Vísir - 03.02.1978, Qupperneq 4

Vísir - 03.02.1978, Qupperneq 4
IAVEX frískandi þurrkur vættar spritti á skrifstofuna íbílinn í feröalög Heildsölubirgdir Halldór Jónsson hf. D’Estaing forseti meöal kjósenda, sem völdu stefnu hans fram yfir Mitterrands. Sömu kjósendur virð- ast nú liklegir til þess að greiöa Mitterrand og bandamönnum hans atkvæði sfn. FORSETI m m D'Estaing Frakklands- íorseti horfir fram ó erfiðleikatima, ef w w 1 STJORN-[ vinstri flokkarnir nó neirihluta ó þinginu ARANDSTOÐU? Föstudagur 3. febrúar 1978 vism Eitt af aðalkosningamálunum i Frakklandi um þessar mundir er sprottið upp af möguleikan- um á einskonar stjórnarkreppu, ef vinstriflokkarnir fara með sigur af hólmi i þingkosningun- um i næsta mánuði. Upp gæti komið þráskák þar sem forseti Frakklands yrði i andstöðu við hina nýju ríkisstjórn sigurveg- aranna. Það er Valery Giscard D’Estaing forseti sem sjálfur hefur vakið máls á þessum möguleika í ræðu, sem hann flutti i siöustu viku. Spáir sú ræða ekki góðu um möguleikana á samstarfi forsetans við hugs- anlega vinstristjórn. I þessari mjög svo haröorðu ræðu varaöi Frakklandsforseti kjósendur viö því, að áætlanir kommúnista og sósiallista mundi, ef þeir kæmust i stórn- araðstöðu eyöileggja efnahags- lif landsins og spilla orðstir Frakklands út á við. Með þvi aö taka svo tvimæla- lausa afstööu með stjórnar- flokkunum, Gaullistum, Mið- flokknum og Lýðveldissinnum hefurD’Estaing komiö sér i nær ómögulega aöstöðu, ef þessir flokkar tapa kosningunum. Þá gæti hann þurft aö sitja rikis- stjórnarfundi i forsætr yfir ráðherrum, sem hafa á stefnu- skrá sinni áætlanir, er hann hef- ur fordæmt. Þetta þykir alls ekki fjar- iægur möguleiki þvi aö skoðanakannanir og kosninga- spár hafa allar um margra mánaða bil bent til sigurs vinstri flokkanna. — Og i fyrsta sinn á tuttugu ára ævi fimmta lýðveldis Frakklands mundi forseti landsins þurfa að stjórna i andstöðu við meirihluta þings- ins ef þessar spár rætast. Og staöa forsetans yröi þá, eins og Jacques Chirac, leiðtogi Gaullista lýsti þvi: „Hann mundi veröa fangi i sinum eigin kastala”... Þar til kjörtlmabils hans rennur út 1981. Raymond Barre forsætisráö- herra, hóf svo aftur umræðu á möguleika á stjórnarkreppu, þegar kappræður hófust eftir ræöu forsetans. Henti hann á lofti ummæli Francois Mitter- rand, leiötoga sósialista sem haföi talað um óhjákvæmilegan ágreining, þegar forsetinn lenti i stjórnarandstöðu á þinginu. Barre sakaöi Mitterrand um aö draga i efa heilbrigði stjórn- skrárinnar og grundvallarregl- ur fimmta lýðveldisins. Sagöi hann sósialista halda að þeir þyrftu að bola forsetanum frá með valdi eöa knýja hann tii af- sagnar með þvi aö hrinda i framkvæmd stefnu sinni um Francois Mltterrand visar ásökunum ó bug. viðtæk þjóönýtingarform, eignajöfnun og félagslegar breytingar. „Þeir geta ekki hrundið sam- eiginlegum stefnumálum sinum i framkvæmd, án þess aö yfir- stiga vilja forsetans, sem er fulltrúi meirihluta þjóöarinnar. En að því stefnir Mitterrand einmitt”, sagði Barre. Barre forsætisráöherra hafði þarna i huga aö sósialistar og kommúnistar mundu i rikis- stjórn gera aðstöðu forsetans svo óþolandi, að hann neyddist til þess að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga, eða segja af sér að öðrum kosti. Mitterrand var fljótur til svars og visaði þessum ásökun- um forsætisráðherrans á bug. „Þetta er hinn eilifi hræðslu- áróður”, sem hægriöflin gripa til fyrir kosningar til þess aö hræða kjósendur”, sagði hann. En jafnvel þótt tekið sé tillit til þess hvernig tilfinningarnar hleypa flestum umræðum upp i kosningahitanum, hljóta menn aö velta fyrir sér spurningunni um, hvert hlutverk forsetans verði, ef vinstri flokkarnir kom- ast að. Stjórnarskrá fimmta lýðveld- isins er ekki vel sniðin fyrir ástand, eins og það sem hlýtur aö fylgja hugsanlegum sigri vinstrimanna i næsta mánuöi. Þegar Giscard D’Estaing náði kjöri 1974, sigraði hann Mitterrand i kosningunum, og eitt aðalkosningamáiið þá var sameiginleg stefna vinstri flokkanna í kosningabandalagi þeirra. 1 ræðu sinni á dögunum minnti D’Estaing kjósendur á, aö þeir höfðu hafnað þeirri stefnu þá, en stuttu stefnu hans, þegar þeir kusu hann. Nú sýna hinsvegar skoöana- kannanir, að þessir sömu kjós- endur, fjórum árum siðar, kunna að vera reiöubúnir til þess að greiða stefnu Mitter- rands og annarra vinstrimanna atkvæöi. Þaö sem D’Estaing vildi vara kjósendur við, var það, að kysu þeir vinstriflokkana mundi áformum sósialista og kommúnista verða komið £ram, án þess að hann fengi rönd við reist. Stjórnarskráin veitir ekki Frakklandsforseta nein völd til þess aö stöðva frumvörp meiri- hlutans. — Samtímis hét D’Estaing þvf, aö hann mundi standa vörö um stjórnarskrána og velferö Frakklands. Mitterrand svaraði um hæl með þvi að skora á kjósendur að synja ekki vinstriflokkunum stuðnings i þeim tilgangi einum að firra forsetann vandkvæðum i samskiptunum við þingið. Framleiðum allskonar bólstruð húsgögn og klœðum gömul. Urval af bílaáklæðum (coverum) Sendum í póstkröfu Altikabúoin Hverfisgötu 72. S. 22677 Hvertisgöl'u 76 — :Sími 15102' Á '*■ ’ ' ' P ' Nauðungaruppboð sem auglýst var í 62., 64. og 66. tbl. Lögbirtingablaðs 1977 á Urðarbakka 34, þingl. eign Páls Björnssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik, á eigninni sjálfri mánudag 6. febrúar 1978 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 6., 8. og 10. tbl. Lögbirtingablaðs 1977 á v/s Frosta SH-181, þingi. eign Markúsar Þórðarsonar fer fram eftir kröfu Tryggingast. rikisins og Brands Bryn- jólfssonar hrl. við eða á skipinu i Reykjavíkurhöfn mánu- dag 6. febrúar 1978 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 62., 64. og 66. tbl. Lögbirtingablaðs 1977 á Tunguvegi 64, talin eign Ragnars S. Sigurðssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri mánudag 6. febrúar 1978 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavík.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.