Vísir - 06.03.1978, Qupperneq 12
12
Auglýsing
um grásleppuveiðar
Með tilvisun til reglugerðar frá 23. febrúar um grásleppu-
veiðar vill ráðuneytið minna á að allar grásieppuveiðar
eru óheimilar nema að fengnu leyfi sjávarútvegsráöu-
neytisins.
Upphaf veiðitimabils er sem hér segir:
Norðurland eystri hluti 10. mars
Austurland 20. mars
Norðurland vestur hluti 1. apríl
Vesturland 18. april
Þar sem nokkra daga tekur að koma veiðileyfum til við-
takenda vill ráðuneytið hvetja veiðimenn til að sækja
timanlega um veiðileyfi.
Sjávarútvegsráðuneytið
Tilboð óskast
KRANAMAÐUR OSKAST
Óskum aö ráða vanan mann á bilkrana
einnig vanan mann á smurstöð. Upp-
lýsingar um störfin veitir verkstjóri véla-
deildar i Borgartúni 5, Reykjavik.
Vegagerð ríkisins
yi i
Lœrið vélritun
Ný námskeið hefjast þriðjudaginn 7.
mars. Kennsla eingöngu á rafmagns-
ritvélar, engin heimavinna.
Innritun og upplýsingar i sima 41311
eftir kl. 13.00.
Vélritunarskólinn
Suöurlandsbraut 20
Styrkir til framhaldsnáms
v iðnaðarmanna erlendis
Menntamálaráðuneytið veitir styrki til iðnaðarmanna,
sem stunda framhaldsnám erlendis, eftir þvi sem fé er
veitt i þessu skyni i fjárlögum ár hvert.
Styrkir verða fyrst og fremst veittir þeim sem ekki eiga
kost á styrkjum eða námslánum úr lánasjóði islenskra
námsmanna eða öðrum sambærilegum styrkjum og/eða
lánum. Heimilt er þó ef sérstaklega stendur á að veita við-
bótarstyrki til þeirra er stunda viðurkennt tækninám ef fé
er fyrir hendi.
Styrkirnir eru eingöngu veittir til náms erlendis sem ekki
er unnt að stunda hér á landi. Skal námið stundað við
viðurkennda fræðslustofnun og eigi standa skemur en tvo
mánuði nema um sé að ræða námsferð sem ráðuneytið
telur hafa sérstaka þýðingu.
Styrkir greiðasl ekki fyrr en skilað hefur verið vottorði frá
viðkomandi fræðslustofnun um að nám sé hafið.
Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamála-
ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1. april
næstkomandi. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið
27. febrúar 1978
Cortina árg. 1970 tii sölu, skemmd eftir
árekstur.
Bifreiðin er til sýnis á réttingaverkstæði
Sveins Egilssonar hf. mánudag og þriðju-
dag 6. og 7. mars.
Tilboðum skal skilað á sama stað.
Sveinn Egilsson hf.
Mánudagur 6. mars 1978
VÍSIR
Vinnuveitendasamband íslands:
Mótmœlir
samningsrofum
verkalýðsfélaga
Vinnuveitendasamband tslands
mótmælir harðlega samningsrof-
um og ólögmætum verkföllum
ýmissa verkalýðsfélaga og lýsir
fullri ábyrgð á hendur þeim
stéttarfélögum sem að slíku
standa, — að þvi er segir i frétt
frá vinnuveitendasambandinu.
Þar segir ennfremur að verk-
föllin séu ekki einungis gróf og
skaðabótaskyld samningsrof
gagnvart þeim sem þau bitni á,
heldur séu þau einnig brot á lög-
um um stéttarfélög og vinnudeil-
ur. Þau lög banni verkföll sem
gerð séu til að þvinga stjórnvöld
til tiltekinna athafna eða athafna-
leysis.
Þá mótmælir Vinnuveitenda-
samband islands sérstaklega
ógeðfelldum hótunum og jafnvel
ofbeldi sem það telur að forystu-
menn nokkurra verkalýðsfélaga
og verkfallsvarða hafi sums stað-
ar haft i frammi við þá einstakl-
inga sem vildu vinna.
—KS
Hér er Sviinn Stig Blomquist á Lancia Stratos i sænska rallinu 10. og 12. febrúar siðastliðinn.
Frekari frestun á Skeifurallinu
Vegna frekari tafa á komu
veltigrindanna til landsins, og nú
siðast vegna verkfallsins 1. og 2.
mars hefur fyrirhuguöu Skeifu-
Flugleiðir hafa nýlega látið
gcra tvær kynningar myndir um
staði erlendis, sem líklegir eru
til að verða vinsælir ferða-
mannastaðir. önnur kvikmynd-
in er um Flórida en hin um
skiðaslóðir i ölpunum.
t myndinni „Sólskinslandið
Flórida” er brugðið upp mynd-
um al' ýntsum þeint stöðum á
Mianti og þar i grennd, sem að-
dráttarafl hafa fyrir ferða-
menn. Tilgangurinn með gerð
myndarinnar var aö kynna
íslendingum nýjar sumarleyfis-
slóðir og bcina straumnum, setn
ralli sem haida átti 4. og 3.
mars, verið frestað til 18. og 19.
mars næstkomandi. Var seinkun
þessi ákveðin á fundi með kepp-
hingað til hefur einkum legið i
austur, einnig i vestur.
,,A skiðunt i hliðum Alpanna”
heitir hin myndin, þar sem
kynntir eru skíðastaðirnir Kitz-
búhel og St. Anton i Týrol i
austurisku ölpunum. Bæði er
þar fjallað um skiðaiðkun,
skíðakennslu, skemmtanir og
dægrastyttingu sem þarna er á
boðstólnum. Hið enska
nafn myndarinnar „Austria —-
not for experts only” ber með
sér að þessi skiöalönd eru einng
fyrir þá sem lítið sein ekkert
kunna á skiöum.
endum á miðvikudaginn var.
Önnur timasetning keppninnar
breytist væntanlega ekki þó að
keppninni sjálfri hafi verið frest-
að, og hefst hún þvi i bilasölunni
Skeifunni laugardaginn 18. mars.
i kvöld, mánudaginn 6. mars,
verður almennur félagsfundur að
Hótel Loftleiðum. Verður þar
m.a. farið i gang keppninnar
timatöku o.s.frv. Eru félags-
menn og aðrir áhugamcnn hvattir
til að mæta og einnig þeir sem
gætu aðstoðað stjórnendur við
framkvæmd keppninnar.
Ellefu börn
ó dag
Arlega fæðast hér á landi rúm-
lega fjögur þúsund börn, eða ell-
efu börn að meðaltali á dag. Um
áttatiu af þessum börnum eru tvi-
burar.
Oftast er ein þriburafæðing á
hverju ári. Fjórburar hafa ekki
fæðst hér á landi nema einu sinni
á þessari öld. Það var árið 1957.
Þá fæddust tvær stúlkur og tveir
drengir, en annar þeirra fæddist
andvana.
Aldur mæðra hefur verið frá 13
ára til 52ja ára. —KP
Skólasýning í
Ásgrímssafni
Skólasýning stendur nú yfir i
Asgrimssafni. Er þetta i fjór-
tánda sinn sem slik sýning er
haldin á heimili listamannsins að
Bergstaðastræði 74.
A sýningum safnsins undanfar-
in ár hafa þjóðsagnabókmenntir
verið kynntar i myndlist Asgrims
Jónssonar, en hann var mikill að-
dáandi þeirra.
A heimili listamannsins eru
eingöngu sýndar þjóðsagna-
myndir. 1 vinnustofu Ásgrims
er sýning á oliumálverkum og
meðal þeirra eru myndir úr Njálu
og Grettissögu. Þessi sýning nær
yfir hálfrar aldar timabil.
Guðmundur Benediktsson
myndhöggvari aðstoðaði við val
og uppsetningu myndanna.
Sýningin er opin öllum sunnu-
daga, þriðjudaga og fimmtudaga
frá klukkan 1.30 til 4. Aðgangur er
ókeypis. —KP.
YÐAR ANÆGJA - OKKAR STOLT
Önnumst öll mannamót, stór og smá. Áð-
eins nokkur ,,nútima” hænufet frá ys og
skarkala höfuðborgarinnar. Við bjóðum
alla þá aðstöðu til hvers konar mannamóta,
er best gerist. Þjónustan er indæl og verð-
ið eftir þvi.
FÉLAGSHEIMILIÐ FESTI
GRINDAVÍK - SIMI 92-8255 og 92-8389
Flugleiðir
kvikmynda