Vísir - 05.01.1978, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 5. janúar 1978
visra
VISIR Fimmtudagur 5. janúar 1978
IpFbttir
—.. N
1
___________________J
VÍSIR
simt 86611
VtSIR
Simi 82260
VÍSIR
simi 86611
VtSIR
Simi 82260
VlSIR
simi 86611
VISIR
®OEHBY
Argerð 1978, verbmæti um 2 millj. kr.
VERÐLAUNIN i. FEBRCAR.
Argerö 1978, verömæti 2,3 millj. kr.
VERÐLAUNIN 1. JONI.
Argerö 1978, verömæti 3.4 millj. kr.
VERÐLAUNIN 1. APRIL.
FORD FAIRMONT
„Brassarnir"
í efsta sœti
Brasiliumenn eru meö sterkasta knatt-
spyrnuliö heimsins aö mati alþjóöasamtaka
iþrótta frétta m a nna.
Nú hefur veriö birtur listi yfir 25 bestu
knattspyrnuþjóöir heimsins 1977 og þar eru
Brasiliumenn f efsta sætinu á undan heims-
meisturum V-Þjóöverja.
Brasiliumenn léku 13 landsleiki 1977, unnu
7 þeirra og geröu jafntefli i 6 leikjum. — Sviar
eru eina þjóöin af Noröurlöndum sem kemst
á blaö 25 bestu en þeir unnu á árinu liö !s-
lands, Danmerkur, Noregs og Sviss, en töp-
uöu einnig fyrir Dönum og Norömönnum. En
iistinn yfir 25 bestu þjóöirnar litur þannig út.
Brasilia
V-Þýskaland
Holland
Austurriki
Frakkland
Skotland
Spánn
Argentfna
Ungverjaland
italfa
Mexikó
A-Þýskaland
Perú
Pólland
Portúgal
Sovétrikin
Sviþjóö
Rúmenia
England
Búlgarfa
'Wales
Tékkóslóvakla
Sviss
N-trland
Júgóslavla
Júgóslavneskur
til Cosmos
Bandariska knattspyrnuiéiagiö New York
Cosmos geröi I gær þriggja ára samning viö
júgóslavneska leikmanninn Vladislav Bogi-
cevic, sem leikiö hefur 47 landsleiki.
Bogicevic sem er 27 ára, var áöur leikmaö-
ur meö Red Star Belgrad þar sem hann haföi
veriö ieikmaöur i mörg ár og oftsinnis oröiö
meistari meö þvi félagi.
Þjálfari Cosmos — Englendingurinn Eddie
Firman hefur undanfariö veriö I Evrópu I leit
aö nýjum leikmönnum sem komiö gætu I
staöinn fyrir hinn snjalla Pele sem nú er
hættur aö leika meö félaginu.
Um tlma voru háværar raddir um aö hol-
lenski knattspyrnusnillingurinn Johan Cruyff
myndi gera samning viö Cosmos — en Fir-
man sagöi aö sú von heföi oröiö aö engu.
Hann heföi sjálfur talaö viö Cruyff og hann
heföi gert sér þaö fyllilega ljóst aö eftir yfir-
standandi keppnistimabili lyki á Spáni myndi
hann leggja knattspyrnuskóna á hilluna.
— BB
Ur leik Valsmanna og Fylkismanna sem Valsmenn unnu meö 8:4. Leikmenn liöanna berjast um boltann
uppi viö mark Fylkismanna.
Ljósm. Einar
Tveir sigrar
Vals og Fram
Úrslitaleikirnir i yngri flokk-
um Reykjavikurmótsins I
knattspyrnu innanhúss voru
leiknir i fyrrakvöld, og voru
tiöVals og Fram sigursæl i úr-
slitunum. i 5. flokki sigraði
Vaiur KR I úrslitaleik 5:1, og
Valsmenn báru einnig sigur úr
býtum I 4. fl. — unnu Viking
5:2. i 3. flokki sigraði Fram lið
Vikings 4:3 og Fram vann
einnig i kvennaflokki, sigraði
Val 4:2.
i 2. flokki karla sigraöi
Þróttur, vann KR i úrslitaleik
3:2.
gk--
4£> SK5
VERÐLAUNAGRIPIR
OG FÉLAGSMERKI
Framleiði alls konar verðlaunagripi og
íólagsmerki. Heíi ávallt fyrirliggjandi ýmsar
stœrðir verðlaunabikara og verðlauna-
peninga einnig styttur fyrir flestar
greinar iþrótta.
Leitiö upplýsinga.
Magnús E. Baldvinssoo
Leugavegi 8 - Reykjavík - Sími 22804
|/r * r sr 1 v/ // -// // //• /#• // // // //■ //| // // // // // // // JtA
Hópferð á heims- meistaramótið i
handknattleik
26. janúar til 5. febrúar ; VERÐ KR. 98.100
INNIFALIÐ: Flug, rútuferðir, gisting,
morgunverður og
aðgöngumiðar á alla leikint
BEINT FLUG til Árósa og heim frá
Kaupmannahöfn.
Samvinnuferóir
Austurstræti 12 Rvk. simi 27077
Iprottir
Þau keppa
í HM '
skíðum
tslenska skiöalandsliöiö sem
skipaö er þeim Siguröi Jónssyni,
Hauki Jóhamnssyni, Steinunni
Sæmundsdóttir og Hafþóri Július-
syni, mun á næstunni dveija viö
æfingar erlendis, en I lok janúar
keppir liðið i heimsmeistara-
keppninni sem fram fer i
Farmisch Partenkirchen i V-
Þýskalandi.
t gærmorgun héldu þeir utan
Hafþór og Haukur, og munu þeir
dvelja viö æfingar og keppni i
Frakklandi, Sviss og Austurriki
fram aö keppninni I V-Þýska-
landi.
Steinunn hefur þegar haldiö ut-
an, en hún æfir nú meö norska
landsliöinu. Siguröur Jónsson
heldur utan á næstunni, og hann
mun slást I hópinn meö sænsku
landsliösmönnunum, og æfa meö
þeim fram aö keppninni.
A siöasta ári voru þessir fjórir
Osgood fór
tíl Coventry
Tottenhamleikmaöurinn Keith
Osgood var i gær seldur til 1.
deildarliösins Coventry fyrir um
125 þúsund pund.
Eftir leik Tottenham og Biack-
burn á dögunum, sem Tottenham
vann 4:0, kastaöist I kekki milli
Osgood og forráðamanna Totten-
ham, og þegar Coventry sýndi
áhuga á aö kaupa Osgood tók ekki
langan tima fyrir félögin aö ná
samkomulagi.
gk —
skíöamenn sem skipa landsliöið
núna, bestir skiöamanna okkar,
og verður fróölegt aö fylgjast meö
þeim á næstunni, bæöi i keppni
fyrir sjálfa heimsmeistarakeppn-
ina og eins þegar til alvörunnar
kemur I Garmisch Partenkirchen
en keppnin þar mun standa frá 28.
janúar til 5. febrúar. Fararstjóri
liösins er tvar Sigmundsson. gk-.
Cindy Nelson
byrjuð aftur
— keppni í heimsbik-
arnum á skíðum
hefst að nýju \ dag
Bandariska skiöakonan Cindy
Nelson, sem fótbrotnaöi i heims-
bikarkeppninni I Garmisch-
Partenkirchen I Vestur-Þýska-
landi fyrir ári, er nú komin á fulla
ferö aftur og i gær sigraöi hún á
æfingamóti scm fram fór i Pfron-
ten i V-Þýskaiandi. Keppt var I
bruni og fór Nelson vegalengdina
sem var 2.050 metrar á 1:27.85
minútum. önnur varö Marie-
Therese Nadig frá Sviss sem fékk
timann 1:28.90 mln.
Keppninni i heimsbikarnum
veröur haldiö áfram I dag I Ober-
staufen meö keppni I svigi þar
sem fiestir búast viö sigri Svlans
Ingimar Stenmark sem nú hefur
örugga forystu I karlakeppninni.
Kvenfólkið keppir svo I bruni I
Pfronten um helgina.
— BB
Hlutkestí varpað
og Framarar unnu
Æsispennandi úrslitaleik Fram og KR í Reykjavíkurmótinu
í innanhússknattspyrnu lauk með jafntefli
eftir framlengingu — Framarar unnu síðan ó hlutkesti!
Um miönæturleytið i gærkvöldi
var mikil spenna I Laugardals-
höllinni. Þá höföu KR og Fram
gert Jafntefli eftir framlengdan
leik 6:6 og dómarinn lét hlutkesti
ráöa hvort liöið ynni Reykja-
vikurmeistaratitilinn I knatt-
spyrnu innanhúss. Þeir Asgeir
Eliasson fyrirliöi Fram og Ottó
Guömundsson fyrirliöi KR stóöu
á vallarmiöjunni er Eysteinn
Guömundsson dómari kastaöi
pening upp I loftiö og er hann kom
niöur sást bros færast yfir andiit
Asgeirs sem sagöi: ...þaö var
lagiö! —en Ottó og félagar hans i
KR voru aö vonum vonsviknir.
Leikur liöanna I úrslitunum var
mjög spennandi. Fram skoraöi
fyrsta markiö en KR jafnaði og
komst yfir 2:1. Þá jöfnuöu
Framarar 2:2 en aftur komust
KR-ingar yfir 3:2 og þannig var
staöan I hálfleik.
Kristinn Jörundsson byrjaöi á
þvi aö koma Fram yfir 4:3 meö
tveimur mörkum i upphafi siðari
hálfleiks, en Sverrir Herbertsson
jafnaöi fyrir KR rétt fyrir leiks-
lok. Þegar nokkrar sek. voru eftir
af leiknum fengu Framarar vita-
spyrnu vegna þess aö KR-ingar
voru einum of margir inná en hún
mistókst.
Þvi þurfti aö framlengja I 2x4
minútur og I fyrri hluta fram-
lengingarinnar skoraöi KR eitt
mark og leiddi þvi 5:4 — í siöari
hlutanum jafnaöi svo Jón Péturs-
son fyrir Fram og Pétur Ormslev
kom Fram yfir 6:5 en siöasta
oröiö átti Stefán Sigurösson sem
jafnaöi fyrir KR 45 sek. fyrir
leikslok.
Jafntefli varö því og Framarar
unnu á hlutkesti sem fyrr sagði.
Þaö sem setti einna leiöinleg-
astan svip á mótiö i gær var dóm-
gæslan sem var alveg hörmuleg
vægast sagt. Dómararnir gerðu
þvilikar skyssur og mistök aö
furðu vekur aö slikir menn skulu
yfir höfuö hafa dómarapróf.
Þarna þarf aö lagfæra mikiö fyrir
Islandsmótið.
Valsmenn í 3. sæti
Valsmenn uröu aö gera sér aö
góöu 3. sætiö I mótinu. Þeir töp-
uöu fyrir Fram I riölakeppninni
meö 3:7 og voru greinilega ekki
eins sterkir og undanfarin ár i
innanhússknattspyrnunni. — I
leiknum um 3. sætiö léku Vals-
menn við Þrótt og unnu auðveld-
lega, skoruðu 9 mörk gegn 6.
En úrslit allra leikjanna uröu
þessi:
A-riöill:
Víkingur — Leiknir 10:2
Þróttur — KR 6:9
KR — Leiknir 11:5
Vfkingur — Þróttur 6:7
KR — Vikingur 6:6
Þróttur — Leiknir 14:2
B-riöill:
Valur —Fylkir 8:4
Armann — Fram 2:8
Fram — Fylkir 10:3
Valur —Armann 9:5
Valur — Fram 3:7
Fylkir —Armann 7:2
Úrslit um 3. sæti:
Valur —Þróttur 9:6
Úrslitaleikurinn:
Framarar unnu á hlutkesti eftir
aö staöan aö venjulegum leiktima
var 4:4 og 6:6 aö lokinni fram-
lengingu. 8k--
Jordan
kominn ó
sölulistann
Skoski landsliðsniaðurinn I
knattspyrnu Joe Jordan sem leik-
ur með enska 1. deildarliðinu
Leeds hefur verið settur á sölu-
listann af stjórnendum liösins.
Þetta var ákveðið I gærkvöldi eft-
ir að félaginu mistókst að fá
Jordan til að skrifa undir nýjan
samning við Leeds.
Jordan sem er 26 ára gamall og
var einn af bestu leikmönnum
skoska landsliðsins i heimsmeist-
arakeppninni i Vestur-Þýska-
landi 1974 hefur verið með lausan
samning við Leeds siöan I sumar.
í siöasta mánuöi samþykkti
Leeds aö selja hann til hollenska
liðsins Ajax fyrir 350 þúsund
sterlingspund, en Jordan vildi
ekki fara.
Búist er við aö þekkt félög eins
og Manchester United, Derby og
Liverpool reyni nú aö fá þennan
kunna leikmann I sinar raöir.
—BB
EKKI EINN—HELDUR 1.. 2.. 3.. BÍLAR í ÁSKRIFENDACETRAUNINNI
□ SIMCA 1307