Vísir - 15.02.1978, Síða 2
i'ISlK
spyr
é''
c
Á VOPNAFIRÐI
“— v-------
Hvað finnst þér um veru
og vinnslu bræðsluskips-
ins Norglobals við
strendur íslands?
Barfii Gufimundsson, verslunar-
stjóri:Mér finnst þaö algjör land-
ráö aö leyfa þetta. Viö eigum aö
vinna okkar afla sjálfir, enda höf-
um viönægan vinnukraftog tækni
til þess.
Sigurjón Þorbergsson, fram-
kvæmdastjóri: Þaö ætti aö banna
þaö að Norglobal kæmi hingað til
þess að taka á móti loönu. Aftur á
móti ætti að leyfa erlendum skip-
um veiöar hér við land, gegn þvi
aö þau lönduöu aflanum hér.
Einar Helgason, bóndi: Þaö er
engin hemja, aö viö látum erlent
vinnuafl njóta þessara verkefna,
þegar manni skilst aö við séum
langt komnir með að ofnýta
loðnustofninn. Ég er algerlega
ósammála því að leyfa þessuer
lenda verksmiðjuskipi loðnu-
bræöslu hér viö land.
Halldór K. Halldórsson, kaup-
félagsstjóri: Þaö er algerlega fat-
alt að leyfa þessu skipi aö koma
inn i landhelgina og athafna sig
hér. Þaðerutil nægar verksmiðj-
ur til að taka á móti þvi magni,
sem okkur er óhætt að veiöa af
loönu.
Bragi Dýrfjörö, flugvaUareftir-
litsmaöur: Mér finnst þaö fásinna
aö leyfa slika vinnslu á sjó hér viö
land, þegar geymslurými og
verksmiðjukostur er hér fyrir
hendi og innlent vinnuafl. Ég vil
ekki sjá þessa Utlendu verk-
smiöju nálægt landinu.
Mifivikudagur 15.
febrúar 1978 VTSIR
„Ljós" með
sýningu að
Kjarvals-
stððum
Ljósmyndaklúbburinn
Ljós hefur opnað sína
fjórðu sýningu að Kjar-
valstöðum. Hún mun
standa til 28. febrúar.
Gestur sýningarinnar að
þessu sinni verður Jón
Kaldal, sem hefur rekið
stofu i Reykjavik allt frá
árinu 1925.
Undirbúningur þessarar sýn-
ingar hefur staðið yfir i um tvö
ár. Fyrri sýningar Ljós hafa
verið mjög vel sóttar, en á þá
fystu komu um átta þúsund
manns, en um fimm þúsund
manns á þá siðari.
Félagar i Ljós eru nú þrir,
þeir Kjartan B. Kristjánsson,
Gunnar S. Guðmundsson og
Pétur Þ. Maack.
—KP
ggíM
Hfl
Norrœna félagið um Norðurlandaferðir sínar:
„NAUÐSYNLEGT AÐ TAKA
UPP NÝ VINNUBRÖGD"
„Norræna félagið vill
taka fram að það hefur
engan áhuga á að lenda í
illdeilum við fyrrverandi
gott samstarfsfólk hjá
úfsýn, en vill á hinn bóg-
inn ekki liggja undir því
ámæli að það fari með
vísvitandi blekkingar.
Þegar formaður Norræna fé-
lagsins nefnir að félagið bjóði
lægstu fargjöld felst ekki i þvi
að aðrir geti ekki boðið jafn lág
fargjöld heldur hitt að enginn
bjóði lægri fargjöld i almennu
flugi”, segir i greinargerð frá
Jónasi Eysteinssyni fram-
kvæmdastjóra Norræna félags-
ins um Norðurlandaferðir þess
en þær hafa borið nokkuð á
góma i fjölmiðlum undanfarið.
Ekki ferðaskrif stof u-
rekstur
I greinargerðinni segir að nú
um allmörg ár hafi Ferðaskrif-
stofan Otsýn séð um flutning á
farþegum Norræna félagsins og
hafi sú samvinna verið hin
ánægjulegasta. Farþegafjöldi
hafi komist upp i nær þrjú þús-
und manns á árinu 1976. Oft hafi
verið um það rætt á þessum
tima að félagið sjálft tæki að sér
að annast þessar ferðir en það
hafi ekki viljað fara út i ferða-
skrifstofurekstur. Af öllum
seldum miðum hafi Norræna fé-
lagið fengið sérstakt gjald til að
standa undir auknum kostnaði
vegna ferðanna.
Ný fargjöld
,,A siðasta ári voru kynnt ný
fjargjöld einstaklinga. Þessi
fargjöld og sú staðreynd aö
ýmsa. 'eröaskrifstofur bjóði
uppása. konar hópferðagjald
og Norræna íélagið urðu til þess
að þau fargjöld urðu ódýrari en
fargjöld á ferðum N.F. þar sem
ferðaskrifstofur lögðu ekki
afgreiðslugjald á ferðirnar.
Stjórnendur Norræna félagsins
sáu að þessa samkeppni gátu
þeir ekki unnið og þvi var
ákveðið að hluti af hækkuðum
árgjöldum skyldi fara til þess að
greiða kostnað er hlytist af
auknu skrifstofuhaldi vegna
ferðanna en farþegar fengju
ferðirnar án afgreiðslugjalda.”
Mikil fjölgun félaga
Ennfremur segir i greinar-
gerðinni að félögum Norræna
félagsins hafi fjölgað um tæp tiu
þúsund á siðustu árum m.a.
vegna hinna ódýru ferða er það
henur boðið upp á til Norður-
landa. Þessum nýju félögum
vilji félagið ekki bregðast. Þar
sem farþegum á vegum félags-
ins fækkaði um helming á sið-
asta ári, þrátt fyrir aukinn far-
þegafjölda i heild til Norður-
landa megi rekja til hinna nýju
fargjalda hafi Norræna félagið
dregið þann lærdóm af þvi að nú
yrði félagið að breyta um vinnu-
brögð.
—KS