Vísir - 05.01.1978, Blaðsíða 11
11
FimmtudaKur 5. ianiiar 1978
Fréttamannafundur i fundarherbergi Rannsóknarlögreglu vib lok rannsóknar Geirfinnsmdlsins. t þessu fundarherbergi vinna nd ailir deildarstjórar Rannsóknarlögregl
unnar viö rannsóknir hinna ýmsu mála.
Rannsóknar-
lögreglan flytur
ekki fyrren i vor
YFIRMAÐURINN FÉKK
HJÁ GJALDKERANUM
INNI
Ljóst er að Rannsókn-
arlögregla rikisins verð-
ur enn að búa við óvið-
unandi húsakost i
nokkra mánuði.
Þrengsli eru gifurleg i
Borgartúni 7 og sem
dæmi má nefna að rann-
sóknarlögreglustjóri
verður að deila herbergi
með gjaldkeranum og
deildarstjórarnir verða
að vinna hver við ann-
ars hlið i fundarherbergi
rannsóknarlögreglunn-
ar.
Húsakynnin i Borgartúni rúma
alls ekki starfsemi rannsóknar-
lögreglunnar þó þar sé mjög
þrengt að mönnum. Nokkrir
menn úr starfsliði hennar hafa
fengið inni i Lögreglustöðinni við
Hverfisgötu og enn aðrir fengu
húsnæðiiKópavogitilað vinna að
rannsókn ávisanamálsins.
Það er augljóst mál, að þessi
húsnæðisvandræði létta ekki
störfin við rannsókn þeirra viða-
miklu mála sem upp hafa komið
aðundanförnu. Enhvenær ervon
til að Rannsóknarlögregla rikis-
ins flytji i húsið sem keypt var að
Auðbrekku 61 i Kópavogi? yisir
bar þessa spurningu undir Eirik
Tómasson aðstoðarmann dóms-
málaráðherra. Það húsnæði átti
að vera tilbúið i ársbyrjun.
Fógetinn á götunni
„Þetta hefur dregist af óvið-
ráðanlegum orsökum. Það þurfti
að hraða framkvæmdum við hús-
ið.Auðbrekku 57 sem keypt var
fyrir bæjarfógetann i Kópavogi
þar sem leigusamningur fékkst
ekki framlengdur”, sagði Eirikur
Tómasson.
Sömu arkitektar voru ráðnir til
að teikna innréttingar i hús fógeta
og rannsóknarlögreglu og þurftu
þeir að einbeita sér að vinnu við
fógetahúsið svo hægt væri að
flytja þar inn um áramótin er
leigusamningur rann út.
Eirikur sagði að nú væri verið
að ljúka við teikningar að inn-
réttingum fyrir Auðbrekku 61 og
væntanlega hægt að bjóða það
verk út siðar i þessum mánuði.
Búið er að vinna við ýmsar
undirbúningsframkvæmdir til
dæmis lagfæra glugga og verið er
að skipta um miðstöðvarofna
hússins. Einnig er byrjað á múr-
verki innanhúss. Væntanlega
verður hægt að byrja á tréverkinu
i byrjun febrúar, að sögn Eiriks.
„Við vonumst til þess að taka
megi húsið í notkun i vor, april
eða maí. Flutningurinn dregst þá
iþrjá til f jóra mánuði frá þvi sem
ætlað var”, sagði Eiríkur
Tómasson.
Hann sagði að undirbúnings-
vinna tæki nokkuð langan tima en
það væri vegna þess að vandað
væri til þeirrar vinnu, enda ætti
Rannsóknarlögreglan að vera
þarna til húsa alla vega næstu ár-
in.
—SG
Bœjarróð Siglufjarðar leggst gegn starfrœkslu loðnuskipsins Norglobal hér við land:
„LOÐNUAFUNN VCRÐI UNNINN
í ÍSLENSKUM VERKSMIÐJUM"
Mikiö loðnumagn hefur veriö brætt um borö I verksmiöjuskipinu
Norglobal undanfarin ár hér viö land.
Starfræksla verk-
smiðjuskipsins
Norglobal við strendur
landsins hefur undan-
famar loðnuvertiðir
vakið óánægju margra
sveitafélaga. Bæjarráð
Siglufjarðar hefur nú
sent frá sér samþykkt
um þessi mál þar sem
talið er fráfeitt að
Alþirgi veiti samþykki
sitt til starfrækslu
bræðsluskipsins
Norglobal i islenskri
landhelgi.
Vegna þeirrar heimildar sem
rikisstjórnin hefur veitt til leigu
og starfrækslu á bræðsluskipinu
Norglobal á komandi loðnu-
vertið innan íslenskrar land-
helgi segist bæjarráð Siglu-
fjarðar vilja taka fram eftirfar-
andi: Loðnubræðsla er vaxandi
og afgerandi þáttur i atvinnulifi
meira en tuttugu sveitafélaga
um land allt.
Arið 1977 var allur loðnuafli
unninn i landi samtals rúmlega
800 þúsund tonn, að útflutnings-
verðmæti um 15 milljarðar
króna, og gekk sú vinnsla vel þó
að ekki hafi verið um leigu á
erlendri verksmiðju að ræða.
Bæjarráð Siglufjarðar telur
þjóðhagslega rétt að allur
loðnuafli landsmanna verði
áfram unninn I islenskum verk-
smiðjum og af islensku verka-
fólki og að aflageta loðnuveiði-
flotans verði frekar tryggð með
flutningi aflans, þegar þess er
þörf, frá miðunum til þeirra
verksmiðja sem til eru i landinu
en með leigu i erlendum verks-
miðjum.
Bæjarráð Siglufjarðar vi 11
vekja athygli á þvi að ekki verð-
ur annað séð en hráefnisnýting
bræðsluskipsins Norglobal sé
óvenju léleg og jafnvel óeðlileg
og þegar af þeirri ástæöu sé það
þjóðhagslega nauðsynlegt að
loðnuaflinn verði allur unninn i
landi þar sem hráefnisnýting
hefur orðið mun betri.
Á vetrarvertiðinni 1976 var
lýsisnýting hráefnisins hjá
Sildarverksmiðjum rikisins á
Reyðarfirði 6,4% en lýsisnýting-
in um borð i Norglobal, sem var
þá ávertið á Reyðarfirði aðeins
2,5%. Mjölnýting Sildar-
verksmiðju rikisins á Reyðar-
firði var 16,4% en i Norglobal
aðeins 14,6. Af framangreindum
ástæðum telur bæjarráð Siglu-
fjarðar alveg fráleitt að Alþingi
veiti samþykki sitt til starf-
rækslu bræðsluskipsins
Norglobal innan islenskrar
landhelgi.
ÞRJ Siglufiröi/KS.