Vísir - 15.02.1978, Síða 5

Vísir - 15.02.1978, Síða 5
Rússar andvígir banni við kjam- orku í spútnlcuni Einn af virtari vis- indamönnum Sovét- rikjanna snerist i gær- kvöldi gegn hvers kon- ar takmörkunum á k j ar norku knúnum gervihnöttum, þegar slikar hugmyndir bar á góma á fundi einnar nefndar Sameinuðu þjóðanna. „011 notkun véltækni felur 1 sér einhverja hættu,” sagði Evgeny Federov úr sovésku akademiunni, þegar bent var á Cosmos 954, gervihnöttinn sem hrapaði niður 1 auðnir Kanada. „Öttinn við að eitthvað kunni að fara úrskeiöis má ekki stöðva menn i viðleitni þeirra til vis- indalegra afreka,” bætti hann við. Federov ávarpaði eina af undirnefndum Sameinuðu þjóð- anna sem fjallar um friðsam- lega notkun geimsins, og taldi hann, að gildandi al- þjóðasamningar væru viðhlit- andi en þeir taka meðal annars til skaðabóta vegna tjóns af völdum geimtilrauna. Fulltrúar aðildarrikja geim- ráðs Sameinuðu þjóðanna höfðu lagt til að gert yröi uppkast að alþjóðareglum sem settu höml- ur á notkunkjarnorku við geim- tilraunir vegna hættunnar á geislaeitrun. — Carter Banda- rikjaforseti lagði svipað til 31. janúar s.l. Fundarmönnum fannst felast i ræðu Federovs fyrirheit um, að Kanadamenn mundu fá bætt- an snaðann sem þeir hlutu við að leifar Cosmos 954 hröpuðu niður i Kanada. Don Jamieson utanrikis- ráðherra Kanada,skýrði frá þvi i gær, að kostnaður vegna leitar að braki sovéska gervi- hnattarins næmi orðið tveim milljónum dollara. Federov sagði á fundinum i gær að Sovétmenn hefðu boðið Kanada aðstoð, flugvélar, sér- fræðinga og nauðsynleg tæki til þess að leita að og gera óskað- legar leifar gervihnattarins en Kanadamenn heföu afþakkað. Kanadamenn segja aö aðstoð Sovétmanna hafi verið boðin siðar en látið hefur verið i veðri vaka. Þá hafi leit Kanada- manna sjálfra og varúðar- ráðstafanir verið komnar vel á veg. Söng- keppni Euro- vision Það horfir til metþátttöku i hinni árlegu söngkeppni Euro- vision, sem fram á að fara 22. april i Paris. Að minnsta kosti 20 þjóðir munu eiga þar full- trúa. 28 sjónvarpsfyrirtæki, sem standa i tengslum við Euro- vision, munu senda keppnina út.annað hvort beint eða siðar. Sex austantjaldsstöðvar hafa pantað útsendingar. Keppnin mun sjást beint í Hong Kong, þar eð útsendingunni verður endurvarpað um gervihnött. Afturkippur í barneignum Fólksfjölgun i heimin- um hefur náð hátindi sinum og er byrjuð að dalaaftur, vegna óvænts afturkipps i barneignum þróunarlandanna, eftir þvi sem sérfræðingar i þessum efnum halda fram. „Þessi afturkippur i frjósem- inni eru góöar fréttir, einkanlega fyrir snauðari þjóðir heims,” sagði dr. Nick Eberstadt við Har- vard-háskóla á visindaráðstefnu i Washington i gær. — Harvardhá- skóli rekur stofnun, sem helgar sig einungis rannsókn á fólks- fjölgun i heiminum. Doktorinn spáði þvi, að líklega yrði ibúafjöldi jarðar árið 2000 orðinn um 5,5 milljarðar (i stað 4,1 milljarðsi dag). En fyrri spár byggðará athugunum Sameinuöu þjóðanna höfðu ætlað, aö ibúar jarðar yrðu orðnir 6,5 milljarðar árið 2000. Samkvæmt niðurstöðum rann- sókna þeirra i Harvard náði fólksfjölgunin hámarki um 1970, þegar hun var um 1,9% á ári. 1 fyrra hafði hún dalað niður i 1,7%. Dr. Eberstadt sagöi, að þessi samdráttur mundi auövelda mönnum að yfirvinna fátæktina i SIRANGARI L0G GEGN HKYDJUVERKAMÖNNUM Ágreiningur, sem reis út af nýjum,ströng- um viðurlögum við hryðjuverkum i V-Þýskalandi, virtist ætla að kljúfa annan stjórnarflokkinn, en hef- ui* nú verið jafnaður. Vinstrivængurinn i sósialdemó- krataflokknum hafði i hótunum um að greiða atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi um strangari viðurlög við hryðjuverkum, en með málamiðlun tókst að halda einingu innan flokks Helmuts Schmidts kanslara. Það voru átta vinstrisinnaðir þingmenn flokksins, sem ætluöu að greiða atkvæði gegn stjórn- inni, en það hefði þýtt, að frum- varpið hefði verið fellt meö 2 at- kvæöa mun. — Fjórir þeirra hafa nú snúist á sveif með stjórninpi aftur og ætti það að duga henni. Kristilegir demókratar höfðu áður lýst þvi yfir, að þeir mundu greiða atkvæði gegn frumvarp- inu, þar sem þeim fyndist hin nýju lög ekki ganga nógu langt. Veigamestu breytingarnar, sem felast i nýja frumvarpinu, gera ráð fyrir þvi, að verjendur hryðjuverkamanna fái ekki að vera viðstaddir réttarhöld i mál- um skjólstæðinga sinna, ef grun- ur leikur á þvi, að málflutnings- mennirnir standi i tengslum við ólögleg samtök. Gildandi löghafa gert ráð fyrir, að banna megi verjendum að vera við réttarhöld skjólstæðinga sinna ef sannaðist að þeir styddu slik samtök. Onnur breyting, sem frum- varpið felur i sér, er meiri lýmk- un húsleitarheimildar fyrir lög- regluna. Dregið hefur úr fólksf jölgun síðan 1970 heiminum. Taldi hann, að þessar tölur fælu í sér, að þróunin heföi haldiðinnreið sinahjá barnafólki. Annar sérfræðingur I fólks- fjölgunarmálum, Parker Maudl- in, sagði, að samdráttur barn- eigna í þróunarlöndunum hefði verið örari, en menn heföu gert sér grein fyrir. Sagði hann, að dregið hefði meira úr barneign- um á þessum áratug en þrem næstu áratugunum þar á undan. Þriðji sérfræðingurinn, dr. Ro- bert Repetto, vildi setja þennan samdrátt barneigna i samband við betri lífskjör fólks i sumum löndum heldur en á árunum 1950 til 60. Tók hann sem dæmi Kina, Taiwan, Suður-Kóreu, Malaysiu og Sri Lanka. — Ekki fylgja Brasilia og Filippseyjar þeirri kenningu. Þar hefur litið dregið úr barneignum, þrátt fyrir betri afkomu. Dr. William Peterson frá Ohio-háskóla sagði, að herferðir rikisstjórna til takmörkunar barneigna hefðu litil áhrif haft, þrátt fyrir milljónir dollara, sem varið hefði verið til þess. (Svo sem herferðin i Indlandi.) Taldi hann, að i sumum hinna snauðari rikja hefði frjósemin jafnvel auk- ist, þrátt fyrir þessi tilþrif, eða kannski einmitt vegna þeirra, eins og sumir sérfræðingarnir vildu ætla. Vill annon dómara Lögmaður Roman Polanskis, leikstjóra, segir, að skjólstæðing ur hans kunni að snúa aftur frá Frakklandi ti þess að taka afleiðing- um kynmaka sinna við þrettán ára stúlku, ef nýr dómari yrði settur i mál hans. Douglas Dalton, verjandi Polanskis, hélt þvi fram í gær, að Laurence Rittenband, dóm ari i máli Polanskis, væri hlut- drægur og haldinn fordómum gegn leikstjóranum. Dalton fór fram á, að nýrdómari yrði sett- ur yfir málið. Rittenband dómari brást i fyrstu reiður við þessum nýja málatilbúnaði lögmannsins og neitaði að taka kvörtunina fyrir. Siðar samþykkti hann, að kæran skyldi tekin fyrir 24. febrúar. Hinn 44 ára gamli Polanski hafði verið 42 daga i fangelsi vegna geðrannsóknar, áður en hann flúði til Frakklands. Hann flúði, þegar hann hafði pata af þvi, að dómarinn ætlaði að dæma hann til frekari fangelsis- vistar, ef hann yrði ekki á brott úr Bandarikjunum eftir 90 daga gæslu.vegna geðrannsóknarinn ar. Dalton lögmaður flaug til Parisar i siðustu viku til þess aö reyna að telja Polanski á að snúa aftur til Bandarikjanna og mæta fyrir rétti. 1 kvörtun sinni i gær viður- kenndi lögmaðurinn, að dómar- inn hefði upphaflega ætlað að gefa Polanski þann frest sem hann þyrfti til þess að ljúka gerð kvikmyndarinnar „Hurrican” i Tahiti.Hannsagði,að dómarinn hefði ekki ámálgað neitt um að visa Pólanski úr landi. Dalton sagði, að dómaranum hefði sið- an snúist hugur, þegar hann sá fréttamynd af Polanski, um- kringdan stúlkum á bjórhátið i Munchen.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.