Vísir - 03.02.1978, Blaðsíða 10
10
VISIR
utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdarstjóri: Davið Guómundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
Olafur Ragnarsson
Ritstjornarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð
mundurG. Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn:
Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jónína
Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli
Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal. Gylfi Kristjánsson.
Ljosmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson. Utlit og hönnun: Jón
Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Auglysinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8
simar 86611 og 82260
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald er kr. 1700 á
mánuði innanlands.
Verð i lausasölu
kr. 90 eintakið.
Prentun
Blaðaprent h/f.
Kröfluvinnubrögð
Tveir af þingmönnum Framsóknarf lokksins hafa sett
fram all harða gagnrýni á frumvarp ríkisstjórnarinnar
um heimild til að virkja Blöndu. Annar þeirra, Páll
Pétursson á Höllustöðum, er einn af þröngsýnustu
mönnum þingsins og eindreginn andstæðingur allra stór-
virkjana og stóriðju. Afstaða hans kemur því ekkiá óvart.
Á hinn bóginn er það rétt, sem fram kom í þingræðu
Páls Péturssonar í þessari vjku, að ringulreiðina í efna-
hagsmálum má að nokkru leyti tekja til iðnaðar- og
orkuráðuneytisins. Þar vegur þyngst tíu milljarða króna
dauð fjárfesting við Kröflu og önnur eins fjárfesting i
hallarekstri jánblendiverksmiðju í Hvalfirði.
Fráleitt er með öllu að hafna á þessu stigi virkjun í
Blöndu. Ýmislegt bendir til að þar megi gera hagkvæma
virkjun. Hitt er annað mál, hvort tímabært sé að veita
lagaheimild fyrir virkjun þar. Þórarinn Þórarinsson
formaður þingf lokks f ramsóknarmanna.hef ur gagnrýnt
frumvarp ríkisstjórnarinnar á þeirri forsendu og fært
fyrir því gild rök.
Þórarinn Þórarinsson sagði í þingræðu um þetta mál,
að sá orðrómur væri sannur, að vinnubrögð þingsins
væru í afturför að því leyti, að Alþingi væri mun fúsara
nú en áður að veita heimild til ýmissa f ramkvæmda, sem
ekki hefði veriðgerð nægjanleg grein fyrir. Þetta er kór-
rétt hjá þingflokksformanninum og færi vel á því, að
fleiri þingmenn athuguðu stöðu þingsins frá þessu sjón-
arhorni.
Kröfluvirkjun er frægt dæmi um vinnubrögð af þessu
tagi. Þórarinn Þórarinsson sagði í þingræðu sinni, að svo
virtist sem núverandi orkuráðherra hefði við flutning
heimildarfrumvarps fyrir Blönduvirkjun tekið sér til
fyrirmyndar þau vinnubrögð, sem voru viðhöfð, er
heimildar til byggingar Kröflu var aflað á þingi.
Þetta er réttmætábending. Frumvarpið um heimild til
að láta virkja Kröflu var samþykkt á Alþingi að frum-
kvæði þáverandi orkuráðherra án þess að fyrir lægju
fullnaðarrannsóknir og án þess að í frumvarpinu væri
ákvarðað hverjir myndu hafa umsjón með framkvæmd
verksins. Engin ákvörðun hafði þá veriðtekin um rekstr-
araðila og sú ákvörðun hef ur ekki verið tekin enn, þó að
rekstur virkjunarinnar sé hafinn. Engar rekstráráætl-
anir voru lagðar f yrir þingið og hafa aldrei verið gerðar.
Þar að auki var Kröfluvirkjun byggð allverulega
stærri en Alþingi heimilaði og þingið hef ur aldrei gert at-
hugasemdir þar við. Nú hefur verið fjárfest i 60 AAW
virkjun við Kröf lu og hún er um þessar mundir að hef ja
framleiðslu á 5AAW með fleiri vélstjórum en samanlagt
starfa við Búrfell og Sigöldu. Þó að næg gufa væri fyrir
hendi væri eigi að síður um f járfestingarhneyksli að
ræða því að raforkunnar er ekki þörf fyrr en að f jórum
árum liðnum í fyrsta lagi.
í frumvarpi ríkisstjórnarinnar eru ákvæði um, að
fyrirtækið Norðurlandsvirkjun reki væntanlega Blöndu-
virkjun. Norðurlandsvirkjun er ekki til og engar líkur á
að hún verði stof nuð eins og sakir standa. A þessu leyti er
Blönduvirkjunarf rumvarp ríkisstjórnarinnar hrein
markleysa. Þetta ákvæði frumvarpsins sýnir glöggt, að
þetta mál hangir enn i lausu lofti.
Fyrst stjórnvöld vilja ekki taka upp ný vinnubrögð í
orkumálum verður Alþingi sjálft að taka í taumana. Það
er kjarninn i ádeilu Þórarins Þórarinssonar. Hér er enn
einu sinni fenginn prófsteinn á getu þingsins til þess að
fara í raun og veru með löggjafarvaldið í landinu og
hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu.
Á þessu stigi á Alþingi einungis að fela ríkisstjórninni
að halda áf ram hönnun Blönduvirkjunar og rannsóknum
i því sambandi eins og formaður þingflokks framsókn-
armanna hef ur lagt til. Þegar því verki er lokið og fyrir
liggja rekstrar- og greiðslu áætlanir og Ijóst er hverjir
eiga að byggja virkjunina og reka hana getur Alþingi
samþykkt heimildartrumvarp.
Föstudagur 3. febrúar 1978 VISIR
Prófkjðr hjó Sjólfstœðismönnum
um helgina:
Hcildci þing-
mennirnir
sœtum sínum
i
les-
kiördœmi?
Prófkjör Sjálfstæðis-
manna i Reykjaneskjör-
dæmi verður haldið nú
um helgina, en þar eru
12 frambjóðendur í
kjöri. Búister við mikilli
þátttöku, og mikilli
keppni um efstu sæti
væntanlegs framboðs-
lista flokksins við næstu
alþingiskosningar.
t siðustu alþingiskosningum
náði Sjálfstæðisflokkurinn i
fyrsta sinn þremur kjördæma-
kosnum mönnum i Reykjanes-
kjördæmi, og hlaut auk þess einn
uppbótaþingmann úr þvi kjör-
dæmi. Þeir, sem skipuðu fjögur
efstu sætin á framboöslista
flokksins þar siöast, sitja þvi núá
þingi. brir þeirra gefa kost á sér
til áframhaldandi þingsetu, en
einn — Axel Jónsson i Kópa vogi —
hefur ákveðið að draga sig i hlé.
Ljóster, aðýmsir fleiri en þing-
mennirnir stefna á -„öruggt sæti”
ávæntanlegumframboðslista, og
miðað við reynsluna af prófkjör-
um að undanförnu er vist best að
spá sem minnstu um niðurstöð-
una.
KOSNINGAR OG
STJÓRNFRIÐUR
Kosningabaráttan hófst með
vissum hætti I sjónvarpsþætti
þriðjudaginn 31. janúar, þar sem
formenn stjórnmálaflokka mættu
til nokkurs skrafs um kosningar.
Þátturinn snerist þó samkvæmt
venju um efnahagsmál og þann
stöðuga vanda, sem steðjar að
þjóðinni að sögn stéttahópanna,
atvinnuveganna og stjórnmála-
mannanna. Rikisstjórnin veltir
nú fyrir sér nokkrum kostum
vegna stöðu útflutningsatvinnu-
veganna, en enn einu sinni hafa
mál þróast i það horf að dýrara er
oröið aö framleiöa vöruna en
söluveröinu nemur.
bykja öll teikn benda til þess aö
gengisfelling sé á næstu grösum
og siðan gengissig fram eftir ár-
inu. Þeir hjá Alþýöubandalaginu
benda á niðurfærsluleið með
lækkun söluskatts og lækkun
vöruálagningar, en á þeirri leið
eru miklir annmarkar, eins og
raunar öðrum leiðum, sem til
greina koma, einkum ef haft er i
huga að þegar hefur verið stofnað
til skuldarinnar.
Verðbólguarfurinn hefur
reynst hógværri stjórn
erfiður
Þau litlu og fábrotnu orðaskipti
sem fram fóru á milli forustu
manna flokkanna um væntanleg-
ar kosningar og hugsanlegar
stjórnarmyndanir aö þeim lokn-
um, benda ekki til mikilla breyt-
.inga. Rikisstjórn Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokks-
íns hefur um margt verið farsæl
og hógvær stjórn, þótt verðbólgu-
arfurinn frá siösumarsdögum
1974 hafi reynst henni erfiður úr-
lausnar. Rikisstjórnin hefur
freistað að draga úr verðbólg-
unni.þóttráðstafanir hennar hafi
ekki borið árangur sem skyldi,
m.a. vegna þess aö óhjákvæmi-
legt var orðið aö auka kaupmátt
launa en jafnan þegar að þvi
kemur gengur erfiölega að hamla
gegn verðhækkanaskriðu sem fer
Meðonmals
rlndriði G. Þorsteinsson
segir að núverandi
rikisstjórn þurfi annað
kjörtimabil til þess að
koma við þeim leið-
réttingum, sem nauð-
synlegt hafi verið að
gera á stöðu þjóðar-
búsins eftir síðustu
vinstri stjórn.
eins og logi um allt kerfið. Og enn
sem fyrr er það verðbólgan og af-
leiðing hennar, sem er helsta við-
fangsefni rikisstjórnarinnar og
höfuðverkur hennar.
Snjallra lausna ekki að
vænta
Ekki er þess aö vænta að í aö-
fara kosninganna bryddi ásnjöll-
um lausnum á vandamálum
tengdum efnahagslifinu. Lausnir
stjórnmálalegs eðlis spretta ekki
fram alskapaðar, heldur er eitt
vandamáliölátið leiða til annars.
1 munni stjórnmálamannanna
heita þetta „gamlar lausnir”. Og
alveg siðan i byrjun striðsáranna
hafa einmitt þessar „gömlu
lausnir” verið notaöar með ár-
angri sem segir til sin i dag,
þannig aö innan þriggja til fjög-
urra ára gætu bflar veriö komnir
upp i 10-12 milljónir og dagblööin
upp i þrú hundruð krónur eintak-
ið. Eitthvað gæti hamlaö á móti
þessari þróun að taka visitöluna
úr sambandi á innfluttum vörum,
en sjálfsagt gengi erfiðlega að fá
það samþykkt.
Fjárfestingarsjóður
hefði sparað margar
gengisfellingar
Skammtimalán til húsbygginga
hafa eflaust verið einhver mesti
verðbólguvaldurinn frá upphafi
nýbygginga 1945. Asama tima og
aðrar þjóðir sem orðið höfðu fyrir
þungum búsifjum i striðinu og
þurftu aö byggja upp heilar borg-
ir, sluppu frá stórfelldri verð-
bólgu af þvi þær gerðu sér grein
fyrirþvi aðtryggja varð lánsfé til
þessarar framkvæmda, eyddum
við öllum s jóðum okkar i atvinnu-
tæki. Samt var augljóst á árunum
i kringum 1945, að fyrir okkur var
ámóta ástatt og þjóðum sem orðið
höfðu fýrir sprengjuárársum.
Við urðum lika að byggja. Og
við byggðum hvað sem það kost-
aði og liktust þær athafnir engu
öðru en skæruhernaði. Lengst af
siðan hefur okkur verið i lófa lag-
ið að koma upp fjárfestingarsjóði
til að sinna lánsfjárþörfinni i
byggingariðnaðinum þannig, að
lán yrðu minnst til fjörutiu ára
með skynsamlegum vöxtum og
minni þrýstingi á launamarkaði
að sama skapi. Slikur fjárfest-
ingarsjóður hefði sparað okkur
margar gengisfellingar og mik-
inn efnahagsvanda i gegnum tiö-
ina.
Víxlar og affallabréf
Þótt það sé augljóst mál, að
engin þjóð hefur efni á þvi að