Vísir - 06.03.1978, Blaðsíða 25

Vísir - 06.03.1978, Blaðsíða 25
 VISIR Mánudagur 6. mars 1978 29 Allgóð afkoma Landsbanka íslands á nýliðnu ári Mikil þörf talin á að auka eigið fé bankans Veruleg aukning innlána ásamt hóf- legri aukningu út- lána og batnandi lausafjárstöðu varð til þess að afkoma Landsbankans á siðasta ári varð allgóð. Ólafur Jóhannes- son viðskiptaráð- herra staðfesti reikninga bankans fyrir árið 1977 á fundi bankaráðs 28. febrúar. Áður höfðu reikningar bankans verið undirritaðir af bankaráði og þingkjörnum endurskoðendum. Reikningarnir bera það með sér að árið var bank- anum hagstætt. Fyrstu fimm mánuði ársins var aukning innlána mikil enda verðbólga minnkandi og lausafjárstaða fyrirtækja og einstaklinga rúm. Innlán drógust saman I júni að loknum kjarasamn- ingum þegar séð varð að verðbólga myndi aukast að nýju. Siðasta ársfjórðunginn jukust innlán hins vegar verulega og varð árs- aukning innlána þvi mun betri en á horfðist. Heildar- aukning innlána varð allt árið 42%, samanborið við 39% árið áður. Námu innlán í árslok 34.800 millj- ónum króna. Vaxtaauka- innlán jukust mest og námu 30% spariinnlána i árslok. Rétt fyrir áramót hóf bankinn að taka á móti innstæðum á innlenda gjald eyrisreikninga. Aukning útlána Heildarutlán bankans jukust um 43% á árinu og námu 42.500 millj, kr. i árslok. Voruþað afurðalán, sem að miklu leyti eru endurseld Seðlabankanum, sem jukust langmest, eða um 76%. Útlán án endur- seldra lána, sem háð eru samkomulagi við Seðla- bankann um útlánaþak, jukust um 31%. 1 þeirri aukningu er talin mikil aukning viðbótarlána við endurseld afurðalán, sem fylgja föstum reglum. Að þeim lánum frátöldum var útlánaaukningin i góðu samræmi við það útlána- markmið, sem sett hafði verið. Útlánaaukning varð mun meiritil sjávarútvegs en til annarra atvinnugreina. Nam hún 6.200 millj, kr., eða helmingi allrar útlána- aukningar bankans. Var meginhluti þessarar upp- hæðar afurðalán, eða 5.300 millj. kr. Mikil aukning varð einnig i lánum til landbúnaðar, 2.500 millj. kr., allt afúrðalán. Saman- lagt jukust útlán til sjávarútvegs og land- búnaðar um 64%, en útlán til allra annarra þarfa um 25%. Nam aukning útlána til annarra atvinnugreina en sjávarútvegs og land- búnaðarum 3.000 millj. kr., en aukning útlána til ein- staklinga 1.100 millj. kr. Vegna mikillar aukningar vaxtaaukainn- lána jókst vaxtabyrði bankans mjög. Var þvi leitast við að auka vaxta- aukaútlán, og jukust þau meira en aðrar tegundir útlána. Námu þau samt sem áður ekki meiru en 38% vaxtaaukainnlána i árslo k. Bætt lausafjár- staða Lausafjárstaða bankans styrktist verulega á árinu. Var hún 1.571 millj. kr. i ársbyrjun. Batnaði hún verulega fyrri hluta ársins vegna mikillar innlána- aukningar og náði hámarki 4.700 millj. kr. þann 22. júni. Samfara lækkun inn- lána fór lausafjárstaðan siðan hraðversnandi fram i október oghafðiþá versnað um rúmlega 5.000 millj. kr., þrátt fyrir aðhald i út- lánum. Þegar innlán jukust aftur, batnaði lausafjár- staðan og var orðin jákvæð um 2.806 millj. kr. i árslok. Reynsla undanfarinna ára, og ekki sist ársins 1977, sýnir ljóslega hversu nauðsynlegt er að lausa- fjárstaða sé öflug til þess að unnt sé að verjast skyndilegum áföllum. Afkoma bankans var svipuð og i fyrra og undanfarin tvö ár. Nettó- hagnaður nam 265 millj- ónum og er þá búið að draga frá afskriftir og 95 milljónir sem lagðar voru til hliðar til þess að mæta hugsanlegum afskriftum útlána siðar. Nettó- hagnaður ársins á undan var 220 milljónir. Eigið fé bankans jókst um 632 milljónir króna á árinu, en sú aukning svarar til nettóhagnaöar og vaxta sem reiknaðir voru af eigin fé. Aukningin árið 1976 nam 499 milljónum. Eigið fé Eigið fé bankans nam i árslok 2.875 milljónum króna. Þrátt fyrir verulega aukningu i krónutölu hefur eigið fé farið rýrnandi þegar tekið er tillit til hækkunar verðlags. Segir i frétt frá Landsbankanum að miklu skipti að eigið fé bankans aukist á næstu árum. A þessu ári verður stefnt að þvi að útlán aukist ekki meira en rúmlega 30% og að vaxtaaukalán aukist meira en önnur útlán. —SG Reikningar Landsbankans bera það með sér, að nýliðiö ár var bankanum hagstætt, en miklu er nú talið skipta að eigið fé bankans aukist á næstu árum. sterkog stílhrein stálhúsgögn framleióum húsgögn fyrir heimili,vinnustaöi,veitingahús, skóla o.fl. o.fl. neó fjölbreyttu áklœói nýkomió mikió úrval l isuhist.ii'iii II III >11 > i Bevkjavik: liringbiaut 121, simi lUtiOii sol.o-ili st>o(i\ Kirkjusantli siini lláOOá

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.