Vísir - 03.02.1978, Blaðsíða 24
VÍSIR
Föstudagur 3. febrúar 1978
Citn il
Opiö virka daga
Laugardaga kl. 10-12
Sunnudaga kl. 18-22
Smáauglýsing í Vísi er enginQÍ|4óauglýsing
Opið virka daga til kl. 22.00 wl ■ lw ODOll
Engor nýjar framkvœmdir í
nýja miðbœnum á þessu ári
Engar framkvæmdir
verða i nýja miðbænum
á vegum Reykjavikur-
borgar á þessu ári. Þar
verður þvi engum lóð-
um úthlutað og aðeins
verður haldið áfram
við byggingu Borgar-
leikhúss og Húss
verslunarinnar-
Þetta kom fram I svari Birgis
tsleifs Gunnarssonar borgar-
stjóra á beinni linu til lesenda
Vísis i gærkvöldi. Ragnar Guð-
mundsson hringdi og spurði
borgarstjóra hvenær þess væri
að vænta að fleiri lóðum yrði út-
hlutað á þessu svæði. Hann
kvaðst hafa sótt þarna um lóö og
siðan endurnýjaö umsóknina en
ekkert gerðist.
Borgarstjóri sagði að vegna
fjárhagsástæöna borgarinnar
heföi orðiö aö slá ýmsum fram-
kvæmdum á frest og þar á
meðal i nýja miöbænum. Stefnt
væri að frekari framkvæmdum
á þessu svæði árið 1979. Ekki
væri hægt að uthluta lóöum fyrr
en þær væru tilbúnar frá hendi
Reykjavikurborgar. —SG
Gunnlaugur Stef-
ánsson í
þriðja sœti
„Ég hef ekkert. sérstakt að
segja um þennan lista,” sagöi
Jón Armann Héðinsson er Vis-
ir bar undir hann lista Alþýöu-
flokksins I Reykjaneskjör-
dæmi.Listinn var birtur i gær.
Fimm fyrstu sætin skipa: 1.
Kjartan Jóhannsson, Hafnar-
firði. 2. Karl Steinar Guðna-
son, Keflavik. 3. Gunnlaugur
Stefánsson, Hafnarfirði. 4.
Ölafur Björnsstm, Keflavik. 5.
Guðrún Helga Jónsdóttir,
Kópavogi.
,,Um eigiö framboð vil égað
svo stöddu ekkert segja. Ég
bið og sé framvindu ýmissa
mála,” sagöi Jón Armann
Héðinsson. __JEG
Get ekkí fram-
kallað myndir
— vegna takmörk-
unar á gjaldeyris-
yfirfœrslum
Starfsemi Myndiðjunnar
Astþór h.f., i Réykjavik var
stöðvuð 1 gær sökum stöðvun-
ar gjaldeyrisafgreiðslu bank-
anna á hráefni. Myndiðjan
geymir allan framköliunar-
pappir I Tollvörugeymslu og
stöðvaðist þvi starfsemin og
starfsfólk var sent heim.
Samkvæmtupplýsingum frá
Myndiðjunni segir aö leitað
hafi veriö tii gjaldeyrisdeildar
bankanna eftir undanþágu,
„eöa leyfi til aö „deponera”
fyrir pappirnum, ef til
hugsanlegrar gengisfellingar
kæmi og væri þá hægt að
reikna úttektina á nýju gengi.
Þessu var synjað án þess að
nokkur skýring væri gefin
önnur en sú að fulltrúi við-
skiptaráöuneytisins á fundin-
um neitaði afdráttarlaust að
gefa undanþágu eöa leyfi til
„deponeringar”.
Segir að stöðvunin komi sér
einkanlega illa þar sem unniö
hefur verið að þvi að byggja
upp markaö fyrir framköllun I
Danmörku. _ea
Filmurnar koma frá
Kaupmannahöfn, en ekkert er
hægt að kópera á pappir. Roy.
Philiips verkstjóri heldur hér
á tveimur pokum frá dóttur-
fyrirtækinu I Danmörku.
INGSHAFINN I ASKRIFENDAGETRAUN
n
- y
Grétar ólafur Jónsson< sjómaður frá Raufarhöfn, ók út úr sýningarsal Wolksvag-
enumboðsins siðdegis í gær á nýja Derby-bílnum, sem hann hlaut í vinning í áskrif-
endagetraun Vísis.
Ánœgður með nýjo bílinn
Vinningshafinn I áskrifenda-
getraun Visis, ólafur Jónsson á
Itaufarhöfn. flaug suður i boði
Visis i gær til þess að taka viö
fyrsta vinningsbilnum i þessari
vinsælu getraun.
Þegar ólafur kom ásamt syni
sinum, Þráni, til Reykjavikur var
búið að skrá nýja Derby-bilinn á
hans nafrtsetja á hann negld snjó-
dekk og ganga frá tryggingum,
þannig að hann gat sest upp i bil-
inn i sýningarsal Heklu h.f. viö
Laugaveg og ekið beint út i um-
ferðina.
Þeir feðgar hyggjast halda
norður á Raufarhöfn á nýja biln-
um á morgun og lýstu mikilli
ánægju með gripinn.
Nánar verður sagt frá komu
þeirra til Reykjavikur og birt
viðtal við þennan heppna Raufar-
hafnarbúa i VIsi á mánudaginn,
en þá verður jafnframt birtur
febrúarseðillinn i áskrifendaget-
rauninni.
Þeir sem enn eru ekki orðnir
þátttakendur i getrauninni ættu
þvi að kaupa blaðið á mánudag-
inn fylla út seðilinn og senda hann
sem fyrst til Visis.
Það eru tveir glæsilegir bilar
eftir enn, Ford Fairmont sem
dreginn verður út 1. april, og
Simcasem kemur i hlut einhvers
áskrifanda Visis 1. júni.
Prófkjör í
Njarðvík
og Eyjum
Prófkjör vegna bæjar-
stjórnakosninga fara fram á
tveimur stöðum um helgina:
hjá Alþýðufiokknum I Vest-
mannaeyjum og Sjálfstæðis-
flokknuin i Njarðvikum.
Hjá Alþýöuflokksmönnum I
Eyjum eru átta menn I kjöri
en kosningin fer fram i
fundarsal verkalýðsfélaganna
að Miðstræti 11.
1 framboði eru: Agúst
Bergsson, hafnarvöröur, 40
ára. Einar Hjartarson, vél-
stjóri, 52 ára. Friða Hjálmars-
dóttir, læknaritari 42 ára,
Guðmundur Þ.B. Ólafsson,
húsasmiður, 30 ára. Magnús
H. Magnússon, simstöövar-
stjóri 55 ára, Skúli Sivertsen,
múrari, 52 ára, Tryggvi
Jónasson rennismiöur, 48 ára.
Unnur Guðjónsdóttir húsfrú,
64 ára.
Kjörfundur verður opinn á
laugardag og sunnudag kl. 14-
19, og er kosið um skipan 5
efstu sæta á framboðslistan-
um við næstu bæjarstjórnar-
kosningar.
Hjá Sjálfstæðismönnum I
Njarðvikum er einnig kosið
um fimm efstu sæti væntan-
legs framboðslista en þar eru
niu menn i kjöri. Flokkurinn
fékk fjóra menn kjörna- I
siðustu kosningum.
Frambjóðendur þar eru:
Aki Gránz, málarameistari,
Arndis Tómasdóttir, húsfrú,
Helga óskarsdóttir, húsfrú,
Ingólfur Aðalsteinsson, veður-
fræðingur, Ingólfur Bárðarson
rafvirkjameistari, Ingvar
Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri, Július Rafnsson, vél-
smiður og Karl Sigtryggsson.
Kosningin i Njarðvikum fer
fram á laugardag og sunnu-
dag i Sjálfstæðishúsinu i
Njarðvikum á sama tima og
prófkjör Sjálfstæðismanna i
Reykjaneskjördæmi vegna al-
þingiskosninganna. en nánar
er sagt frá þvi á blaðsiðum 10-
11 I blaðinu.
ESJ
Beið bana
í árekstri
Máður beið bana I um-
ferðarslysi á Egiisstöðum i
fyrrakvöld. Hann hét Sigur-
björn Pétursson. Hafursá i
Vaiiahreppi. Rétt við Lagar-
fljótsbrú hafði hann farið fram
úr bil á bil sinum en skipti ein-
hverra hluta vegna ekki um
vegarhelming og lenti þá á
vörubil sem kom á móti.
Sigurbjörn mun hafa iátist
samstundis. —EA
Fjársvikamál fyrrum deildarstjóra ábyrgðadeildar Landsbankans:
UPPHÆÐIN ORÐIN 50MILLJONIR KRONA
Haukur Iieiðar hefur játað að
hafa um árabil staðiö að stór-
felldum fjártökum og misferli
ineð skjöl I sambandi við viö-
skipti Landsbankans og sjö
fyrirtækja. Nemur sú fjárhæö
sem komið hefur fram við rann-
sóknina um 50 milljónum króna.
Þetta kom fram i svörum
Landsbanka Islands og Rann-
sóknarlögreglu rikisins við
fyrirspurnum, sem bornar voru
upp við Ólaf Jóhannesson við-
skiptaráðherra á Alþingi en
ráðherra gerði grein fyrir þess-
um svörum á þingi i gær.
I bréfi bankastjórnar Lands-
bankans kemur fram, að ósam-
ræmi var milli færsluskjals I
bókhaldi bankans og tilsvarandi
færsluskjals i bókhaldi ákveðins
viðskiptaaðila. „Þegar endur-
skoðunardeild bankans kannaði
hvað mismuni þessum ylli, varð
ljóst, að Haukur Heiðar myndi
hafa útbúið tvenns konar
færsluskjöl, önnur sem við-
skiptamaðurinn greiddi eftir,
hin með lægri upphæð sem
gengu til bókhalds bankans, en
siðan dregið sér mismuninn...
Mismunar af þessu tagi hefur
orðið vart i um 25 tilvikum á
timabilinu 1970-1977 að báðum
árum meðtöldum og lúta þau öll
að viðskiptum sama viðskipta-
fyrirtækis. Samtals nemur sá
mismunur sem um ræðir i þess-
um tilvikum, nálega 50 milljón-
um króna. __£SJ