Vísir - 05.01.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 05.01.1978, Blaðsíða 10
10 Utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdarstjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson (ábm) olafur Ragnarsson Ritstjornarfulltrui: Bragi Guömundsson. Umsjon með Helgarblaði: Arni Þórarinsson. Frettastjóri erlendra frétta: Gudmundur Pétursson. Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jonina Michaelsdottir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, , Sigurveig Jonsdóttir, Sæmundur Guövinsson. iþrottir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ljosmyndir: Jens Alexandersson, Jön Einar Guðjónsson. utlit og hönnun: Jon Oskar Hafsteinsson, Magnus Olafsson. Auglysinga- og sölustjóri: Pall Stefansson. Dreifingarstjori: Sigurður R Petursson. Auglysingar og skrifstof ur: Siðumula 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 06611. Ritstjorn: Siðumula 14. Simi 86611 (7 linur) Askriftargjald kr. 1500 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 80 eintakið. Prentun: Blaðaprent. Hagsmunir og hugmyndafrœði Þaö er oröið æ algengara að stjórnmálaflokkarnir og talsmenn þeirra ruglist í ríminu, þegar breyta á póli- tískri hugmyndafræöi í veruleika. Ástæðan er sennilega sú, að þrýstingur hagsmunahópa af ýmsu tagi hefur veriðtalinn þyngri á metunum en hugmyndafræðin, sem oftast nær hefur verið léttvæg fundin í framkvæmd. Reynslan hefur sýnt, að ekki skiptir öllu máli hvaða f lokkar fara með völdin. Þannig minnkaði samneyslan i tíð vinstri stjórnarinnar en hefur aftur aukist með þeirri borgaralegu rikisstjórn, sem nú situr við völd og menn kalla svo. Vinstri stjórnin lagði mest kapp á atvinnuvega fjárfestingu en núverandi rikisstjórn hefur á hinn bóg- inn staðið að aukinni opinberri f járfestingu. Þannig mótast pólitiskar ákvarðanir oftá tíðum af allt öörum aðstæðum en rekja má til pólitískrar hugmynda- fræði. Flokkarnir hafa hugmyndafræðilega nokkuð mis- munandi afstöðu til atvinnureksturs, en enginn þeirra hefur i seinni tíð boðað ríkisrekstur atvinnufyrirtækja. Sósíalistar boða t.d. um þessar mundir eflingu smáat- vinnureksturs í eigu einstaklinga og félaga þeirra í and- stöðu við rikisrekna stóriðju. Án tillits til hugmyndafræði hafa stórnmálaflokkar frjálshyggjumanna jafnt sem sósialista beitt sér fyrir ýmis konar íhlutun ríkisins i atvinnurekstur. Oftast nær hefur það verið vegna þrýstings minnihlutahópa, sem flokkarnir vilja hafa góða. I sumum tilvikum geta slík afskipti verið eðlileg um tíma eða til langframa af menningarlegum — eða félagslegum ástæðum. Siðastliðið vor skipaði fjármálaráðherra nefnd sem fékk það hlutverk aö gera tillögur um minni ríkisumsvif. Hún á m.a. að athuga hvaða atvinnustarfsemi má færa frá ríkinu til einstaklinga eða félaga þeirra. Ein af fyrstu tillögum nefndarinnar lýtur að Landsmiðjunni. Umræðurnar um þessa tillögu sýna Ijóslega hvernig þrýstingur hagsmunahópa ýtir hugmyndafræðinni til hliðar. Landsmiðjan er að stærstum hluta heildsölufyrir- tæki en að minni hluta til smiðja. Fyrirtækið hefur verið ágætlega vel rekið upp á síðkastið. En flestir ættu að geta verið sammála um, að hér er um atvinnurekstur að ræða, sem ríkið á ekki að hafa með höndum. Það er þvi ekkert eðlilegra en þessi starfsemi verði seld i hendur einstaklinga og félaga þeirra. Mótrökin hafa verið þau, að starfsmennirnir myndu missa atvinn- ' una, ekki ætti að taka undan ríkinu fyrirtæki, sem skil- uðu arði og óþarfi væri að gera þetta þar sem fyrirtækið tæki ekki til sín skattpeninga úr ríkissjóði. I þessu sambandi er á það að líta, að starfsemi þessa fyrirtækis heldur vitaskuld áfram þó að ríkið láti rekst- urinn af hendi. Mótrök um atvinnumissi eru því ekki gild. Hagnaður fyrirtækisins sýnir að það getur starfað á hinum frjálsa markaði og er því í raun og veru veiga- mikil röksemd fyrir því að selja fyrirtækið t.d. í hendur starfsmanna eða annarra aðila. Loks er á það að líta að það er ekkert álitaefni í þessu sambandi, hvort þessi opinberi rekstur hefur áhrif á fjárlög eða ekki. Kjarni málsins er sá, að ríkið hefur öðru hlutverki að gegna í okkar efnahagskerf i en stunda smáatvinnurekstur. Um þetta eru flokkarnir á einu máli, ef mark má taka á stefnuyfirlýsingum þeirra. En þegar starfsmennirnir mynda hagsmunahóp og byrja að þrýsta á stjórnvöld á grundvelli rangsnúinna hugmynda ruglast pólitíkusarnir í ríminu og hugmynda- fræðin úr stefnuyfirlýsingunum fýkur út i veður og vind. Sagan eða ekki sagan Leikfélag Reykjavíkur sýnir: Skáld-Rósa eftir Birgi Sigurðsson. Leikstjórn: Jón Sigur- björnsson. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Búningar: Björg isaks- dóttir. Lýsing: Daniel Williamsson. i helstu hlutverkum: reyndar ekki siður fyrir ævin- týralegt lifshlaup: Orðuð við sýslumannsefni og amtmanns- tengdason gefin snuddgreindum bónda fangin ógleymanlegri ást af huldumanninum Natan Ketilssyni þeim sem frægastur varð fyrir ótimabæran dauða sinn. En þá stendur eftir það sem gerir yrkisefnið merkast: Rósa virðist hafa verið þesskon- ar manneskja sem á einhvern hátt er hafin yfir umhverfi sitt, kveður að visu beiskar skammarvisur, en lætur þó ekki baslið og bágindin smækka anda sinn nema um stundar Ragnheiður Steindórs- dóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Ásdís Skúla- dóttir, Sigurður Karlsson, Harald G. Haraldsson. Af mörgum ástæðum var siðustu frumsýningar ársins 1977 beðið meö mikilli eftir- væntingu hér i höfuðborginni. Mikið hafði verið af þvi látið i IÐNÓ að hér kæmi „frumsýning leikársins”: þarna fór á fjalir nýtt islenskt leikrit: og loks hafði höfundurinn getið sér dá- gott orð fyrir fyrstu verk sin, Pétur og Rúnu og Selurinn hefur mannsaugu. En kannski var það með þessa eftirvæntingu eins og biðina barnanna eftir jólapökkunum. Innihaldið svar- ar ekki alltaf til spennunnar. Birgir Sigurðsson sækir sér viðfangsefni hálfa aðra öld aftur i timann. Þar hittir hann á ein- hverja fróðlegustu konu Is- landssögunnar á þvi skeiði — eða a.m.k. einhverja þá sem mestri og skemmtilegasti hulu er horfin. Skáld-Rósa, eða Vatnsenda-Rósa eða Natans- Rósa er viðurkennd einn ágæt- asti hagyrðingur þjóðarinnar, alkunn fyrir brunavisur sinar og sakir — lýkur lifi sinu svo að minnir á hulduverur. Birgir leggur á það alla áherslu að draga fram þennan þátt i fari Rósu. Henni er teflt fram gegn ómennskri grimmd og misrétti aldarinnar, hún er að þvi komin að bugast en ris upp á ný og á þá greinilega að vera stærri og meiri en nokkru sinni fyrr. Fyrst og fremst virðist reynt að sýna okkur hvernig hún sigli gegnum brotsjói lifsins án þess að biða verulegan skaða á sálarskipinu. Spurningin er bara hvernig til tekst. Svar mitt við þessari spurningu verður satt að segja býsna neikvætt. Þarna mistókst margt og ég skal reyna að skýra hvað þá er átt við. Söguleg leikrit eru einkum af tvennum toga. Annars vegar þau sem reyna að bregða upp sem gleggstri mynd atburðanna einsog þeir voru (að mati höf- undar) reyna þannig að endur- skapa söguna. Hins vegar eru svo önnur sem leggja áherslu á hið sammannlega gefa skit i krónólógiu eins og Gröndal sagði. Athygli höfundar beinist þá fyrst og fremst að manneskj- unni og aðstæðum hennar. /“ W V Heimir Pálsson segir, að síðustu f rumsýning- ar ársins 1977 hafi verið beðið með nokk- urri eftirvæntingu. En kannski hafi það verið með þessa eftirvænt- ingu eins og bið barn- anna eftir jólapökkun- um, að innihaldið svar- ar ekki alltaf til spenn- ^unnar. A V .........."▼ ■ Það er siðari leiðin sem Birgir Sigurðsson velur hér. Hánn leggur iitla rækt við að staðsetja texta sinn endilega i nitjándu öld né heldur skeytir hann um þótt upp skjóti kollinum hug- myndir sem miklu meira eiga skylt við umræður siðustu ára en samtið Rósu. Ongu að siður er öllu fengin raunsæileg um- gerð á sviðinu. Baðstofan er nosturslega endursköpuð, verk- færin forn, tunnuþæfingin á Ketilstöðum tilheyrir 19. öld en ekki tuttugustu. Þetta skapar i minum huga gróft stilbrot i sýninguna byggir vegg milli leikmyndar og texta þar sem miklu meiri stilfærsla i leik- mynd hefði átt mun betur við. 1 annan stað þótti mér svo mjög bresta á samræmi I tækni höfundarins við að segja sög- una. Þótt hann einbeiti sér að manneskjunni Rósu fer veru- legur hluti leiktimans i að kynna okkur allar sögulegar aðstæður hennar. Er þannig leiddur fram á sviðið mikill fjöldi auka- persóna sem fljótt eru úr sögu og þjóna engum tilgangi nema þeim að koma á framfæri upp- lýsingum. Þetta verður þreyt- andi til lengdar og oft mátti með harla litlum breytingum losna viö eina og jafnvel fleiri persón- ur. Af framleiðslu aukaperso'n- anna og hlutverki þeirra leiðir svo hið þriðja: Leikritið verður aö myndaröð. Ég taldi að sönnu ekki atriðin og þau koma ekki öll fram i leikskrá en ég hygg þau nálgist tvo tugi. Þrátt fyrir mjög öruggar skiptingar og snjallan sviðsbúnað i IÐNÓ varð þetta til þess að þráðurinn var sifellt að rofna, stundum i augnablik, stundum svo árum skipti og þó án þess að verulega tækist að láta mann finna að timinn liði. Sum atriðin voru lika þess eðlis að úr þeim verður varla nokkuð gert. Þar skal ég nefna ferö þeirra Natans og Rósu til Akureyrar. Ein góð klámvisa bjargar þar engu. Allt virðist mér þetta lúta að einum punkti: Það var ekki búið að vinna þetta leikrit nærri þvi eins og til þurfti. Hugmyndir sem vel hefðu getað notast urðu þvi að litlu eða engu enda kom það fram i túlkun leikaranna: Linur urðu ýmist of óskýrar eða of ýktar. Að lokinni þessari ádrepu ætla ég ekki að fjölyröa um einstaka leikara. Mér þótti þau Ragn- heiður, Harald og Sigurður hafa margt til að bera til aö geta lýst Rósu, Natani og ólafi en að- stæður leyfðu ekki að tökin yrðu nógu góð. I sumum aukahlut- verkunum varð þetta auðveld- ara t.d. hjá Ásdisi Skúladóttur og Þorsteini Gunnarssyni i hlut- verkum Melsteðhjóna. HP P.S. Það skal tekið fram að dráttur á birtingu þessarar um- sagnar stafar af óviðráöanleg- um ástæðum en er ekki gerður I óviröingarskyni við leikhús né höfund.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.