Vísir - 04.01.1978, Side 24
VÍSIR
Smáauglýsing í Visi er engin^#g| óauglýsing *' '"
Opið virka daga til kl. 22.00 I O OO I
_/? ,_ Laugardaga kl. 10-12 . n .t-n ~/?\
Sunnudaga kl. 18-22
simi
Vinnulán Vegagerðarinnar
voru samþykkt á Alþingi!
„Hér er ekki um uppfinningu
Vegageröarinnar að ræöa
heldur ákvöröun Alþingis”,
sagöi Snæbjörn Jónasson vega-
málastjóri er Visir spuröi hann
um svonefnd vinnulán viö vega-
gerö.
Visir skýrði frá þvi á dögun-
um að deila reis út af slikum
vinnulánum vestur á Fjörðum
og nokkru siðar sendi miöstjórn
Alþýðusambands Islands frá
sér harðorð mótmæli gegn þess-
um starfsháttum Vegagerðar-
innar.
„1 vegaáætlun fyrir árið 1977
var heimild til að taka vinnulán
eða önnur bráðabirgðalán að
upphæö 400 milljónir króna”,
sagði Snæbjörn. „Reiknað er
með sömu upphæð árið 1978.
Eingöngu er gert ráð fyrir lán-
tökum að þessu tagi i sambandi
við allmargar framkvæmdir við
stofnbrautir og er þá veitt til
sömu framkvæmda fé á vega-
áætlun.”
Ekki vinsæl leið
„Þannig var staðið að þessari
lántöku i flestum tilvikum að
vinnuvélaeigendum og bifreiða-
eigendum var tilkynnt, að sam-
kvæmt vegaáætlun mætti vinna
fyrir vissa upphæð umfrám
fjárveitingu ef þeir lánuðu vinn-
una fram á næsta ár. Ef ekki
reyndist áhugi fyrir þessum
lánum þá næði það ekki lengra
og þá væri vinnu hætt þegar
fjárveitingin væri búin.
Margir þingmenn voru sjálf-
um sér samkvæmir og unnu að
útvegun þessara lána með
vegagerðarmönnum og þá með
þaö i huga að flýta verkum sem
unnið var að.
Hins vegar var þessi fjár-
öflunaraðferð yfirleitt ekki vin-
sæl, þótt henni hafi viða verið
tekið sæmilega.
Eg vil lika geta þess að lán
svipuð þessum hafa tiðkast um
áratugi til að flýta verkum en
aðeins verið tekin þegar heima-
menn sjálfir hafa óskað eftir að
mega lána”, sagði Snæbjörn.
Aðspurður sagðist Snæbjörn
ekki enn hafa tölur um hversu
mikið af -heimildinni sem var
400 milljónir, hefði verið notað i
fyrra. Arið 1976 hefði heimildin
hins vegar verið 250 milljónir og
þá hefði verið lánað fyrir um 150
milljónir króna.
—ESJ
Viðbótarsamningur gerður um útgáfu Alþýðublaðsins fram
sumar
Auglýsingamál
útvarpsins kom-
ið langleiðina
„Ég vonast til að við séum
komnir langleiðina með aö
rannsaka auglýsingareikn-
inga útvarpsins og býst við aö
skýrslu verði skilað á næst-
unni”, sagði Halldór V. Sig-
urðsson, ríkisendurskoðandi,
viö Visi I morgun.
Rikisendurskoöandinn hefur
undanfarnar vikur unniö aö
rannsókn á meintum fjár-
drætti auglýsingastjóra Rfkis-
útvarpsins, sem hefur látiö af
starfi.
Halldór vildi ekki gefa aörar
upplýsingar um máliö. Hann
neitaði aö nefna nokkra upp-
hæð i sambandi við þaö og
sagði aö tölur sem nefndar
hefðu veriö i fjölmiölum, væru
ekki frá sér komnar.
„Viö munum skila okkar
skýrslu til fjármálaráðuneyt-
isins og það tekur síðan
ákvöröun um framhald máls-
ins,” sagði Halldór.
—ÓT.
Staðgreiðsla
skatta 1979:
Alþingi hefur
mónaðarfrest
Það cr nú aöeins mánuður
til stefnu til að afgreiða frá Al-
þingi lög um staðgreiðslukerfi
skatta árið 1979 ef miðaö er við
þann undirbúningstima sem
SigurbjörnÞorbjörnsson rfkis-
skattstjóri segir nauðsynlegan
til að koma þessu kerfi á.
„Ég sagði á sinum tima að
þetta væri framkvæmanlegt ef
ákvörðun Alþingis lægi fyrir
fyrstu vikuna i febrúar,” sagði
Sigurbjörn við Visi.
„Ég get gjarnan itrekað það
ef þú vilt. Þetta er geysilega
flókið mál og mikil vinna og
hefur miklar skipulags-
breytingar i för með sér- Tiu
mánuöir eru þvi lágmarks-
frestur.”
Ekki náðist i fjármálaráö-
herra i morgun til að fá upp-
lýsingar um hvort Alþingi yrði
tilbúið til að afgreiða málið
fyrstu vikuna i febrúar.
Visir fékk þær upplýsingar
hjá ráðuneytinu aö þar væri
unnið að undirbúningi en
menn vildu ekkert segja um
hvort löggjöf yrði tilbúin i
tæka tið.
—ÓT
Allir komu þeir aftur!
Kirkjukór Akraness kominn heim eftir
velheppnaða söngför til ísraels og ítaliu
Kirkjukór Akraness kom til
landsins i gærkvöldi eftir vel
heppnaða söngför til ísraels þar
sem kórinn og aðrir þátttak-
endur i ferðinni dvaldist um jól-
in.
Heldur voru ferðalangarnir
þreyttir við heimkomuna enda
þetta búin að vera löng og
ströng ferð. Var dvalið i ísrael
um jólin en i Róm um áramótin
og kom kórinn viða fram.
A jóladag messaði og gifti
prestur Akurnesinga séra Björn
Jónsson i kirkju i gömlu Jerú-
salem og var það fyrsta islenska
messan sem þar er haldin.
A aðfangadagskvöld söng
kórinn á Betlehemstorginu við
góðar undirtektir en bestu mót-
tökurnar fékk kórinn er hann
söng ásamt fleiri kórum i þjóð-
leikhúsinu i Tel Aviv. Var hann
klappaður upp hvað eftir annað
og i lokin varð kynnirinn hálft i
hvoru að reka Islendingana af
sviðinu svo að hinir kórarnir
kæmust að með sin prógrömm.
Kórinn var jafnan kynntur
sem Kirkjukór Akraness en
einnig sem fiskimannakórinn
frá tslandi og var það ekki siður
en söngurinn til að vekja athygli
á honum.
—klp—
Samið um greiðslu ó tapinu
„Avinningur Reykjaprents af
samningnum við Ctgáfufélag
Alþýöublaösins er fyrst og
fremst sá að meö sameiginleg-
um rekstri viö annað blað nýt-
um viö betur ýmsan fastan
kostnaö sem ella kæmi á rekstur
Visis eins svo sem vegna stjórn-
unar, skrifstofuhalds og dreif-
ingar”. Þetta sagði Hörður
Einarsson, stjórnarformaöur
Reykjaprents er Vlsir spurðist
fyrir um hvern hag blaöið hefði
af samningnum sem undir-
ritaður var I gær um framhalds-
rekstur Alþýöublaösins.
Hörður bætti þvi við að nú
skiptist áðurnefndur kostnaöur
á tvö blöð, og heföi hinn sam-
eiginlegi rekstur þannig I för
meö sér nokkurn sparnað fyrir
Reykjaprent.
„Af okkar hálfu er þessi
samningur því einvöröungu
gerður með viðskiptaleg sjónar-
mið I huga,” sagði Höröur
Einarsson. _ör
„Eingöngu viðskiptaleg sjónarmið
— segir Hörður Einarsson, stjórnarformaður Reykjaprents
Viðbótarsamningur var I gær
undirritaður milli Útgáfufélags
Alþýðublaðsins h.f. og Reykja-
prents h.f. um rekstur Alþýðu-
blaðsins fram til 31. júli i sumar.
Er samningurinn viðbót við
samstarfssamning þessara
aðila frá þvi i árslok 1975.
I samningnum kemur fram,
að Útgáfufélag Alþýðublaðsins
h.f. mun greiða Reykjaprenti
h.f. „rekstrartap blaðsins sam-
kvæmt samþykktri rekstrar-
áætlun fyrir timabiliö 1.1. til
31.7. 1978.”
Benedikt Gröndal, formaður
Alþýðuflokksins, segir i viðtali
við Alþýðublaðið i dag, að
rekstrarhallanum verði mætt
með fjáröflun meðal flokks-
manna, eins og ávallt áður, en
auk þess muni A-pressan, sam-
tök blaða jafnaðarmanna á
Norðurlöndum, sem séu i eigu
jafnaðarmannaflokkanna og
verkalýðssambandanna, veita
Alþýöublaöinu nokkra aðstoð.
„Hvernig hún verður er ekki
vitað á þessari stundu,” segir
Benedikt Gröndal. —ÓR
Félagar I Kirkjukór Akraness og aðrir þátttakendur l hinni sögu>egu söngferð kórsins til tsraels og ttalíu, er hópurinn kom til Keflavfkur-
flugvallar I gærkvöldi. Ljósmyndir HB Keflavlk.