er megineinkenni efnahagsstárfseminnar allan
þennan áratug eða frá 1971 að við höfum ekki beygt
okkur undir þau efnahagslegu takmörk sem okkur
hafa verið sett. Útgjöld þjóðarinnar hafa allan þennan
tíma farið fram úr þjóðartekjum. En hvers vegna?
i grein sinni bendir dr. Þráinn Eggertsson á þá
athyglisverðu staðreynd að einkaneysla hefur vaxið
með mjög svipuðum hraða og þjóðartekjurnar, en
miklu hægar en þjóðarútgjöldin. Hefðu aðrir útgjalda-
liðir þjóðarinnar aukist til jafns við einkaneysluna
hefði ekki komiðtil verulegs halla á viðskiptum við út-
lönd nema árið 1974.
Þá kemur einnig í Ijós að samneyslan hefur vaxið
hægar en aðrir útgjaldaþættir þjóðarinnar. Dr. Þráinn
Eggertsson bendir t.d. áhugamönnum um hægri og
vinstri villur i pólitík á, að á timum vinstri stjórnar-
innar féll hlutdeild samneyslu í þjóðartekjum. En i tíð
núverandi stjórnar hefur hlutfall samneyslu aftur
nálgast þaðsem varl970,þegar viðreisnarstjórnin var
að kveðja.
Ástæðan fyrir því, að útgjöld þjóðarinnar fóru fram
úr þjóðatekjum strax árið 1971 er sú að þá upphófst
hér eins konar f járfestingaræði, sem staðið hefur nær
óslitið síðan. Það hefur verið fjárfest miklu meir en
nemur aukningu þjóðartekna og án þess að einka-
neysla og samneysla hafi dregist nægjanlega saman
til þess að tekjur mættu gjöldum.
Á fyrsta valdaári vinstri stjórnarinnar jókst
f járfesting um 42% meðan aukning þjóðartekna nam
aðeins 15%. Árið 1974 voru þjóðartekjur 33% hærri en
1970 en f járfesting var 87% meiri. Mestu munaði um
atvinnuvega- og íbúðafjárfestingu, en aukning opin-
berrar f járfestingar var miklu minni.
Núverandi ríkisstjórn hefur ekki aukið heildar-
f járfestingarútgjöld, en eigi að siður voru þau á sið-
asta ári 72% meiri en 1970, þó að aukning þjóðartekna
frá þeim tíma hafi aðeins numið 43%. Fjárfesting
miðað við þjóðartekjur varð mest 1974, en það hlutfall
hefur lítið eitt minnkað siðan.
Athyglisvert er á hinn bóginn að núverandi ríkis-
stjórn hefur aukið til muna opinbera fjárfestingu
meðan atvinnuvega- og íbúðafjárfesting hefur
minnkað. Þar að auki er verulegur hluti opinberrar
f járfestingar á síðustu árum óarðbær eins og Krafla
og járnblendiverksmiðjan.
Til viðbótar þessu f járfestingaræði höfum við sem
fyrr búið við óstöðugt útflutningsverðlag. Verðsveifl-
ur i þeim efnum hafa valdið launasprengingum og
kostnaðarhækkunum, sem útflutningsatvinnuvegirnir
hafa ekki staðið undir. Samtímis hefur Verðjöfnun-
arsjóður að meira og minna leyti verið notaður til að
viðhalda innlendri þenslu.
Talsmenn fiskvinnslunnar segja, að tapið miðað við núverandi aðstæður sé
4.500 til 5.000 milljónir á einu ári. Framundan er fiskverðshækkun, en 1%
hækkun fiskverðs eykur útgjöld frystihúsanna um 200 milljónir. Án fyrir-
greiðslu frá ríkisvaldinu stöðvast fiskvinnslan, segja forsvarsmenn í
sjávarútvegi. Enn er allt ióvissu um hvorttil slíkra ráðstafana verður gripið,
eða ef svo verður, hvaða aðgerðir þar verður um að ræða. Og þótt bráða-
birgðalausn finnist er allt útlit fyrir, að verðbólgan komi öllu í sama vand-
ræðahorf á ný á skömmum tíma, verði ekki um áhrifameira og varanlegra
andóf gegn verðbólgunni að ræða en hingað til
Stöövast fiskvinnsla á næstunni
vegna rekstrarerfiðleika?
Sú spurning er ofarlega i hug-
um margra i upphafi þessa nýja
árs. Talsmenn fiskvinnslu og út-
gerðar hafa lýst þvi yfir, að vandi
þessarar atvinnugreinar sé
mikill, svo mikill að ef ríkisvaldið
leysi hann ekki alveg á næstunni
blasi rekstrarstöðvun við.
En hver er þessi vandi, sem
alltaf er verið að tala um? Er
hann jafn mikill og af er látið, eða
er þetta að mestu barlómur?
Eitt af þvi, sem gerir ýmsa
vantrúaða á vandræðatalið, er sú
staðreynd, að afkoma þjóðarbús-
ins var mjög góð á siðasta ári.
„Afkoma þjóðarinnar hefur
sjaldan verið betri en á árinu,
sem er að liða”, sagði Geir
Hallgrimsson, forsætisráðherra,
um áramótin. Og hann nefndi
nokkrar tölur þvi til staðfesting-
Þau fyrirtæki, sem ekki gátu
fengið tekjuaukningu á móti,
lentu að sjálfsögðu i vandræðum.
Almennt séð voru möguleikar
fyrirtækja til að fá tekjur til mót-
vægis við verðbólguna mismun-
andi eftir þvi hvort þeirra tekna
var aflað hérlendis eða erlendis.
Þau fyrirtæki, sem verða að
treysta á markaðsverð erlendis
og fallandi gengi islensku krón-
unnar, áttu mun erfiðar með að
bæta upp útgjaldaaukningu verð-
bólgunnar. Frystihúsin eru þar
efst á blaði.
Afleiðingin er að sjálfsögðu tap.
Misjafnt hjá fyrirtækjun-
um
Það er auðvitað kunnara en frá
þurfi að segja, að rekstur fyrir-
tækja er mjög ólikur. Fyrirtæki i
sömu atvinnugrein ganga oft
manna atvinnuveganna, og opin-
berar skýrslur að undanförnu, er
vandi fiskvinnslunnar mestur um
þessar mundir. En útgerðin,
landbúnaðurinn og iðnaðurinn
bera sig lika illa-Sennilega kvarta '
talsmenn verslunarinnar minnst,
enda bendir margt til þess að hún
standi tiltölulega vel að vigi.
Og hver er þá vandi fiskvinnsl-
unnar.
Talsmenn frystihúsanna segja,
að nú i ársbyrjun — áður en nýtt
fiskverð hefur verið ákveðið — sé
ljóst, að heildartapið á ári nemi
4.500 til 5.000 milljónum króna. Þá
er eingöngu miðað við aðstæður
eins og þær voru um áramótin.
Þarna er þvi aðeins um að ræða
þann vanda, sem nýja árið erfir
frá hinu liðna.
Viö þann vanda munu vafalaust
bætast ýmsir nýir erfiðleikar.
Þannig liggur yfir að ákveða
STOÐVASl
ar: Framleiðslan jókst um 4-5%,
viðskiptakjörin bötnuðu um 9-
10%, þjóðartekjur voru 7-8%
meiri en árið á undan.
Skuldinni skellt á verð-
bólguna
Þrátt fyrir þetta er vandi
ýmissa atvinnugreina mikill. Og
orsökin, segja allir i kór, er verð-
bólgan. Hún var um 34% á siðasta
ári. Kaupmáttaraukning varð
nokkur á árinu. Samkvæmt opin-
berum tölum hækkaði kaupmátt-
ur ráðstöfunartekna almennings
um 8% i fyrra, en til að ná fram
þessum kaupmætti hækkaði kaup
i krónutöku, samkvæmt sömu
heimildum um 60%. Þetta jók að
sjálfsögðu mjög útgjöld atvinnu-
fyrirtækja.
mjög misjafnlega vegna ólikra
aðstæðan og misjafnrar stjórnun-
ar.
I efnahagsmálaumræðu er hins
vegar yfirleitt talað um meðaltöl
eða heildartölur. öllum fyrir-
tækjum i einhverri grein er skellt
saman og fundin út heildartala.
Þá er sagt að heildartap greinar-
innar á ákveðnu timabili sé svo og
svo mikið.
Það eru þessir meðaltals- og
heildarútreikningar, sem gera
það að verkum, að mikið tap get-
ur verið i atvinnugrein i heild þótt
einstaka fyrirtæki i greininni
gangi ágætlega.
verður nýft fiskverð. Talsmenn
frystihúsanna segja, að hvert 1%,
sem fiskverð hækkar um, muni
þyða um 200 milljón króna aukin
útgjöld fyrir frystihúsin.
Þá er einnig ljóst, að að
óbreyttu mun verðlag og kaup-
gjald hækka til skiptis á næstu
mánuðum og það mun auðvitað
enn auka útgjöld frystihúsanna.
mestum
Fiskvinnslan á
erfiðleikum
Ef marka má ummæli tals-
Andstæðir hagsmunir út-
gerðar
Að sögn forsætisráðherra var
„afkoma fiskveiðanna betri en
oftast áður”.
Talsmenn útgerðarinnar telja
hins vegar að nú séu ýmsar blikur
á lofti, vegna verðbólgunnar, og
séþvi „þörf verulegrar fiskverðs-
hækkunar”, svo vitnað sé til orða
</Á hina hliðina hefur það komið skýrt fram af hálfu forsvarsmanna fiskvinnsl-
unnar, að þeir telja sig ekkert geta greitt meira fyrir hráefnið án fyrirgreiðslu
af hálfu hins opinbera".