Vísir - 06.03.1978, Page 1
Verkalýðsfélögin hafa vlsitöluskerðinguna að engu
AUGLÝSA TAXTA
ÁM SKERDINGAR
Vinnuveif endur segja þetta brot á santningum
//Verkalýðsfélögin hafa sent út þá kauptaxta, sem kjarasamningarnir kveða á um, og þeir eru alls ekki ólöglegir, þar sem ekkert
bannar mönnum að greiða hærra kaup en þessi lög segja til um",sagði Snorri Jónsson, varaforseti Alþýðusambands Islands, í morgun.
Hann var spurður um
þá yfirlýsingu frá Vinnu-
veitendasambandinu,
sem send var út í gær, þar
sem félagar í Vinnu-
veitendasambandinu
voru varaðir við þvi, að
verkalýðsfélögin hefðu
„gefið út og dreift kaup-
töxtum, þar sem tilgreint
er hærra kaup en greiða
ber samkvæmt kaup-
gjaldsútreikningum
byggðum á gildandi
kjarasamningum, lögum
nr. 3 1978 um ráðstafanir i
efnahagsmálum og til-
kynningu Kauplags-
nefndar um verðbætur
frá 1. mars til launþega
innan Alþýöusambands
Islands”.
I yfirlýsingu Vinnu-
veitendasambandsins
segir, að útgáfa slikra
kauptaxta sé ,,að sjálf-
sögðu ólögmæt, þar sem
kjarasamningum hefur
ýmist ekki verið sagt upp,
eða uppsagnarfrestur
þeirra er ekki liðinn.
Vinnuveitendasamband
Islands beinir þvi til
félagsmanna sinna og
annarra vinnuveitenda að
vera á varðbergi gagn-
vart kauptaxtaútgáfu af
þessu tagi og áminnir þá
um að greiða kaup
samkvæmt réttum kaup-
töxtum”, segir i yfirlýs-
ingunni.
,,Við mótmælum þeim
töxtum, sem vinnu-
veitendur gefa út og
viðurkennum þá ekki”,
sagi Snorri i morgun.
Hann sagði að verka-
lýðsfélögin myndu
almennt gefa út
kauptaxta miðað við
óbreytta samninga, en
meðal þeirra félaga, sem
þegar hafa gert það, eru
stærstu verkalýðsfélögin
svo sem Dagsbrún i
Reykjavik.
„Við munum leggja
áherslu á að greitt verði
samkvæmt bessum aug-
lýstu töxtum, eða þá að
atvinnurekendur semji
við okkur um annað, sem
væri igildi þeirra”, sagöi
Snorri.
----ESJ
Jón Sigurðsson, ■
forstöðumaður )
Þjóðhagsstofnunar*
Gengis-
fellingin leysti!
ekki svœðis- !
bundinn vanda1
■
„Það er tvimæla-
laust rétt, að gengis-
breytingin, og þær 1
breytingar á rekstrar- ■
skilyrðum frystihús- ■
anna, sem samhiiða ■
urðú, leysa ekki hvers B
manns vanda i frysti- B
iðnaðinum, og yar á-
reiðaniega ekki ætiað *
það”, sagði Jón Sig- ■
urðsson, forstöðumaður ■
Þjóðhagsstofnunar, við a
Visi er hann var spurð-
ur hvort gengisfellingin
hefði verið of litil tO að 1
leysa vanda frystihús- ■
anna. ■
i viðtalinu við Jón ■
kom fram, að hann taldi a
þann vanda, sem eftir
ætti að leysa, svæðis-
bundinn. Þetta væri ■
by ggðavandi, sem leysa ■
ætti á þeimm vettvangi, ■
sem tii þess væri ætiað- a
ur. Viðtalið við Jón birt-
ist á blaðsiðu 2.
Spenna i spilinu: Það sést framan á Morath, sem er I þungum þönkum, en Göthe snýr
baki i myndavélina. Mótspilararnir eru Guðlaugur R. Jónasson, (til hægri) og örn Arn-
þórsson. Visismynd: JA.
Sænsku gestirnir fóru
með sigur af hólmi á stór-
móti Bridgefélags Reykja-
vikur, sem haldið var um
helgina. Sviarnir eru And-
ers Morath og Hans Göthe,
núverandi Evrópumeistar-
ar I sveitakeppni.
i öðru sæti urðu ungir
spilamenn, Skúli Einarsson
og Sigurður Sverrisson. t
þriðja sæti urðu Jón Bald-
ursson og Sverrir Ár-
mannsson.
Fyrstu-verðlaun voru kr.
100 þús, önnur kr. 75
þúsund og þriðju kr. 50 þús.
Birgir ísleifur Gunnars-
son, borgarstjóri, setti
mótið með þvi að segja
fyrstu sögnina fyrir Svi-
ana.
—ÓT.
Hvaða félks-
bílar eru best-
ir í snjénum?
Þeirri spurningu svarar Ómar Ragnarsson í
þaettinum sínum „Bilarnir og við" á siðu 13