Vísir - 06.03.1978, Blaðsíða 10
10
VÍSIR
Utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davið Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
ölafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð-
mundurG. Pétursson. Umsjón meö helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaðamenn:
Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimssón, Jónina
Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli
Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson. Utlit og hönnun: Jón
Öskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8
simar 86611 og 82260
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur
Áskriftargjald er kr. 1700 á
mánuði innanlands.
Verð i lausasölu
kr. 90 eintakiö.
Prentun
Blaðaprent h/f.
Nýtt vísitölukerfi
í framhaldi af misheppnuðum, ólöglegum verkfalls-
aðgerðum forystumanna Alþýðusambandsins og Banda-
lags starfsmanna ríkis og bæja.er eðlilegt að í alvöru
verði fariðað huga að nýju vísitölukerf i. Skerðing verð-
bótavísitölunnar var óneitanlega það tilefni, sem for-
ystumenn þessara stóru launþegasamtaka notuðu í því.
skyni að hvetja til þessara ólöglegu upplausnaraðgerða.
Þó að þessar aðgerðir hafi að meira og minna leyti
misheppnast er full ástæða til að taka vísitölumálin til
sérstakrar meðferðar. Það er einfaldlega kórrétt, sem
Þjóðviljinn sagði fyrir nokkrum árum, að vísitölukerfið
ætti stóran þátt í þvi, að verðbólgan hef ur verið meiri hér
en í nálægum löndum undanfarna áratugi.
I byrjun stjórnartímabils núverandi ríkisstjórnar var
formaður Alþýðubandalagsins þeirrar skoðunar, að
koma yrði í veg fyrir að kaup æddi upp á eftir verðlagi
eftir einhverjum vísitölureglum eins og þeim, sem við
höfum búið við, því að það kippti stoðunum undan eðli-
legum atvinnurekstri.
Þó að Lúðvík Jósepsson sé annarrar skoðunar um
þessar mundir, sýna þessi ummæli, að hann hef ur sýnt
þessu vandamáli skilning við aðrar pólitískar aðstæður
en nú eru, þegar skammt er til kosninga. Leiðtogar ann-
arra stjórnmálaf lokka haf a á hinn bóginn að undanförnu
látið i Ijós ákveðinn áhuga á nýju vísitölukerfi.
Dr. Gylf i Þ. Gíslason skrifaði m.a. mjög athyglisverða
grein í Visi fyrir skömmu um vísitölukerf ið og sýndi með
skýrum rökum fram á galla þess. Það mælir t.d. rýrn-
andi viðskiptakjör til hærri launa, og aukin framlög til
opinberrar þjónustu eins og heilsugæslu hafa sömu
áhrif.
Þegar til lengdar lætur stendur verðmætasköpunin
ekki undir þessari sjálfvirku krónutöluf jölgun. Og þá er
verðlausum krónum stungið í launaumslögin. Kjarni
málsins er sá, að menn verða að átta sig á því í eitt skipti
fyrir öll, að þessar verðlausu verðbólgukrónur bæta alls
ekki lífskjörin.
Stundum er þvi haldið f ram að deilur um vísitölukerf ið
séu þáttur í hagsmunaágreiningi vinnuveitenda og laun-
þega. Þetta er þó blekking, því að þegar allt kemur til
alls er þetta kerfi andstætt hagsmunum beggja.
Afstaða stjórnmálamanna til vísitölukerfisins hefur
ekki ráðist af ólíkum grundvallarhugmyndum, heldur
flokkspólitiskum aðstæðum. Þar hefur spurningin um
hlutverk stjórnar og stjórnarandstöðu. svo og nálægð
kosninga ráðið miklu meira um eins og dæmin sýna.
Sjálfstæðisf lokkurinn er næst stærsti f lokkurinn innan
verkalýðshreyfingarinnar og á auk þess sterkust ítök
meðal atvinnurekenda á frjálsum markaði. Formaður
þessa flokks hefur margsinnis lýst áhuga sínum á vísi-
tölubyltingu, örugglega sannfærður um að slík kerfis-
breyting þjónaði hagsmunum þeirra ólíku hópa, sem
flokkur hans styðst við.
Sama er að segja um formann þingflokks Alþýðu-
flokksins. Hann hefði ekki sett fram hugmyndir um
þjóðhagsvísitölu nú nýverið hér í blaðinu, ef hann teldi
þaðekki þjóna sameiginlegum hagsmunum launþega og
atvinnufyrirtækja. Lúðvík Jósepsson hefur metið póli-
tísku taflstöðuna öðruvísi, en hann hefur við aðrar að-
stæður bæði í stjórn og stjórnarandstöðu talið nauðsyn-
legt að stöðva vísitöluuppbætur á laun. Það hef ur hann
örugglega ekki gert gegn hagsmunum launþega, enda
hefur flokkur hans mest ítök í verkalýðshreyfingunni.
Mánudagur 6. mars 1978
VÍSIR
Með
VITA SKIPA-
ÚTGERÐ RÍKISINS
Hreppsnefnd Suðurf jarðar-
hrepps, Bildudal, hefur fordæmt
það sem hún kallar „ábyrgðar-
lausar breytingar” á ferðum
Skipaútgerðar rfkisins. Jafn-
framt gagnrýndi hún harðlega
póstflutninga og aðra liði sam-
göngumála i svohljóðandi bókun,
sem gerð var á hreppsnefndar-
fundi á þriðjudaginn:
Hreppsnefnd Suðurf jarðar-
hrepps ályktar að algert vand-
ræðaástand hafi skapast í sam-
göngumálum byggðarlagsins
með breyttri áætlun Skipaútgerð-
ar rikisins. Hefur ástand i vöru-
flutningum breyst þannig að að-
eins annað strandferðaskipið
kemur við á staðnum á suðurleið,
á 14-20 daga fresti.
Þetta er eini möguleikinn fyrir
vöruflutninga til og frá byggðar-
laginu mestan hluta ársins.
Hreppsnefnd vitir þessar
ábyrgðarlausu breytingar.
Þá er algerlega óviðunandi
ástand i vegasamgöngum milli
iBildudals og Patreksfjarðar. SU
lleið er oft lokuð dögum saman,
lenda þótt ibúar þurfi að sækja
Ilæknisþjónustu og fá mjólk og
laðra þjónustu frá Patreksfirði.
lEr þvi oft m jólkurskortur af þess-
um ástæðum.
Þá er óþolandi hvernig póst-
flutningi er fyrir komið. Póstur
milli Bildudals og Reykjavikur er
eingöngu sendur með áætlunar-
flugi Flugfélags Islands milli
Reykjavikur og Patreksfjarðar.
Kemur þvi oft fyrir að póstur er
viku til tiu daga á leiðinni, sökum
ófærðar, þrátt fyrir að beint
áætlunarflug sé til Bildudals frá
Reykjavik tvisvar i viku, auk
annarra ferða.
Lýsir hreppsnefnd furðu sinni á
að þessar ferðir skuli ekki notað-
ar til póstflutninga. Hreppsnefnd
Suðurfjarðarhrepps skorar á
þingmenn og stjórnvöld að bæta
úr þessu óþolandi ástandi hið
bráðasta.
— HS,Bildudal/0T.
< ... T
Heimir Pálsson skrifar
um sýningu Þjóðleik-
hússins á ödipús kon-
' ungi eftir Sófókles.
Þjóðleikhúsið sýnir:
ödipús konungur eftir
Sófókles.
Leikstjórn: Helgi Skúla-
son.
Leikmynd: Gunnar
Bjarnason.
Búningar: Guðrún Svava
Svavarsdóttir
Þýðandi: Helgi Hálf-
danarson.
Einar K. Guðfinnsson
skrifar frá Bretlandi
um hreyfingu Evrópu-
kommúnista og segir
hana vera í miklum
tengslum við Sovétrík-
in og því sé ekki hægt
að líta á hana sem
sjálfstæða.
Efnahagsbandalaginu og algjört
sjálfstæði frá Kremlverjum.
Þetta er Evrópukommúnisminn.
Aftur i sviðsljósið
Evrópukommúnisminn hefur
nú nýlega orðið fréttaefni. Til-
efnið er sú yfirlýsing Bandarikja-
manna að þeir vildu að áhrif
kommúnista i stjórnum Vestur-
Evrópu minnkuðu. Strax á eftir
þessari yfirlýsingu stökk sú
þekkta kempa Henry Kissinger
skilgreining ekki vera mjög fjarri
lagi.
Atburðir siðustu mánaða i
Frakklandi sem sýna að vinstri
hreyfingin þar klofnar engu siður
en á Islandi, hafa leitt I ljós að
kommúnistaflokkar i öðrum lönd-
um vilja sem minnst af skoðana-
bræðrum sinum I Frakklandi
vita. Þetta kemur tii að mynda
glöggt i ljós i viðtali bandariska
vikuritsins Newsweek nýlega við
Napolitano sem er talinn ganga
Evrópukom
og steiktu
„Vofa gengur nú ljósum logum
um Evrópu — það er vofa
kommúnismans”. Eitthvaö á
þessa leið hefst Kommún-
istaávarp þeirra Karls Marx og
Friedrichs Engels. Þessi drauga-
gangur sem þeir félagar boðuðu
árið 1848 hefur samkvæmt
kenningum sporgöngumanna
þeirra hvað eftir annað átt
skammt i að verða að byltingu
sem kollvarpa myndi hinum
kapítalisku þjóðskipulögum
Vesturlanda. Reyndin hefur verið
önnur og hinar sósialisku bylting-
ar hafa einungis orðið i þjóöfélög-
um sem skemmra eru á veg kom-
in.
En pólitiskt skyggnir menn
hafa þóst sjá aðra sósialiska vofu
á reiki um Evrópu. Sú vofa þykist
eiga ýmislegt sameiginlegt með
kennisetningum þeirra Marx og
Engels. Margt er þó i fari hennar
sem gömlum sósialistum kemur
eflaust spánskt fyrir sjónir svo
sem yfirlýst trú á lýðræðislegar
hefðir, virðing fyrir NATO og
fram á sjónarsviðið og minnti á
að þetta hefði hann sjálfur sagt
endur fyrir löngu.
Evrópukommúnismi var is-
lenskum sósialistum hugleikið
fyrirbæri ekki alls fyrir löngu.
Tilefnið var að þvi mig minnir,
ítaliureisa þáverandi formanns
Alþýðubandalagsins, þar sem
hann fékk nasaþef af þvi sem þar
var að gerast. Aðrir sósialistar
bættu um betur og lýstu þeirri
skoðun sinni að hugmyndir hinna
svokölluðu Evrópukommúnista
væru ekkert nýtt þetta hefðu þeir
verið að gera árum saman á Is-
landi.
„Steiktur snjóbolti.”
Eins og þær umræður sem fram
hafa farið um þetta fyrirbæri
hafa leitt ' i ljós er Evrópu-
kommúnisminn afskaplega ill-
skilgreinanlegt hugtak. Menn
hafa á þvi misjafnar skoðanir.
Ein skilgreining sem ég hef heyrt
er sú að Evrópukommúnisminn
sé ,,álika ósennilegur og steiktir
snjóboltar”. 1 raun virðist þessi
Skoðun Cariilo er einfaldlega sú
að hann álitur Varsjársáttmálann
vera varnarsáttmáia og spænski
- kommúnistaflokkurinn myndi
samþykkja aðild að Nato, ef það
væri vilji meirihluta Spánverja.
næstur Berlinguer að völdum og
virðingu i italska kommúnista-
flokknum. Samvinnan virðist þvi
takmörkuð.
Þrátt fyrir þetta hefur sú hefö-
bundna skilgreining smám