Vísir - 06.01.1978, Blaðsíða 1
Upphaf Landsbankamálsins:
Hrein tilviljun að athyglin
beindist að ábyrgðagreiðsluin
Rannsókn fjársvika i
ábyrgðadeild Lands-
bankans beinist nú i
ýmsar áttir, enda
notaði Haukur Heiðar
margar aðferðir til að
ná út fé.
Það má segja að upp
hafi komist um fjár-
málamisferlið fyrir til-
viljun. Fyrirtæki sem
óskaði eftir vissum
upplýsingum frá
ábyrgðadeildinni fékk
þá i hendur skjöl sem
ekki vörðuðu beint um-
beðið mál en leiddu
hins vegar til athugun-
ar á greiddum ábyrgð-
til Landsbankans.
um
Endurskoðandi þess fyrir-
tækis vinnur nú baki brotnu við
að kanna greiddar ábyrgðir til
Landsbankans nokkuf ár aftur i
timann ogóvist hve langan tima
það tekur.
Viðskipti fyrrverandi deildar-
stjóra við nokkur fyrirtæki eru
meðal þeirra þátta sem sérstak
lega eru til rannsóknar. Þegar
Visir ræddi við Erlu Jónsdóttur
deildarstjóra Rannsóknarlög-
reglunnar i morgun sagði hiin,
að nöfn þessara fyrirtækja yrðu
gefin upp strax og það væri
óhætt rannsóknarinnar vegna.
Stöðugt er unnið að bókhalds-
rannsóknum og annarri gagna-
öflun og sagði Erla að rann-
sókninni miðaði vel áleiðis. Aö
öðru leyti varðist hún allra
frétta og kvað rannsóknina
mundu leiða i ljós hvaðan fé það
sem talið er að svikið hafi veriö
út,væri komið.
—SG
Verður gripið
til gömiu úr-
rœðanna ó ný?
Sjá fréttauka Vísis,
sem Elías Snœland
Jónsson blaðamaður
skrifará bls. 10 og 11
Loðnuvertíðin:
VEÐUR
HAMLAR
VEIÐUM
Loðnuvertiðin fer heldur
hægt af stað. Veðrið á miðun-
um fyrir austan hefur verið
slæmt að undanförnu og þvi
litill friður við veiðarnar.
í gærkvöldi tilkynntu sjö
skip um afla — samtals 1400
tonn. en flotinn varð þá að
hætta veiðum vegna veðurs. 1
fyrrinótt var ekkert hægt að
veiða vegna veðurs en nóttina
þar áður tilkynntu átta bátar
að þeir hefðu fengið einhvern
slatta.
Samkvæmt upplýsingum
loðnunefndar voru 26 skip
komin á miðin i gær og
reiknað er með að fleiri bætist
i hópinn i dag og næstu daga.
—klp—
Þrumur og
eldingar!
Rafmagnstruflanir þær sem
vart hefur orðið að undan-
förnu stafa að sögn Lands-
virkjunar aðallega af vondu
veðri fyrir austan fjall.
Ljósblikk af ýmsu tagi hefur
verið áberandi og þaö stafar
mestmegnis af þvi að elding-
um slær niður i rafmagnslin-
una austan frá Búrfelli. Auk
þess hafa verið bilanir i Sig-
öldu og norðurlina er ein-
hversstaðar biluð samkvæmt
upplýsingum frá Landsvirkj-
un.
—GA
p|
Hollandsprins sótti hingað
íslens!ia suðurskautsfara
Bernharð Hollandsprins_ kom hingað til lands í gær til að sækja hjónin Sigrúnu
Laxdal og dr. Sturlu Friðriksson, en þeim hefur hann ásamt öðrum boðið í ferð
til Suðurskautslandsins. Á þessari mynd sem tekin er á Kef lavikurf lugvelli i gær
má sjá Bernharð prins á miðri mynd í litríkum jakka. Vinstra megin við hann er
Sigrún Laxdal en hægra megin þeir dr. Sturla og Haukur Helgason frá Utan-
rikisráðuneytinu. Fyrir aftan má sjá Árna Kristjánsson, aðalræðismann Hol-
lands hér á landi, eiginkonu hans Kristine E. Kristjánsson og son þeirra Hans
Kristján Árnason, sem komu til að taka á móti prinsinum og fylgdarliði hans.
Myndina tók Ijósmyndari Vísis i Keflavík, Heiðar Baldursson.
— klp.
Indriði
skrifar
um Eystein
og hina
Sjá neðanmáls
bls. 10 og 11
Myndasagan
um ABBA
er á bls. 20
r--------------N
Hefur þú reynt að selja eitt-
hvað með aðstoö smáauglýs-
inga Visis? Þeir sem hafa
reynt það undanfarin 67 ár
eru á einu máli um að smá-
auglýsing i Visi sé engin
SMA-augiýsing.
v_________________________/