Vísir - 06.03.1978, Síða 6

Vísir - 06.03.1978, Síða 6
£'€\r> Mánudagur 6. mars 1978 vism Orðnir þreyttir á talnastaglinu „ . .. ... W Kosningabaráttan harðnar í Frakklandi Tæpum mánuði fyrir frönsku kosningarnar lagði sósialistaflokkur- inn loks fram áætlanir sinar um efnahags- ráðstafanir þær, sem hann hyggst beita sér fyrir, ef hann kemst i stjórnaraðstöðu. Það reyndist vera einskonar frönsk út- gáfa af ,,New Deal” með loforði um að draga til hálfs úr at- vinnuleysi, hækka elli- lifeyri og lágmarks- laun um 37% upp i 220 þúsund krónur á mán- uði. Til þess að standa straum af þeim útgjöldum ætla sósíalistar að auka álögur á fyrirtæki og hina auðugu einstaklinga og fjórfalda halla fjárlaganna. Ekki höfðu sósialistar fyrr lagt þessi áætlanadrög sin fram en aðrir frambjóðendur tii vinstrioghægri tóku að rifa þau isig. Með flóknum skýringum á þvi, hversvegna þessi áætlun gæti ekki staðist, vöruðu þeir kjósendur við þvi að greiða sliku flani atkvæði sitt. Varð af óp mikið með tilheyrandi umræð- um i sjónvarpssal, þar sem Francois Mitterrand, leiðtogi sósialista, sat fyrir svörum. En Frakkar eru orðnir saddir á talnaþruglinu, fullyrðinga- staglinu með ásökunum og gagnásökunum, og það voru ekki nema 4% sjónvarpsáhorf- enda, sem fylgdust með. Hinir völdu að horfa á „The Ipscress File”, spennandi njósnamynd með Michael Cain i aðalhlut- verki. Þessi félagsmálaleiði kjós- enda hefur þó ekki dregið úr fylgisaukningu vinstri flokk- anna. Siðasta skoðanakönnun spáir þeim 52% atkvæða i kosn- ingunum, en stjórnarflokkunum einungis 44. Sömu kannanir þykja sýna að persónufylgi Mitterands hefur aldrei fyrr verið jafnmikið. Búistervið þvi, að sósialistar fái um 28% atkvæða i fyrri um- ferð kosninganna, sem gæti þýtt mesta fylgi eins flokks eftir þann áfanga. Gætu þeir siðan i seinni umferðinni lokkað til sin nóg af atkvæðum kommúnista — jafnvel þótt kommúnista- flokkurinn styddi þá ekki — til þess að skrapa saman þing- GRAFELDUR HE INGOLFSSTRÆTI5 ^HBHHB^^BHBHHBBBHHHIHHHBHHBBBBHHBBBHH^HHHH Mitterrand hefur aldrei notið eins mikils persónufylgis fyrr. meirihluta. Georges Marchais, leiðtogi kommúnista, hefur rek- ið krókóttan áróður ýmist með eða á móti sósialistum, en eink- anlegaá móti Mitterrand. Þess- ar horfúr hafa dregið i sama dilk tvo skritna sauði. „í þetta sinn er ég alveg sammála leið- toga kommúnistaflokksins,” sagði Jacques Chirac leiðtogi Gaullista. „Hvað hefur Mitter- rand unnið til þess að fá rétta upp í hendurnar óútfyllta ávis- un? ” Robert Boulin fjármálaráð- herraefni, hefur verið meðal þeirra, sem tætt hafa i sig efna- hagsáætlanir sósialista, og telur hann, að þær mundu leiða ekk- ert minna af sér en „dauðadóm fyrir franskan iðnað strax á ár- inu 1978 og gjaldþrot þjóðarbús- ins”. Talsmenn kommúnista tóku hinn pólinn i hæðina og hæddust að áætluninni fyrir að þar væri alltof linlega tekið á málunum. Auk Mitterrands hefur Andróré Boulloche, aðalsér- fræðingur flokksins i efnahags- málum staðið fyrir vörnum. Hann segir, að halli fárlaganna verði i rauninni enginn annar en viðgangist hjá öðrum Vest- ur-Evrópu þjóðum á sömu útþenslutimum. Hann hefur reynt að friða iðnrekendur og fyrirtæki með þeim rökum, aö áætlunin muni orka örvandi á efnahagslifið og verði þvi at- vinnurekstri til framdráttar, en ekki „dauðadómur”. „I stuttu máli ætla sósialistar ekki að halda að sér höndum og horfa aðgerðarlausir á kreppuna, eins og núverandi stjórn hefur gert,” sagði Boulloche. Eftir þvi sem nær dregur kosningunum hefur baráttan harðnað, og i siðustu viku byrj- uðu frambjóðendur að blanda mál sitt persónulegum árásum, sem annars er orðið sjaldgæft i frönskum stjórnmálum. 1 nöpru háði sagði Raymond Barre for- sætisráðherra á dögunum: „Á siðustu tuttugu árum hefur franska þjóðin vanið sig af þvi að láta óábyrga aðila stjórna sér. Mér hrýs hugur við þvi að þurfa að horfa upp á fyrri ávinninga kastað á glæ.” — Mitterrand svaraði um hæl: „Annað hvort kann hann ekki starf stitt, eða þá að hann býr hlutina til .... Yfirlýsingar hans sýna, að hann fýrirlitur landa sina.” Einn af leiðtogum verkalýðs- samtakanna, Georges Séguy, sem sæti á i miðstjórn kommún- istaflokksins, varaði við félags- legu öngþveiti, ef Mitterrand bæri sig að þvi að reyna að leysa kreppuna án aðstoðar kommúnista. Þótt tekið sé tillit til þess að Séguy kunni að ykja þarna mikilvægi áhrifa komm- únista, sýna þessi ummæli þó hversu breitt bilið er orðið á milli sósialista og kommúnista. Jafnvel þótt kosningaspár um sigur vinstri manna rættust, er fyrirsjáanlegt, að það mundi taka margra vikna samninga- þóf að mynda nýja rikisstjórn þessara tveggja flokka. Chirac varð loks sammála Marchais. FÆST í LYFJABÚÐUM KEMIKALIA HF. .

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.