Vísir - 06.03.1978, Blaðsíða 13
Hvaða fólksbílar komast
lengst í snjónum?
Hvaöa bilar eru duglegastir i snjó
og hálku? Þessu er fljótsvarað.
Það eru þeir bilar, þar sem þung-
inn er mestur á drifhjólunum og
þau eru stærst.
Þar af leiðir, að framhjóla-
drifsbilar og bilar með vélina aft-
ur i eru að öðru jöfnu duglegri i
snjó og hálku en bilar með vélina
að framan og drifið að aftan.
Þetta á við um létthlaðna bila, en
séu bilarnir fullhlaðnir, breytist
þetta og framhjóladrifsbilarnir
verða eftirbátar afturdrifnu bil-
anna.
Kannanir sýna hins vegar, að
það er sárasjaldan, að fleiri en
tveir séu I bil, og að meðaltali eru
innan við tveir i hverjum bil i um-
ferðinni.
Á myndinni hér á siðunni sést,
hver urðu úrslit prófunar þýska
bilablaðsins Auto motor und
sport, er mismunandi bilum var
ekið hverjum fyrir sig upp
brekku, sem varð æ brattari, eftir
þvi sem ofar dró.
Bflarnir, sem reyndir voru,
voruCitroen CX 2400, framhjóla-
drif, Volkswagen „bjalla”, vél
aftur i og afturhjóladrif, Volks-
wagen Golf, framhjóladrif, Volvo
244 DL, vél framan, afturhjóla-
drif, Alfa Romeó Alfetta, vél
framan, girkassi og drif að aftan,
Mercedes Benz 250, vél framan,
drif aftan. BMW 320, vél framan,
afturhjóladrif, og Ford Cortina
(Taunus), vél framan, aftur-
hjóladrif.
Með tveimur mönnum innan-
borðs komust bilarnir upp brekk-
una, eins og myndin sýnir, i
bratta, sem hér segir:
Þetta sést vel, ef litið er á eftir-
farandi samanburð á framhjóla-
drifsbil, afturvélar- og afturdrifs-
bil og framvélar- og afurdrifsbil.
Þungi á drifhjólunum:
0-2 menn
Fullhlaðinn
Vélogdrifaðframan: 61% 48%
Vél og drif að aftan 61% 65%
Vél framan, drif aftan: 45% 55%
Flestir þekkja endalausar stæl-
c
Ómar Ragnarsson
skrifar um bíla:
D
ur bilaeigenda um það, hversu
duglegir bilar þeirra séu i hálku
og snjó. Með þvi að athuga
þungadreifinguna er hins vegar
hægt að sjá svart á hvitu, hve
duglegur billinn er og bæta örlitlu
við, ef hjólin eru stór, en draga
örlitið frá, ef hjólin er litil. Af
samanburðinurc næst hér að
framan má svo sjá breytinguna.
þegar hleðsla er aukin. 1 bilum
með afturdrifmá laga þungahlut-
föllin með þvi að setja sandpoka
eða annað þungt i skottið, og má
sem dæmi nefna, að á bil, sem
hefur hlutföllin 55-45, og er 1000
kiló, er hægt að breyta hlutföllun-
um i 50-50 meðþvi að setja um 100
kQó i skottið.
Þessmá geta, að það er algeng-
ur misskilningur, að þungi far-
þega i framsætum hvili að megni
til á framhjólum. Svo er ekki. 1
flestum bilum breytir þungi
framsætisfarþega engu um
þungahlutföllin, og á sumum bil-
um t.d. á jeppum, þyngist billinn
meira að aftan en framan við það
að setið er i framsætum. Algild
regla er, að þungi aftursætisfar-
þega fer nær allur á afturhjólin,
og farangur i skotti fer ekki að-
eins allur á afturhjólin, heldur
léttir hann að örlitlum hluta til á
framhjólunum, vegna vogarafls
(farangursþunginn er fyrir aftan
afturhjól).
Að þessu sinni er hvorki timi né
rými til að birta töflu yfir þunga-
dreifingu á ýmsum tegundum
bila, en vonandi gefst færi á þvi
siðar.
A flestum fólksbilum eru hlut-
föllin svipuð og i töflunni hér að
framan. Meðal undantekninga
eða bila, sem hafa aðra þunga-
dreifingu en almennt er álitið, má
nefna Audi 100 og Wartburg,
hvort tveggja framhjóladrifsbila,
sem eru nokkurn veginn jafn
þungir að framan og aftan, og
samkvæmt bilabókum og timarit-
um eru þungahlutföllin á Volvo
343 57% á framhjólum og 43% á
afturhjólum, sem eru drifhjól.
Aliir á sömu gerð af hjólböröum, en komust þó mjög mislangt upp f
brekkuna, sem var brattari eftir þvi sem ofardró.
CitroenCX 2400: 23,5%
fullhlaðinn 15,5%
Volkswagen „bjaila” 23 %
VolkswagenGolf 17,5%
Volvo 244DL 16,5%
Alfa Romeo Alfetta 16,5%
Benz 250 16,5%
BMW 320 15,5%
FordCortina/Taunus 13,5%
fullhlaðinn 21,5%
Athygli vekur, að með tveimur
mönnum innanborðs, kemst
Citroen-billinn upp nær tvöfalt
brattari brekku en Cortinan.
Skýringin liggur i þvi, að á Citro-
en-bilnum liggja 66% þungans á
framhjólunum, (drifhjólunum)
en aðeins 34% á afturhjólunum.
A Cortinunni hvila hins vegar
aðeins um 44% á drifhjólunum að
aftan, en um 56% á framhjólun-
um.
Þegar báðir bilarnir eru hlaðnir,
breytist þetta hins vegar, og á
framhjóladrifsbilum verður
þunginn venjulega ögn meiri á
afturhjólunum en framhjólunum,
eða um 48% á drifhjólunum. A
afturdrifsbilum verður þunginn á
fullhlöðnum bil hins vegar meiri
að aftan en framan, allt að 57% á
drifhjólunum.
A prófuninni sést, að Alfettan
kemst lengra en Cortinan, og er
það að þakka girkassanum á Al-
fettunni, sem er að aftan. Stóru
afturdrifsbilarnir, Benzinn og
Volvóinn, hafa hins vegar vegna
stærðar sinnar álika þungadreif
ingu (48% á drifhjólum), og
vegna stærri hjóla komast þeir
lengra en Alfettan.
Þýska bilablaðið reyndi aðeins
Citroen og Cortinu fullhlaðna, en
óhætt er að slá föstu, að Volks-
wagen „bjallan” heföi komist
lengst allra bilanna fullhlaðin, og
þvi má segja, að bílar með vél og
drif að aftan séu þeir bilar, sem
lengstkomist i hálku við mismun-
andi aðstæður og hleðslu.
AEG - TELEFUNKEN
LITSJÓNVARPS-
TÆKI 26"
Fyrir rúmlega 10 árum settu AEG TELEFUNKEN verk-
smiöjurnar á markaðinn fyrstu PAL litsjónvarpstækin en þá
hófust litsendingar eftir þvi kerfi i Vestur Þýskalandi. Síðan
hafa yfir 40 lönd með yfir 700 milljón íbúa tekið TELEFUN-
KEN PAL KERFID i notkun. islensk yfirvöld tóku einnig þá
skvnsamlegu ákvörðun að velja PAL KERFIÐ FRA
TÉLEFUNKEN fyrir islendinga.
Allir framleiðendur PAL LITSJÓNVARPSTÆKJA framleiða
tæki sin undir einkaleyfi TELEFUNKEN og greiða þeim
einkaleyfisgjöld.
er vinnmgurinn
að verðmœti
kr. 485.000.-
*
TELEFUNKEN er eina fyrirtækið sem framleiðir litsjón-
varpstæki sin með 100% einingarkerfi, sem einfaldar og flýtir
viðgerðum.
BRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820
' v \ * Ne<
Sími 86611
Opið virka daga til kl. 22.00
Laugardaga kl. 10-15
Sunnudaga kl. 18-22.
VÍSIR