Vísir - 17.03.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 17.03.1978, Blaðsíða 3
Sigurjón ólafsson, myndhöggvari, viö hliðina á Kröflu. Vísismynd JA. VISIR Föstudagur 17. mars 1978 Krafla komin í Bogasalinn „Krafla” verður til sýnis i Bogasal Þjóðminjasafnsins fram yfir páska. Það er að visu ekki hin eig- inlega Krafla, heldur listaverk eftir Sigurjón Ólafsson, mynd- höggvara. „Ég kalla þetta verk Kröflu af þvi að það er gufulaust”, sagði listamaðurinn við blaða- menn i gær. Þeir Sigurjón og Þorvaldur Skúlason verða samán með sýningu þessa, sem hefst á morgun, laugardag, og stend- ur til 28. mars næstkomandi. Sýningin verður opin dag- lega frá kl. 14-19 þessa daga. Ekki verður um sérstaka opn- un sýningarinnar að ræða, að sögn Sigurjóns, heldur er öll- um boðið að skoða sýninguna, og er aðgangur ókeypis. 300 gerðir af styttum handskorinn og litaður kristall gler-og onyxvörur Fallegt og vandað vöruval til: fermingargjafa brúðkaupsgjafa afmœlisgjafa og annarra tœkifœrisgjafa ILliK- liHISTlI.I Laugavegi 15 sími 14320 > ------ 3 Kaupmenn i hart gegn Verðlagsnefnd: Kœra lœkkun ólogningar! Samtök kaupmanna hafa kært Verðlagsnefnd fyrir meint brot á lögum um verðlagsmál. Krefjast þau þess, að siðasta til- kynning Verðlagsnefndar um lækkun verslunarálagningar verði dæmd dauð eða ómerk. „Þar sem samtökin hafameð þessum hætti véfengt lagagildi áðurnefndrar tilkynningar Verðlagsnefndar, geta þau ekki fyrr en dómur er fallinn, sagt til um hvort seljendur skuli halda áfram að verðleggja vörur i samraémi við eldri tilkynningu um hámarksálagningu nr. 33 frá 24. nóv. 1977, eða fara eftir hin- um nýju véfengdu ákvæðum,” segir i frétt frá Verslunarráði, Kaupmannasamtökunum og Félagi Isl. stórkauprhanna. „Þess er vænst að verðlags- dómur taki ekki fyrir mál er verðlagsstjóri kann hugsanlega að vísa þangað vegna meintra brota á hinum véfengdu álagn- ingarákvæðum, fyrr en dæmt hefur verið hvort þau séu gild eða ógild. Hvenær dómur fellur er ekkert hægt að fullyrða um en reyni verðlagsfyirvöld að knýja vöruseljendur til að lækka álagningu með hótunum um málshöfðun og tilvisun i hina meintu ólöglegu tilkynningu - Verðlagsnefndar, óskast það til- kynnt Verslunarráði Islands, Kaupmannasamtökum Islands eða Félagi islenskra stórkaup- manna,” segir ennfremur. —esj. Myndasagnabók um Siggu Viggu Sá frægi og vinsæli kvenmaður Sigga Vigga er nú komin á bókamark- að í máli og myndum undir heitinu Sigga Vigga og tilveran. Er þessi við- burður ósvikið ánægju- efni hinum f jölmörgu að- dáendum Siggu Viggu sem hafa fylgst með henni gegnum árin. Þetta er i fyrsta sinn sem út kemur hérlendis myndasagna- bók með islenskum persónum eftir islenskan höfund. Gisli J. Astþórsson er löngu þekktur fyrir ritstörf sin og teikningar. Skopskyn GJA nýtur sin vel i bókinni um Siggu Viggu en þar má oft finna lúmskan brodd eins og höfundi er lagið. Sögurnar um Siggu Viggu eru að auki stundbm samfelld- ar.samanber prófkjörsraunir Gvendar forstjóra i bókinni, sem falla einkar vel inn i við- burði dagsins i dag. Bókaútgáfan BROS sem gefur bókina út hefur vandað til útgáf- unnar en stillt verðinu mjög i hóf en bókin kostar aðeins 1.200 krónur eða svipað og eitt glas á barnum. I frétt frá útgáfunni segir að ef árangur þessarar nýjungar i islenskri bókaútgáfu reynist já- kvæður megi vænta fleiri bóka um Siggu Viggu og tilveruna. A bakhlið bókarinnar er birt- ur kafli úr viðtali við Gisla J. Astþórsson i Heigarblaði Visis fyrir nokkru. —SG. SÍKj.:! • . HEITIR LJÚFFENGIR DRYKKIR ALLAN SÓL ARHRIN GINN Hægt er að velja milli 20 tegunda drykkja, en vélina getur þú fengið með frá 2 upp í 6 tegundir i einu, svo sem kafii, te, kakó og súpu, og það tekur ekki meira en 5 sekúndur að laga drykkinn. Þú setur bolla undir þá tegund drykkjar sem þú óskar þér. Tekur í handfangið og þá rennur efnið í bollann, síðan seturðu bollann undir kranann og færð heitt vatn saman við. Þegar þú ert búinn að hræra í bollanum ertu kominn með alveg sérstaklega bragðgóðann heitann drykk. Þetta er þrifalegt, einfalt og ódýrt, ekkert í'er til spillis, enginn uppþvottur, og drvkkirnir eru alltaf nýjir og ferskir. Fáanlegar eru margar stærðir af vélum, og þær eru jafnvel ekki dýrari en venjuleg kaffivél, og hægt að nota allstaðar, sem óskað er heitra ljúffengra drykkja. Hringið í síma 16463 og fáið sölumann í heimsókn, hann mun gefa ykkur að smakka og allar nánari upplýsingar. KOMIST Á BRAGÐIÐ OG YKKUR MUN VEL LÍKA SÍMI 16463

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.