Vísir - 01.02.1978, Side 9
VISTR
Miðvikudagur 1. febrúar 1978
Markaðsnefnd landbúnaðarins:
ÓSKAÐ EFTIR TILLÖGUM UM
MARKAÐSÖFLUN ERLENDIS
Að frumkvæði Búnað-
arþings var komið á fót
á siðastliðnu ári Mark-
aðsnefnd landbúnaðar-
ins. í nefndinni eiga sæti
fulltrúar tilnefndir af
Búnaðarfélagi tslands,
Framleiðsluráði land-
búnaðarins, Stéttarsam-
bandi bænda, Sambandi
islenskra samvinnufé-
laga og landbúnaðar-
ráðuneytinu. Formaður
nefndarinnar er Sveinn
Tryggvason fram-
kvæmdastjóri.
STOPP
##
##
tslenskir ungtemplarar hafa
gefið út blaðið „Stopp” og mun
þvi verða dreift til allra nem-
enda í 8. bekk grunnskóla og þar
fyrir ofan.
Blaöið/sem gefið er út í 20 þús-
und eintökum/fjallar um vimu-
gjafa. Er það mjög vel úr garði
gert og i þvi athyglisverðar
greinar, eins og t.d. langt viötal
við Hauk Guðmundsson, hinn
umtalaða rannsóknarlögreglu-
mann úr Keflavik, um afskipti
hans og álit á fikniefnamálum á
Islandi.
Þá er i blaðinu grein sem
nefnist „Flóttinn frá raunveru-
leikanum’’ önnur sem nefnist
„Að losna úr fjötrunum” og enn
ein sem ber nafnið „Kjaftæöi
eða hvað”. Auk þess eru i blaö-
inu ýmsar aðrar greinar og við-
töl við landsþekkt fölk.
Ungtemplarar hyggjast ræða
við nemendur i nokkrum skól-
um i Reykjavik og nágrenni i
dag — kynna blaðið og svara
— Blaði sem fjallar um
vímugjafa dreyft í 20
þúsund eintökum í dag
fyrirspurnum. Auk þess verður
opið hús hjá þeim i Templara-
höllinni i kvöld kl. 20.30 og eru
unglingar velkomnir þangað.
— klp
Margvisleg málefni hafa verið
rædd á fundum nefndarinnar en
þýðingarmestu málin sem hún
hefur fjallað um er útfiutningur
landbúnaðarafurða. Enda var til-
gangur með stofnun nefndarinnar
fyrst og fremst sá að kanna sem
Itarlegast alla þá möguleika sem
um væri að ræða til að koma land-
búnaðarafurðum okkar i sem best
verð erlendis.
Könnun er hafin innan kjötiðn-
aðarins á möguleikum á fram-
leiðslu sérstakra kjötvara sem
gætu orðið eftirsóttará erlendum
mörkuðum. Á þann hátt telur
nefndin meiri möguleika á sölu
dilkakjöts sem sérstakrar gæða-
vöru sem gæfi hærra verð en
veriðhefur fram að þessu. Ýmsar
hugmyndir um framleiðslu hafa
verið ræddar, s.s. mismunandi
mikið reykt dilkakjöt, saltkjöt og
mismunandi tilbúnir réttir úr
kindakiöti.
Markaðsnefndin hefur mikinn
áhuga á að sem flestir komi fram
með hugmyndir sem gætu komið
að gagni til aukinnar og bættrar
sölu á landbúnaðarafurðum. Jón
R. Björnsson hjá Framleiðsluráði
landbúnaðarins, starfsmaður
Markaðsnefndar, tekur við öllum
tillögum frá þeim er telja sig geta
bent á nýjar leiðir i markaðsöfl-
un.
— KS
Stimplagerö
félagsprentsmiðjunnar hf
Spítalastíg 10 — Sími 11640
Mónujtr
pvrir öuu
muiiíUR
miAIKIPTI
26488
Opið:
mánud.-föstud.
kl. 9-19,
laugard.
kl. 10-16.
600 fm. bjortur
og upphitaður,
mjög
skemmtilegur
sýningarsalur
ALLTAF PLÁSS
FYRIR BÍLINN
ÞINN.
ÞAÐ FARA
ALLIR ÁNÆGÐIR
FRÁ OKKUR
AUGLYSIÐ I VISI
AFDREP FASTEIGNASALA
28644
2ja herbergja ibúöir
HÓFGERÐI, KÓPAVOGI
2ja herb. 90 fm kjallaraibúð. Stór rúmgóð og snyrtileg Ibúð.
3ja herbergja íbúðir
BARÓNSSTÍGUR
3—4 herb. 95 fm ibúð. Skipti á ibúð i Hafnarfirði koma til greina.
DÚFNAHÓLAR
3ja herb. 90 fm Ibúö á 3. hæð i 3ja hæða blokk. Gott skáparými. Stórar svalir.
SÓLHEIMAR
3ja herb. 90fm ibúð á 7.hæði háhýsi. Stórfallegt útsýni.
28645
4ra herbergja ibúðir
KLEPPSVEGUR
4—5 herb. ibúð. Skipti á 3—4herb. ibúðkemur tilgreina.
Stærri ibúðir og einbýlishús
ARNARTANGI MOSFELLSSVEIT
4ra herb. endaraðhús 110 fm (finnskt hús) Húsið er stór stofa, 3 svefnher-
bergi, þar af 2 með fataherb. innaf. Gufubað, manngengur kælir ofl. Verð
13.5—14 m.
SMYRLAHRAUN HAFNARFIRÐI
Endaraðhús á 2 hæðum. Stór bilskúr með kjallara fylgir. Sérstaklega falleg
eign.
HÖFUM KAUPENDUR AÐ:
Sérhæð eða einbýlishúsi á Seltjarnarnesi, má garnan
vera byggt úr timbri. Húseign i Reykjavík eða Kópa-
vogi, sem hefur tvær ibúðir, eða hægt er að breyta i
tvær ibúðir. Fokheldu einbýlishúsi, eða lengra a veg
komnu, i Garðabæ. Sérhæð í heima- eða Vogahverfi.
Einbýlis- eða raðhúsi i Norðurbæ Hafnarfjarðar. 4ra
herb. ibúð i Heima- eða Vogahverfi. 5 herb. ibuð helst
við Rauðalæk eða nágrenni. 2ja til 3ja herb. ibúð i
Norðurbæ Hafnarfjarðar. 4ra herb. ibúð i Fossvogi,
2ja til 3ja herb. ibúð i Langholts-, Heima- eða Háa-
leitishverfi.
Allt kaupendur sem eru tilbúnir að kaupa réttu eignina STRAX
—