Vísir - 03.02.1978, Síða 1
Skiptiborðið
sjóðhitnaði
af álaginu
Kvikmynda-
listahátíð
Kvikmyndavikan hófst f gær, og
er fjallaö um hana á bla&síöu 2-3
og í kvikmyndaþættinum á bls.
25. Myndin sýnir Wim Wenders
fiytja ávarp á hátiöinni i gær. VIs-
ismynd — BP.
SEÐLABÁNKINN BIRTIR EKKI NÖFNIN
..Dómstólar fylgjast
alveg með þvi hvernig
við tökum á þessu máli,
það er lesið yfir öxlina
á okkur”, sagði Björn
Tryggvason banka-
stjóri i Seðlabankanum
i samtali við Visi i
morgun.
Björn var spuröur hvaö liöi
könnun á reikningum tslend-
inga i Danmörku og hvort nöfn
þeirra yrðu birt. Hann sagði aö
viðkomandi aðilar hefðu fengið
30daga frest til svara og frestur
væri ekki útrunninn hjá öllum.
Eðlilegar skýringar væru fyrir
hendi á tilvist sumra þessara
innistæðna, aðrar væru til-
komnar af mjög öeðlilegum or-
sökum. Slikt væri alvarlegt máj.
Spurningunni um nafnbirtingu
visaði Björn til Guðmundar
Hjartarsonar bankastjöra.
Þegar Visir bar hana upp við
Guðmund sagðist hann ekki
reikna meö að bankinn birti
nöfnin. Málið væri enn á rann-
sóknarstigi og eftir að kanna
ýmis gögn. Þegar þau lægju fyr-
ir yrðu ákvarðanir teknar.
— SG
Hvaö eftir annaö lá viö bil-
unuin á simaboröi Visis þegar
borgarstjóri svaraöi fyrir-
spurnum lesenda blaösins i
gærkvöidi. Frá klukkan 19.30
til iiölega 21 voru allar linur
blaösins rauöglóandi þar sem
mikili fjöldi fólks vildi ræöa
viö Birgi Isleif Gunnarsson.
Alls voru það 32 sem náöu
sambandi viö borgarstjóra
þann einn og hálfan klukku-
tima sem hann sat fyrir svör-
um, en fjölmargir gáfust upp á
að biða eða náöu ekki sam-
bandi fyrr en of seint.
Fólk á öllum aldri hringdi og
var sá yngsti 11 ára gamall.
Margvisleg málefni bar á
góma hjá lesendum Visis og
borgarstjóra. Spurt var um
fyrirhugaðar framkvæmdir i
miöbænum, félagsmálastofn-
unina, gatnagerð, byggingar-
leyfi og óleyfi, strætisvagna-
skýli, lán til kaupa á eldri
ibúðum og framkvæmdir við
leikvelli, svo að örfá dæmi séu
nefnd.
1 Visi á morgun verður gerö
grein fyrir spurningum til
borgarstjóra og svörum hans.
Sú nýbreytni sem Visir hefur
tekið upp aö fá menn til að
svara lesendum á beinni linu
hefur hlotið einstaklega góðar
og almennar viötökur lesenda.
Blaðið mun halda þessari
þjónustu áfram og eftir tvær
vikur verður bein lina i næsta
skipti.
— SG
Símastúlkur Visis reyna aö
tjónka viö skiptiborö blaösins,
þegar beöiö var á öllum linum
og allt stóö fast þannig aö eng-
inn gatuin tima náö sambandi
viö borgarstjórann.
Visismynd: BP
Föstudagur 3. febrúar 1978 31. tbl. 68. árg.
Asókn í gj
var orðin
i gjgldeyri
in óeðlíleg
— sagði Ólafur Jóhannesson, viðskiptaróðherra í morgun um
hœgagang á gjaldeyrisafgreiðslunni
,,Það var orðin óeðli-
leg ásókn i gjaldeyri og
þess vegna var gripið
til þess að hægja á allri
gjaldeyrisafgreiðslu”,
sagði Ólafur Jóhannes-
son, viðskiptaráðherra
við Visi i morgun.
Þessi ákvörðun var tekin i
gær og kom þá þegar til fram-
kvæmda. Fyrirkomulagiö er
svipað og stundum áður við
álika aðstæður: þ.e. að svo til
allar beiðnir um yfirfærslur
þurfa nú sérstaka samþykkt
gjaldeyrisyfirvalda og getur þvi
tekið marga daga að afgreiða
gjaldeyrisbeiðni sem venjulega
hlýtur skjóta afgreiöslu.
Eins og Visir skýrði frá s.l.
mánudag er talið fullvist að
gengi krónunnar verði fellt ein-
hvern næstu daga. Um þaö efni
vildi viðskiptaráðherra hins
vegar ekkert segja i morgun.
Mikil fundahöld hafa verið
siðustu dagana hjá rikisstjórn-
inniog öðrum aöilum sem máliö
varðar, um ráðstafanir til þess
að aðstoða fiskvinnsluna og er
gengisfellingin ætluð til þess að
leysa vanda a.m.k. um sinn.
Ekki er enn ljóst, hversu mikil
gengisfellingin veröur en rætt
hefur verið um, aö 14-20%
gengisfelling nægi til að leysa
rekstrarvanda útflutningsat-
vinnuveganna.
Þá hefur rikisstjórnin og
þingmenn stjórnarflokkanna,
einnig f jallað um aðrar aögeröir
i efnahagsmálum, þar á meðal
um hugsanlegar breytingar á
verðtryggingu launa.
Ólafur Jóhannesson sagði i
morgun, að hægagangurinn i
gjaldeyrisafgreiðslu yrði alla-
vega fram að helgi. —ESJ
,,Ég hgfi ekki séð neitt
bréf til borganáðs um
hagsmuni er skipta eiga
hundruðum miiljóna og
þeir sem undirbúa fundi
ráðsins kannast ekki við
slikt bréf”, sagði borg-
arstjóri i svari við fyrir-
spurn lesenda Visis.
Spurt var hvort þaö hefði við
rök að styöjast, sem Páll Líndal
héldi fram, aö borgarráð hefði
stungið undir stól bréfi sem snerti
eignir upp á hundruö milljóna.
Borgarstjóri sagði ennfremur
að rannsókn á máli Páls Lindals
yrði til umræðu á fundi borgar-
ráðs i dag og fyrr gæti hann ekki
veitt nánari upplýsingar um mál-
ið.
— SG.
Birgir isleifur Gunnarsson, borgarstjóri islmanum á stjórnarskrif-
stofum Visis I gærkvöldi, önnum kafinn viö aö svara fyrirspurnum
lesenda Visis. Visismynd: BP.
Hafrún náðist
á flot í nótt
Vélbáturinn Hafrún sem Tveir menn slösuöust þegar
strandaöi i Arnarfiröi i iyrrinótt unnið var við að ná bátnum út i
náöist á flot I nótt. Kom varö- gær. Slitnaöi þá togvirinn á milli
skip meö bátinn aö bryggju á Hafrúnar og varðskipsins og
Bildudai snemma I morgun, cn urðu stýrimenn á báðum
um skemmdir á bátnum er enn skipunum sem voru um borö i
ekki vitað. Hafrúnu fyrir virnum.
Augljóst var þó að mikill sjór Var annar þeirra fluttur suður
var kominn i bátinn. Var hann ' til Reykjavikur til nánari rann-
mjög siginn að aftan er varö- sóknar, en meiðsli hans munu
skipið kom með hann inn en ekki hafa verið alvarleg. Hinn
þrátt fyrir það tókst ágætlega að maðurinn marðist töluvert á
koma honum að bryggju. baki. —Kip/HF, Bildudal
Borgarstjóri á beinni línu um bréfið, sem Póli
Líndal segir hafa verið stungið undir stól:
„fg hef ekki
séð slíkt bréf"