Vísir - 02.02.1978, Blaðsíða 24

Vísir - 02.02.1978, Blaðsíða 24
VÍSIR cit.ifl A.r.m r/i Opið virka daga til kl. 22.00 Laugardaga kl. 10-12 Sunnudaga kl. 18-22 Smáauglýsing í Vísi er enginQÍ|4 óauglýsing s'*?' Opið virka daga til kl. 22.00 öDOll Derby billinn biftur eiganda slns gljáfægftur i sýningarsal Heklu. Ljósm. B.P. Éghefverið bfllaus síðon í housf' — sagði Ólafur Jónsson sem fékk fyrsta bílinn í óskrifendagetraun Vísis „Ég hef verið billaus siðan i haust svo að þetta kemur sér svo sannarlega vel”, sagði Grétar Ólafur Jónsson á Raufarhöfn i morgun, en hann hlaut fyrsta bilinn i áskrifendaget- raun Visis. Það var bill af Derby-gerð, metinn á 2.2 milljónir króna. Grétar ólafur er sjómaður og býr á Raufarhöfn ásamt konu sinni og þremur drengjum. „Ég hef búiö hér á Raufar- höfn i tæplega fjögur ár”, sagði hann i morgun, ,,en hingað fhitt- um viö frá Hafnarfiröi. Hér hef ég stundaö sjómennsku á eigin bátum, fyrst fjögurra tonna trillu en nú á tiu tonna báti.” Grétar er væntanlegur suður til Reykjavikur i dag til þess aö taka viö verölaunabilnum. —ESJ Voru að hefja leit þegar bóturinn kom fram Björgunarsveitar- menn á Bildudal voru farnir að búa sig undir að hefja leit að litlum báti með einum manni, þegar hann kom fram i gærkvöldi. Maðurinn ætlaöi með póst á bátnum frá Stapadal að Auökúlu rétt viðHrafnseyri. Lagöi hann af staö eftir hádegi en þegar leið aö kvöldi og hann kom ekki fram fóru menn að undrast um hann. Um klukkan sjö hringdi þó maöurinn og lét vita af sér. Haföi vélin i bátnum bilað en hann gat róiö í land. Komst hann aö bæ og gat hringt þaðan til þess aö láta vita af sér. Fóru menn honum til hjálpar með bátinn. HF, BUdudal/—EA EITRUNIN í HOLLANDI: „Við látum að sjálfsögðu rann- saka appelsínurnar" sagði Björgvin Schram við Vísi í morgun, en fyrirtœki hans er eitt þeirra sem flytja inn appelsínur frá ísrael „Viö flytjum inn appel- sinur frá ísrael og við hóf- um rannsókn á þessu máli um leið og við heyrðum um eitrunina í Hollandi/" sagði Björgvin Schram, stór- kaupmaður við Vísi í morgun. „Okkur sýnist á öllu aö litlar sem engar likur séu á þvi að nokkurt eitur sé i þeim appelsin- um sem viö höfum flutt inn, en engu aö siöur verða sérfræðingar látnir rannsaka þær.” Eins og komiö hefur fram i fréttum voru fimm börn i Hol- landi flutt á sjúkrahús meö kvika- silfurseitrun, eftir aö hafa boröaö appelsinur frá tsrael. Hryðjuverkasamtök Palestinu- araba hafa lýst á hendur sér ábyrgð á þessu illvirki. Þessi eitr- un er ekki banvæn, en veldur ógleði og vanliöan. „Viö spurðumst strax fyrir um þetta,” sagði Björgvin Schram viö Visi. „Og okkur var sagt aö veriö væri aö gera úlfalda úr mý- flugu. Þetta væri áróöursbragð gegn vörum frá tsrael. Okkur var einnig sagt aö ef þetta hefði gerst i tsrael eöa umskipunarhöfn, heföu appelsinurnar veriö aug- ljóslega ónýtar þegar þær komu á markaöinn og þvi engin hætta á að þær yröu borðaöar.” „Þaö eru engar beinar ferðir frá Israel hingaö til lands og viö og aðrir isl. innflytjendur fá- um þvi vörur þaðan um um- skipunarhöfn. Timinn er það langur að ef eitur hefði verið sett i appelsinur sem hingaö koma, ættu þær að veraöa orðnar sýni- lega ónýtar.” „t svona máli tekur maður hinsvegar ekki nokkra áhættu og þvi munum við láta sérfræðinga rannsaka appelsinur okkar”. Þess má að lokum geta aö i fréttaskeyti frá Reuter-frétta- stofunni, segir að viö rannsókn á appelsinuförmum þar, hafi aö- eins fundist tuttugu eitraöar appelsinur. —óT Erlendu stórmeistararnir sem taka þátt í Reykjavikurmótinu i skák eru nú að koma til landsins. Vlastimil Hort kom í gærkvöldi og William Lombardy kom fyrr í vikunni. I dag koma Larsen, Browne og Polugaevski, Kuzmin og ögaard, sem er alþjóðlegur meistari. Á morgun koma Smejkal og Miles. Einar S. Einarsson forseti Skáksambandsins fagnar Hort við komu hans i gær- kvöldi. (Vísism.: BP) Eftir 20% hœkkun viðmiðunarverðs: HRATT GENGISSIG GÆTI NÆGT þarf að fara úr 218 í 250 kr. á tveim mánuðum — dollarinn „Þessi hækkun er ekki nægi- leg fyrir fiskvinnsluna og þaft verfta jafnframt aft koma tii aftrar ráftstafanir”, sagöi Árni Benediktsson formaftur Sam- bands frystihúsa. I samtali við Visi i morgun um hækkun á viðmiöunarveröi freöfisks en þaö var hækkaö um 20% á fundi I stjórn Veröjöfnunarsjóös i gær. Arni á sæti i stjórn Verö- jöfnunarsjóös. „Viö fórum fram á 24.3% hækkun”, sagði Arni. „Verð- jöfnunarsjóöur er nú tómur hvaö snertir freðfiskdeildina og hefur rikissjóöur ábyrgst greiöslur úr honum. Þaö verður ekki gert nema meö beinum framlögum úr rlkissjóöi eða lántökum. Ort gengissig mundi lika nægja til aö afla sjóðnum tekna auk þess sem þaö myndi leysa annan vanda fiskvinnsl- unnar jafnframt. Fiskvinnslan fær greidd 75% af mismun á markaðsveröi og viömiöunar- veröi. Þaö vantar um 6 milljarö i Verðjöfnunarsjóö til þess aö hann geti staðiö viö fyrirsjáan- legar skuldabindingar vegna freðfisksútflutnings.” Talið er eftir þeim heimild- um, sem Visir hefur aflaö sér að gengið þurfi aö siga það hratt að dollarinn, sem nú stendur i 218 krónum islenskum, veröi kom- inn upp i 250 krónur i april en þá hefst útflutningur sjávarafuröa fyrst að nokkru marki. Hér er um aö ræöa þvi sem næst 15% hækkun á gengi krónunnar gagnvart dollara. „Þetta verö uppfyllir ekki all- ar óskir fiskvinnslunnar”, sagði Jón Sigurösson þjóöhagsstjóri viö Visi i morgun er hann var spuröur um ákvöröun Verö- jöfnunarsjóös. „Eftir atvikum má tryggja viðunandi rekstur”, sagöi Jón, „upp á þessi býti ef aörar aö- stæður eru i lagi”. Jón var spurður aö þvi hvort hánn teldi að þörf væri á gengislækkun eða hröðu gengissigi til að tryggja betur rekstrarstöðu fisk- vinnslunnar og vildi hann ekk- ert láta hafa eftir sér um það at- riði. —KS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.