Vísir - 06.03.1978, Blaðsíða 3
y >*
vism
Mánudagur 6. mars 1978
Það er gaman að leika sér þegar mamma og pabbi eru að
versla. Það er víða orðið algengt að hafa uppi leiktæki i
verslunum, sérstaklega í þeim stærri, og í þeim una
krakkarnir glaðir á meðan foreldrar þeirra ganga um og
versla. Þetta er nú að ryðja sér nokkuð til rúms hér á
landi, og myndin hér að ofan er tekin í Glæsibæ, og ekki
er annað að sjá en unga stúlkan uni sér glöð á baki
„Pluto".
Vísismynd Jens.
Enn ekki ráðið í stöðu
rannsóknarlögreglumanns
Enn hefur ekki verið ráðið i
stöðu rannsóknarlögreglumanns i
Keflavik, en umsóknarfrestur
rann út i byrjun febrúar. Sam-
kvæmt upplýsingum Jóns Ey-
steinssonar, bæjarfógeta i Kefla-
vik, sóttu þrir um stöðuna, þar af
tveir starfandi innan lögreglunn-
ar. Eins og komið hefur fram er
Ilaukur Guðmundsson þriöji
maðurinn sem sótti um.
— EA
Þjóðleikhúsið:
Hœtt við upp-
sagnir leikara
öllum leikurum á svo-
nefndum B-samningi viö
Þjóðleikhúsið var sagt upp
störfum bréflega um
mánaðamótin. Þeir fengu á
fimmtudaginn uppsagnar-
bréf, dagsett 1. mars. Þar
sem nú hefur komið i ljós, að
það var 1-2 dögum of seint.
miðaö viö samningsákvæðL
hafa uppsagnirnar verið
dregnar til baka.
„Þessar uppsagnir koma
verkfallsaðgcrðum siðustu
daga ekkert við”, sagði
Sveinn Einarsson, þjóðleik-
hússtjóri, er Visir spurði
hann um máliö.
Hann sagði, að
B-leikararnir væru á árs-
samningi og væri uppsagnar-
frestur sex mánuðir fyrir 1.
september.
„Ég leit þvi á þessar upp-
sagnir sem formsatriöi”,
sagði hann.
Fulltrúar Starfsmanna-
félagsrikisstofnana áttu við-
ræður við bjóðleikhússtjóra i
gær og bentu á, að upp-
sagnirnar væru þvl aðeins
gildar aö þær bærust i hend-
ur leikaranna sex mánuðum
fyrir 1. september. Til þess
að svo hefði orðið, hefðu
leikararnir þurft að fá upp-
sagnarbréfiö fyrir 1. mars.
Félls þjóðleikhússtjóri á að
draga uppsagnirnar til baka
af þessum sökum. —ESJ.
Þorrablótið orðið
að Góugleði
Stöðug snjókoma og bylur
hefur staðið yfir á Hvamms-
tanga i rúma heila viku, eða
frá þvi siðdegis síðastliðinn
föstudag.
Ófært hefur verið frá þorp-
inu allan timann, en 1 fyrra-
dag munu þó snjósleði og
snjóbill hafa frelsaö nokkra
aðkcmumenn úr prisundinni.
Þorrablóti slysavarnar-
félagsins sem halda átti á
Tjörn á Vatnsnesi hefur
verið breytt i góugleði vegna
ófærðarinnar og ef ekki linn-
ir látunum eru horfur á að
það endist framá einmánuð.
Skaflar i kringum
Hvammstanga eru sumir
hverjir þriggja metra djúpir.
Vöruskortur hefur ekki gert
vartviðsigá Hvammstanga.
— SHÞ, Hvammstanga/GA.
Hagstœður jcfnuöur
í janúar
Vöruskiptajöfnuður is-
lendinga var hagstæður i
janúar um rúma tvo rnillj-
arða króna, en var óhag-
stæður I sama mánuði i fyrra
um 1.7 milljarö.
Hagstofa islands bendir á
að við samanburð á þessum
tölum verði að hafa I huga,
að meðalgengi islcnsku
krónunnar var 18% lægra nú
í janúar en á sama tima i
fyrra. ESJ.
nr~7
3
„Kjaranefnd
handbendi
fjármálaráðherro"
— segir Oddur Gústafsson formaður
launanefndar Starfsmannafélags
sjónvarpsins
„Úrskurður kjaranefndar er
langt frá okkar kröfum, það
langt, að það er nánast ekki
neitt sem kemur I okkar hlut”,
sagöi Oddur Gústafsson, for-
maður launanefndar Starfs-
mannafélags sjónvarps. i sam-
tali við Visi. Frá niðurstöðum
nefndarinnar var skýrt i Vísi
fyrir helgina.
„Við stóðum i þeirri trú að
það ætti að koma til móts viö
okkur á grundvelli niðurstöðu
þcirrar nefndar scm geröi könn-
un á stöðu starfsmanna sjón-
varpsins miðað við starfsmenn
opinberra fjölmiðla I Danmörku
og Noregi", sagði Oddur. „Okk-
ur finnst það skrýtið aö kjara-
nefnd skuli bera fjármálaráð-
herra fyrir sig i úrskurði sinum
og sannar þaö að hún er hand-
bendi fjármálaráðherra eins og
kjaradómur var áöur.”
Oddur sagði að hann vildi að
það kæmi skýrt fram að vilji
menntamálaráðherra heföi ver-
ið aö engu hafður, en hann heföi
verið þeim sjónvarpsmönnum
hliðhollur. „Baráttan i launa-
málum hefur verið stöðug hing-
að til”, sagði Oddur,” og við
munum halda henni áfram eftir
sem áður þó að sigur hefði ekki
unnist i þessari atrennu.”
Á afgreiðslustöðum
okkar seljum við
SHELL flugnafæluspjaldið.
Spjaldið er sett upp og
engar flugur í því herbergi
næstu 3 mánuðina.
Spjaldið er lyktarlaust,
og fæst í tveim stærðum.
Olíufélagið Skeljungur hf
Shell
Hafið þér ónæðí
af flugum?
Við kunnum ráð
viðþví
Shelltox
FLUGNA'
FÆLAN
\fentanlegir vinnimshafar
Vinsamlega athugið að Happdrætti Háskólans greiðir ekki
vinninga á þá miða, sem ekki hafa
verið endurnýjaðir.
HHÍO Látið ekki dragast að hafa samband við
umboðsmanninn og endurnýja í tæka tíð.
Dregið verður föstudaginn 10. mars.
3. flokkur
18 @ 1.000.000,- 18.000.000,-
18 — 500.000,- 9.000.000,-
207 — 100.000,- 20.700.000,-
306 — 50.000.- 15.300.000,-
8.163 — 15.000.- 122.445.000.-
8.712 185.445.000,-
36 — 75.000,- 2.700.000,-
8.748 188.145.000,-
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Hæsta vinningshlutfall í heimi!