Vísir - 01.02.1978, Page 5

Vísir - 01.02.1978, Page 5
HVER BORGAR IEITINA AÐ NJÓSNAHNETT- INUM? hnattarins en grunur leikur á v aðhann hafi komið þar niður og einhverjar leifar þessara 45 kilógramma af úranium 235 sem um borð i honum voru. Leitin að leifum sovéska njósna- hnattarins hefur nú staðið á aðra viku og eru stjórnmálamenn i Kanada farnir að spyrja hver standa skuli straum af kostnaði hennar. Til leitarinnar hefur þurft fjölda af flugvélum af ýmsum gerðum, sem sumar hafa flogið hundruð klukkustunda. Nokkur hundruð sérfræöingar, borgara- legir og frá hernum, hafa lagt lið við leitina og fengnir hafa verið um 100 bandariskir sér- fræðingar til aðstoðar. Leitinhefur uppskorið málm- brot, sem grafið hafði sig niður i freðna jörðina i norðvestur hluta Kanada. Um 320 km frá þeim stað er leitað í Stóra þrælavatni að kjarnaofni Barney Danson varnarmála- ráðherra Kanada, sagði, að kostnaðurinn af leitinni væri orðinn „umtalsverður”. — All- an MacEachen, aðstoðarfor- sætisráðherra, sagðist ekki viss um, hvort unnt væri samkvæmt gildandi alþjóðalögum að sækja Sovétríkin til bóta fyrir leitina. Alþjóðasamingar gera ráð fyrir að eigendur gervihnatta greiði allan skaða af völdum þeirra. Til þessa sjást þó engin merki um skaða af völdum Cosmos 954. fékk 4 verðlaun Gamanmynd Neil Simon, „The Goodbye Girl”, vann til fjögurra verðlauna hjá samtökum er- lendra fréttamanna i Hollywood, en verðlaunaathöfn samtakanna fór fram um helgina. Aörar myndir, sem fengu „Golden Globes”-verðlaun, voru „Júlla”, „The Turning Point” og „Equus”. Höfundurinn, Neil Simon, og kona hans, Marsha Mason, sem lék hlutverk stúlkunnar, sem helstsvo illa á kærustunum, hlutu verðlaun. Richard Dreyfuss, sem lék á móti Mason, fékk sömuleiöis verðlaun og siöan kvikmyndin sjálf. Richard Burton, nýkominn frá Afriku, var fagnað gifurlega, þegar hann kom til verðlaunaat*- hafnarinnar. Risu áhorfendur úr sætum og klöppuðu honum óspart lof 1 lófa. Hann fékk verðlaun sem besti dramatiski leikarinn fyrir túlkunina á sálfræðingnum i „Equus”. Meöleikari hans, Peter Firth, fékk viðurkenningu sem besti aukaleikari. Venessa Redgrave fékk viður- kenningu fyrir besta aukahlut- verk kvenna. KANADISKI DÓMSMALA- RÁÐHERRANN FALSAÐI UNDIRSKRIFT Pierre Trudeau, for- sætisráöherra Kanada, skýröi frá þvi í morgun, að það hefði verið að beiðni hans, sem Francis Fox að- stoða rdómsmá la ráðherra sagði af sér í gær. Kvaðst Trudeau hafa oröið þess áskynja að Fox hefði aðstoðað ástkonu sina við aö fá leyfi til fóstureyðingar með þvi aö falsa undirskrift eiginmanns hennar undir leyfisumsóknina. Trudeau sagðist hafa fengið upplýsingarnar frá óbreyttum borgara, en vildi ekki tilgreina þann nánar. Lá hann Fox á hálsi fyrir að hafa ekki sagt sér frá vandamálum sinum áður en Tru- deau valdi hann i ráðherraem- embættið fyrir sextán mánuðum. Fox tilkynnti afsögn sina i neöri málstofunni i gær, og játaði fyrir þingmönnum, að ástæðan væri ástamál hans og afleiðingar þeirra. Nokkur styrr hefur staöiö um Fox aö undanförnu vegna per- sónunjósna kanadisku riddara- lögreglunnar, en dómsmálaráð- herrann er æðsti yfirmaður hennar. Hefur Fox haldið uppi vörnum fyrir lögregluna og þykir hafa staðiö af sér atlöguna, svo að afsögn hans núna kom mjög á óvart. ANDSTÆÐINGAR SADATS ÞINGA í ALSÍR Fjórir utanríkisráðherr- ar Araba og einn af leið- togum Palestínuaraba leggja að líkindum fram í dag á fundi þeirra í Alsír drög að nýjum yfirlýsing- um gegn friðarviðleitni Israels og Egyptalands. Alsir, Sýrland, Libia, Suður- Yemen og PLO mvnduðu á fund- inum i Tripóli (5. desember) bandalag, sem þeir stofnuöu beinlinis tii fjandskapar viö frið- arstefnu Sadats Egyptalandsfor- seta. Abdul Moshin Rabu Maizer, einn af leiðtogum PLO, gaf til kynna fyrir utanrikisráöherra- fundinn i gærkvöldi, að ræddar yrðu að þessu sinni hugsanlegar aðgerðir, sem ganga mundu lengra en yfirlýsingarnar á fund- inum i Tripóli. 1 Tripóli urðu þessir aöilar sammála um að rifta samband- inu við Egyptaland og gera með sér varnarbandalag. Kvennamorðinginn í Los Angeles douður Lögreglan i Los Angeles segir, að hugsanlega sé morðinginn, sem ieitað hefur veriö hvað mest þar vegna dauða tólf ungra kvenna, nú sjálfur dauður. Konur i Los Angeles hafa vart þorað út fyrir dyr eftir þessi tólf hryllilegu morð á siðasta ári, en morðinginn haföi i flestum tilvik- um misþyrmt fórnardýrum sin- um kynferðislega og skilið siðan við likin nakin i hliðunum uppi af Los Angeles. Lögreglan hefur leitað tveggja manna og lýst eftir þeim, en ann- ar þessara manna fannst stung- inn til bana. Kvennamoröinginn i Los Ángeles ‘lét siðast að sér kveða 14. desember. BASKAR SETJA HARÐA KOSTI Svo virðist sem Spánn verði að kaupa f rið í hinum róstusömu Baskahéruðum á N-Spáni dýru verði. Hryðjuverkamenn að- skiInaðarsinna setja að skilyrði fyrir þvi að hætta 20 ára löngu stríði sínu við þjóðvarðliðið að Baska- héruðin fái sjálfstjórn. Rodolfo Martin Villa, innan- rikisráðherra, sagöi opinberlega i gærkvöldi, að hann efaðist um að þessi fjögur héruð á N-Spáni gætu nokkurn tima aftur tekið eölileg- an þátt i stjórnmálalifi Spánar. Kvað hann of miklar hindranir vera i veg fyrir þvi. Hryðjuverkamenn að- skilnaðarhreyfingar Baska (ETA) kröfðust þess i gær, að þjóövarðliðið og herinn yrðu á brott úr Baskahéruðunum og heimastjórn Baska fengi umráð herstöövanna. Þeir gerðu sömu- leiðis að skilyrði fyrir friði að öll- um pólitiskum föngum (Baska) yrði sleppt úr fangelsum. Martin Villa sagði i gærkvöldi, aö það kæmi ekki til fleiri náðana. Spænska sjónvarpið haföi viðtal við innanrikisráðherrann i tilefni almennrar gremju, sem vaknaö hefur vegna upplausnarástands sem rikir i spænskur fangelsum, þar sem allt logar i strokutilraun- um og uppreisnum. Þar að auki hefur glæpum fjölgað mjög og hryðjuverkamenn fært sig upp á skaftiö. Skömmu áður en viðtaliö við Martin Villa var birt, gerðu hryðjuverkamenn einmitt skot- árás á heimili fyrirrennara hans I Madrid. Manuel Fraga Iribarne var ekki heima og lögreglu- mennirnir tveir, sem vöktuðu húsiö sluppu ómeiddir. Fraga hefur gagnrýnt harðlega linkind yfirvalda við að halda uppi lögum og reglu. fáametia dömubindin sem þú getur treyst 2 ^ Heildsölubirgöir Smurbrauðstofan BJQRNINN Njálsgötu 49 — Simi 15105

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.