Vísir - 05.01.1978, Blaðsíða 5
5
VTSIR Fimmtudagur
Gengissig dollars stöðvað
Bandarikjastjórn brá við i
morgun til þess að tryggja
Bandarikjadal gegn frekari
verðfalli. Fjármálaráðuneytið i
YVashington tilkynnti að 25 mili-
jörðum dollara yrði varið til
þess að treysta gjaldmiðilinn i
sessi og hindra að hann sigi
frekar.
Þessi tilkynning sagði strax
til sin á gjaldeyrismörkuðum i
New York og Tókió i morgun,
þar sem Bandarikjadollar tók
þegar að hækka aftur i verði.
Fram að þvi hefur hann sigið
jafnt og þétt og aldrei verið i
eins lágu verði dður t.d. gagn-
vart vestur-þýska markinu og
svissneska frankanum.
Frá þvi siðasta haust hafa
gjaldeyrisspekúlantar i hrönn-
um reynt að losa sig við dollara
sina meðan gengi hans seig og
jók það enn á verðfallið. Banda-
rikjastjórn hefur fram til þessa
verið treg til aðgerða þótt
bandamenn hennar i V-Evrópu
og þá V-Þýskaland sérstaklega
hafi lagt fast að henni.
En nú vatt hún sinu kvæði
skyndilega i kross og þvi var
lýst yfir að ákveðið væri nú i
Bandaríkjastjórn grípur til
róðstafana til þess að draga
úr gjaldeyrisbraski og hindra
frekari verðrýrnun dollarsins
samráði við aðrar rikisstjórnir
að gera ráðstafanir til þess að
koma i veg fyrir brask með
gjaldeyri og koma aftur á reglu
á gjaldeyrismörkuðum.
I siðasta mánuði lýsti Carter
forseti þvi yfir að bandarisk
yfirvöld mundu þvi aðeins hlut-
ast til á alþjóða gjaldeyris-
mörkuðum að horfði til algerrar
óreiðu. En kúvendingin i
morgun er talin standa i sam-
bandi við heimsókn hans til
Saudi Arabiu á dögunum. Saudi
Arabia, stærsti oliuseljandi
Bandarikjanna, fær greitt fyrir
oliuna i dollurum og hefur verið
óánægð með gengisþróun
dollarsins. Hafi stjórn Saudi
Arabiu lagt að Carter að kippa
þvi i liðinn, gat naumast farið
hjá þvi að hann brygði við, eftir
að Saudi Arabia gekkst fyrir þvi
að oliuverðið var fryst framá
mitt þetta ár.
JEcevrf myndar
nýja stjóm í
Tyrklandi
þingmenn og þingmenn lýðræðis-
flokkanna til að styðja stjórnar-
myndun sina.
Ecevit (52 ára) er skáld og var
áður fyrr blaðamaður. Hann varð
fyrst forsætisráðherra 1974 i sam-
steypustjórn með Þjóðbjargar-
flokknum. Sex mánuðum siðar
sendi hann 43 þúsund manna her-
lið til Kýpur eftir valdaránið, sem
flæmdi Makarios, þáverandi for-
seta, úr landi. — Eitt höfuðverk-
efni Ecevits að þessu sinni er að
kljást við Kýpurvandamálið.
Bulent Ecevit kynnir i dag ný-
skipaða rikisstjórn sina fyrir
Koruturk Tyrklandsforseta, en
Ecevit er nú orðinn forsætisráð-
herra i þriöja sinn á fjórum árum.
Siðustu fimm dagana að lokn-
um kosningunum, þar sem hægri
samstéypustjórn Suleymans
Demirels beið ósigur, hafa stjórn-
málamenn setið fundi nær daga
og nætur i tilraunum til stjórnar-
myndunar.
Ecevit, leiðtoga Lýðveldis-
flokksins, tókst að fá 11 óháða
Vinsœlust 1977
í þriðja sinn voru Ro-
bert Redford og Barbra
Streisand valin tvær
vinsælustu kvikmynda-
stjörnur heims siðasta
ár, á grundvelli könn-
unar erlendra frétta-
manna.
Þetta er annað árið I röð, sem
Redford er valinn vinsælasti
leikarinn. En hann var einnig
valinn 1974.
Streisand var valin vinsæl-
asta leikkonan 1970 og aftur
1974.
Könnunin, sem valið byggist
á, náði til sextiu landa og var
gerð með milligöngu Reut-
ers-fréttastofunnar. Er hún í
grundvallaratriöum byggð á að-
sókn i kvikmyndahúsin.
Verðlaunin, sem fylgja þess-
ari útnefningu, eru styttur, sem
verða afhentar sigurvegurunum
i veislu 28. janúar næstkomandi.
Hefur írak sent
flugumenn til
höfuðs Aröbum
í London?
Gripið hefur verið til þess að I eftir morðið I gær á aöalfulltrúa
efla lögregluvernd arabiskra og þjóðfrelsishreyfingar Palestinu-
Israelskra diplómata i London I araba (PLO) I V-Evrópu.
Pinochet
hrósar
sigri í
atkvœða-
greiðslu
Chile
,,A morgun munum við segja
YValdheim framkvæmdastjóra
S.þ., að við kærum okkur ekkert
um fleiri nefndir til þess að rann-
saka okkur,” sagði Augusto
Pinochet, forseti Chile, sigri hrós-
andi I gær, þegar séð var fram á
mjög góða þátttöku I þjóöarat-
kvæöagreiðslunni.
Þegar helmingur atkvæða hafði
verið talinn i nótt, höfðu 77,4%
lýst stuðningi við stjórn
Pinochets og lék forsetinn á als
oddi.
,,Við munum einnig gera Ali
Allana, forseta Ad Hoc-nefndar
Sameinuðu þjóöanna orðsendingu
og segja honum að fara til Paki-
stan heimalands sins, þar
sem hann mun eiga meira erindi
þvi að þeir hafa meira en 50 þús-
und pólitiska fanga i haldi þar,”
sagði Pinochet við stuðnings-
menn sina á útifundi i gærkvöldi.
Þjóðaratkvæðagreiðslan i gær
eru fyrstu kosningarnar I Chile
siöan 1973. Erlendum frétta-
mönnum og kjósendum var leyft
aö fylgjast með talningu og eins
kjörsókninni á hinum og þessum
kjörstööum.
Said Hammami var skotinn til
bana á skrifstofu sinni i kjallara
byggingar, sem Arababandalagið
hefur á leigu I Mayfair-hverfi.
Morðinginn er talinn vera Arabi.
Sérstakar ráðstafanir voru
gerðar á Heathrowflugvelli til að
fylgjast með öllum sem ætluðu i
gær og I morgun til Austurlanda
nær frá London, en morðinginn
gengur laus ennþá. Lögreglu-
vörður var efldur viö sendiráö
Arabarikjanna og Israels, og viö
skrifstofur fyrirtækja þessara
landa.
Morðingjar tveggja starfs-
manna sýrlenska sendiráösins,
sem fórust I sprengingu i bifreiö
sinni á laugardag, hafa ekki fund-
ist enn. —- Ekkert hefur komið
fram, sem bent getur til þess, aö
samband sé á milli þessara
ódæðisverka.
Kominn er á kreik kvittur um,
að hópur atvinnumorðingja,
þjálfaður i Irak, sé kominn til
London til að ganga milli bols og
höfuös á áhrifamiklum Aröbum,
sem styöja friöarviöleitni Sadats
Egyptalandsforseta. — Fulltrúi i
sendiráöi traks i London hefur
visaö þessu á bug sem tilhæfu-
lausu.
Lundúnablaðið „Daily Ex-
press” hélt þvi fram i forsfðufrétt
i morgun, að Hammami, sem til-
heyrði hófsamari fylkingararmi
PLO og studdi tilraunir Sadats til
að hefja viðræður við Israel, hafi I
simtali viö sendiherra Sýrlands
varað hann viö þvi, að morðingj-
ar væru komnir frá Irak til Lon-
don. — „Gættu allrar varúðar.
Við vitum hverjir þeir eru og að
þú ert skotmark þeirra,” hefur
blaðið eftir Hammami úr simtal-
inu. — Sýrlenski sendiherrann,
Adnam Omran, var ekki til viö-
tals I gær og hefur ekki staðfest
þetta.