Vísir - 06.03.1978, Qupperneq 9

Vísir - 06.03.1978, Qupperneq 9
Hipndinum verður ekki útrýmt úr borginni Rannveig sendi blaðinu eftirfarandi bréf: „Það hefur nú enn einu sinni verið fjallað um hundahald i fjölmiðlumog þaðá fremur nei- kvæðan hátt að minu mati. Við verðum að horfast i augu við þá staðreynd að hundahald er hér i Reykjavik, framhjá þvi verður ekki gengið.Þvi þá ei aö takast á við það verkefni eins og fólki sæmir? Mér finnst heilbrigðis- yfirvöld sleppa allt of auðveld- lega frá þessu máli. Talsmenn þeirra segja að hér sé hunda- hald bannað og þvi sé ekki hægt að komast frá þessu verkefni öðruvisi en að útryma hundum i borginni. Hvers vegna er ekki hægt að hafa þetta eins og t.d. i Mosfellssveit? Þar er hunda- hald leyft. En hundaeigendur verða að takast á herðar ýmsar skyldur t.d. að láta skrá hunda sina og fara með þá til hreinsun- ar einu sinni á ári. Þetta finnst mér miklu meira vit en horfa framhjá staðreyndinni. Hvernig væri að borgaryfir- völd tækju málið til rækilegrar umfjöllunar og kæmust að ann- arri niðurstöðu en þeirri að heil- brigðiseftirlit með dýrum felst ekki i þvi að útrýma þeim. Dýr- um verður ekki útrýmt Ur borg- inni og þá allra sist hundinum. Tii þess hefur hann allt of lengi verið náin vinur mannsins. Ég vil einnig koma þeirri skoðun minni á framfæri að þeir sem tala um ófrelsi hundsins og aðhannkveljist i þéttbýli eruað minu mati að losna undan þvi að taka afstöðu i þessu máli. Við getum sagt okkur það sjálf að ef hundurinn kvelst svona mikið þá er það öruggt mál að hann myndi flýja úr prisundinni. Við ættum að sjá sóma okkar i þvi að sinna þeim dýrum sem við höfum i okkar umsjá sama hvort það er hundur, köttur eða eitthvert annað dýr, með eftirliti og umhyggju. Það er komið að skuldadögunum Gunnar Þórarinsson skrifar: Við íslendingar höfum aldrei kunnað að lifa eins og venjulegt fólk. Við kunnum okkur ekki hóf i nokkrum hlut — og þó einkum i kröfum til annarra. Ég heid að æði oft vilji það gleymast að við búum i harðbýlu landi, þar sem jöklar og eldur hafa ráðiö mestu um byggðina. Náttúran hefur ráðið mestu um það að i landinu eru margar fámennar og dreifðar byggðir. Þessar byggðir þurfa á atvinnutækjum að halda og þvi komu skut- togararnir. Fjármagnið hefur dreifst á marga staði. Þetta er eðlilegt eins og þjóðfélagið er uppbyggt. En nú er komið að skuldadögunum — lánin þarf að greiða. Við getum ekki enda- laust tekið lán á lán ofan er- lendis. Við erum nánast farin að taka lán til að greiða vexti. Svona gengur bara ekki til lengdar —þaðverðuraö sporna við fæti. Við þurfum að koma í veg fyrir óþarfa gjaldeyriseyðslu. Gjaldeyririnn er okkur svo mikilvægur að við megum ekki við þvi að með hann sé farið eins og leikfang. Hérna verður rikis- stjórnin að gripa i taumana. Það er hverjum hugsandi manni ljóst aö það verður aö gera einhverjar efnahags- ráðstafanir. Auðvitað munu þær koma niður á einhverjum. Það er stjórnvalda að sjá svo um að þeir sem minnst mega sin verði ekki illa fyrir barðinu á þeim ráðstöfunum. Bændur og sjó- menn eiga að sitja i fyrirrúmi i þessu þjóðfélagi, að öðrum kosti verður þetta hvitflibbaþjóð- félag. Að tokum legg ég til að hér á landi verði aðeins tveir stjórn- málaflokkar. Það ætti að nægja okkar litlu þjóð. Helga hafði samband við blaðið: Hefur nokkur séö grábröndótta læðu sem tapaðist frá Sóleyjar- götu miðvikudaginn 15. febrúar s.l.? Hún var vanalega mikiö á ferð þarna i nágrenninu. Þegar hún tapaðist var hún ekki með hálsband. Ef einhver lesandi gæti gefið upplýsingar um ferðir kisu þá er hann vinsamlega beðinn að hafa samband við mig i sima 10404 á kvöldin. 9 GLANSSKOL Margir litir. Gefur hárinu skemmtilegan blœ. Hárgreiðslustofan VALHÖLL bðinsgötu 2 - Sími 22138 FATAGERÐIM BÓT Skipholti 3,sími 29620 VERKSMIÐJUÚTSALA Buxur úr FLAUEL og DENIM é alla fjölskylduna Butar i miklu úrvali Verksmiöjuútsalan heldur éfram nokkra daga enn Opiö frékl.9-6; FATAGERÐIN BÓT Skipholti 3, sími 29620

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.