Vísir - 24.02.1978, Síða 4

Vísir - 24.02.1978, Síða 4
Föstudagur 24. febrúar 1978 VISIR A Fiskur til Sovét fyrir liðlega þrjó milljarða Undirritaðir hafa verið i Moskvu samningar um sölu á 9.500 smálestum af hraðfrystum fiski til afgreiðslu á þessu ári. Heildarverðmæti þessa samnings er um 3.1 milljarður króna á nú- verandi gengi. Kaupandi er að vanda V/O Prodintorg og seljendur eru Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Samband isl. samvinnu- félaga. Þeir Arni Finnbjörnsson frá SH og Sigurður Markússon frá sjávarafurðadeild SIS önn- uðust samningsgerðina af Islands hálfu. Um er að ræða sjö þúsund lestir af flökum og tvö þúsund og fimm hundruð lestir af heil- frystum fiski. Þetta er sama heildarmagn og samið var um. við Sovétmenn I ársbyrjun 1977 til sölu á þvi ári, en vegna við- bótarsamninga urðu heildar- afgreiðslur þá um 12.800 lestir. —SG. Var sá íslenski „svœfður" í Suður- afrísku flugvélinni? Halldór Sigurdsson, frétta- maður danska útvarpsins, neitar þvi að hafa verið drukkinn i |lugvélinni. Einn þekktasti útvarps- maöur Dana ber hið alís- lenska nafn Halldór Sig- urdsson. Er þaö í sjálf u sér ekkert sérstakt þegar þess er gætt, að hann er af ís- lenskum ættum. Þessi frægi ,,Dani" hef- ur verið heldur betur í sviðsljósinu í Danmörku að undan förnu. Ástæðan er sú að í blaðinu ,,Rhodesian Herald" sem gefið er út í Ródesíu, var sagt á dögun- um að hann hefði ekki fengið að koma inn í landið vegna þess að hann hafi verið útúrdrukkinn. Hann hafi verið með hótanir og skæting i garð starfsfólks vélar- innar, lent i slagsmálum við einn farþegann og móðgað bæði Róde- siu og Suður-Afriku með yfirlýs- ingum sínum um þjóðirnar. Halldór sem sendur hafði verið til Ródesiu á vegum danska út- varpsins til að safna fréttaefni, hefur mótmælt þessari frásögn, og segir hana uppspuna frá rót- Braust inn í ríkið Brotist var inn i Afengis- og tóbaksverslun rikisins við Snorrabraut i nótt. Sá sem þar var að verki, gat náð sér i vin en að sögn lögreglunnar hafði hann þó aðeins með sér fáar vinflöskur. Lögreglan gómaði manninn fljótlega eftir að hann hafði brotist inn. —EA um. Segir hann að yfirvöld i Suð- ur-Afriku hafi fyrst neitað sér um vegabréfsáritun, en það hafi Ródesiumenn ekki getað gert, þar sem landið eigi að vera opið fyrir ferðamenn. Til að koma i veg fyrir að hann gæti unnið sin störf og sagt frá þvi sem um væri að vera i landinu, hafi verið gripið til þess ráðs að gefa honum svefnlyf i drykk, sem hann hafi pantað i flugvélinni. Segir Halldór að hann hafi ekki almennilega vitað af sér fyrr en hann kom til Salisbury, en þá hafi sér verið meinuð landganga á þeim forsendum að hann væri drukkinn og hefði móðgað far- þega og áhöifn suður-afrisku flugvélarinnar. Bent er á að þetta suður-afriska flugfélag hafi fyrir tveim árum verið kært til IATA — Alþjóða- sambands flugfélaga — fyrir að leyfa njósnurum stjórnar Suður- Afriku að starfa um borð i flug- vélum sinum, sem flugfreyjur eða flugþjónar. A þann hátt hafi þeir getað hlustað á samræður farþeganna og látið vita ef ein- hver óæskileg persóna væri með- al þeirra. — klp. NY SENDING AF FÓTLAGASKÓM ÚR MJÚKU STERKU ANILIN SKINNI MEÐ ÞYKKUM ÓSVIKNUM HRÁGÚMMÍSÓLUM. teg: 3173 dökkbrúnt no: 37-39 verð frá kr. 5.405 ófóðrað verð frá kr. 5.180 ii ## 5.500 teg: 2371 Ijósbrúnt no: 28-40 fOðraO ## ófóðrað og fóðrað til 48 ^ KÚREKASTIGVÉL ► úr leðri með hrágúmmíbotnum litur: Ijósbrún verð kr. 13.570 Vorum að taka upp í gœr nýja sendingu af fótlaga barnaskóm fró PÍLAR Vinsœlu kuldaskórnir o.fl. o.fl. Domus Medica Kgilsgötu Sirni 1X519. PÓSTSENDUM SAMDÆGURS teg: 2369 verðfró llósbrunt no: 36-46 kr. 5.120 teg: 3338 Ijósbrúnt no: 33-46 verð fró kr. 4.980 teg: 2372 Ijósbrúnt no: 34-42 verð fró kr. 4.935

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.