Vísir - 17.03.1978, Síða 11
Foringjar vinstri flokkanna, Mitterand, Fabre og Marchais, meöan allt lék I lyndi milli þeirra. Munu
þeir komast að samkomulagi á ný?
myndi hann segja af sér forseta-
embættinu, Giscard var lengi að
bræða það með sér hvað hann ætti
að gera i sömu aðstöðu, og það
var ekki fyrr en á siðasta ári á
ferðalagi i Ameriku, að hann
kvað upp úr um það að hann
myndi sitja út kjörtimabilið, hvað
sem i odda skærist. (Skæðar
tungur sögðu, að hreinskilni hans
hefði stafað af þvi að hann varð
aðtjá sig á ensku, sem hann hefur
ekki fullkomið vald yfir. Á sama
hátt ættu allskonar misskilningur
og ergelsi i samskiptum Frakka
og Þjóðverja rætur að rekja til
þess, að Giscard og Schmidt
ræðast við á ensku, sem Schmidt
talar með Texas-hreim).
En í þvi tilviki yrði starfssvið
forsetans ærið takmarkað og hið
raunverulega pólitiska vald i
höndum forsætisráðherrans.
Einn stjórnmálasérfræðinga dag-
blaðsins Le Monde, Maurice
Duverger, telur slika sambúð
hugsanlega ognefnir einkum þrjú
iönd sem dæmi um það, að forset-
inn sé „umsjónar- og ábyrgðar-
maður stjórnarskrárinnar” en
forsætisráðherrann pólitiskur
leiðtogi. Þessi lönd eru Austur-
riki, irland og island. (i forseta-
kosningunum ’74 vakti þessi sami
Duverger athygli á islandi sem
dæmi unt NATO-land, þar sem
kommúnistar(4) hafa átt sæti i
samsteypustjórn og hagað sér
friðsamlega. Þessi uppljóstrun á
óþekktri plánetu gerði marga
Frakka ringlaða og hnattlíkönin
þeirra ennþá ringlaðri).
Giscard er ekki klár I fornleifa-
fræði, en hann á bókmennta-
áhugann sam eiginiegan með
Kristjáni Eldjárn, (mikill
adáandi Flauberts ), og villisvina-
veiðiástriðu með Jóhanni Karli
Spánarkonungi. Engu að siður er
hæpið, að eftir að hafa stjórnað
Frakklandi að eigin geðþótta i
fjögur ár gegnum ráðherra, sem
sjaldnast voru annað en
strengbrúður, muni hann nú
helga sig öðrum hugðarefnum og
láta andstæðingum sinum eftir
dægurþrasið. Milli Nixons og Eld-
járns er etv. að finna Sihanouk...
Einn, tveir og ...
Sem fyrr er sagt, fara þing-
kosningarnar fram i tveimur um-
ferðum, og eru úrslitin úr fyrri
umferð þegar kunn. Ef
frambjóðandi nær meir en
helmingi atkvæða i fyrstu umferð
er hann þegar kominn á þing. Ef
ekki, hlýtur hann að treysta á, að
Barre veitir lexiu I hagfræði.
vinstri eða hægri atkvæðin eftir
atvikum safnist án undantekning-
ar á hann. í seinni umferð 19.
marsnærsákosningu, sem hlýtur
flest atkvæði.
Ef vinstri flokkarnir sigra i
seinni umferð, má gera ráð fyrir
..þriðju umferð” fyrr eða siðar.
Forseti Frakklands á þess kost að
rjúfa þing og láta efna til nýrra
kosninga, ef honurn ofbýður sigl-
ing þjóðarskútunnar. (Forseti
íslands gæti lika látið kjósa um
NATO eða hundahald, en hefð er
komin á unt að hann notfæri sér
ekki þennan rétt). Þetta er
meginástæðan fyrir þvi, að
Giscard dvelur áfram i forseta-
höllinni, þótt andstæðingar hans
ráði lögunt og lofum.
Rakarinn minn sagði ...
Flestir Frakkar munu orðntr
langþreyttir á kosningaröflinu,
sem á hægri hiiðinni hefur
einkennstaf árásunt á stefnuskrá
vinstri flokkanna án þess að boðið
sé upp á nokkuð nýtt i stað henn-
ar, og sem á vinstri hliðinni hefur
einkum túlkað innbyrðis ágrein-
ing. Einn frambjóðandi
Giscard-sinna, Lionel Stoléru,
virðist hafa gert sér grein fyrir
þessu. A fundi, sem hann hélt með
ellilifeyrisþegum, lék hann á
pianó og taldi vænlegra að láta
Chopin, Brahms og Strauss túlka
það, sent honurn byggi i brjósti,
en að ryðja upp úr sér tölum.
Barre lét klippa sig og vitnaði
siðan óspart i rakarann sinn.
Þessi rakari sagði honum, að
hann hefði fjóra aöra rakara i
sinni þjónustu. Ef hann yrði skyld-
aður til að borga þeirn 2400 franka
i lágmarkslaun af nýrri vinstri
stjórn eftir kosningar, færi hann
umsvifalaust á hausinn.
Marchais svaraði um hæl og
sagði aðsinn rakari, sem starfaði
einn ásamt konu sinni, teldi sér
ekki fært að starfa miklu lengur i
núverandi efnahagsástandi. Þaö
má þvi telja vist, að annaðhvort
Barre eða Marchais neyðist til að
safna hári eftir kosningar, þegar
viðkomandi rakari verður kom-
inn á atvinnuleysisskrá.
Sömuleiðis má telja vist, að
margir verða til þess að rifa í hár
sitt eftir kosningar.
Uggvænlegast yrði þó, ef vinstri
flokkarnir eftir, að hafa fengið
meirihluta atkvæða i fyrri um-
ferð, biða ósigur i seinni umferð
vegna vankanta kosningakerfis-
ins. Slikt myndi vekja spurningar
um gildi þingkosninga yfirleitt.
,,reka kreppuna”. i stað þess að
reka á hol, væru þeir með plást-
urinn á lofti,
En kommúnistar vilja láta
„þeim riku” blæða. Georges
Marchais, formaður komm-
únista, gerir sig oft sekan
um fljótfærni I meðferð talna.
En hann lætur ekki hanka
sig á þvi að vita ekki hvað stykkið
af fransbrauði eða strætómiðinn
kostar, eins og kom fyrir Giscard
meðan hann var fjármálaráð-
herra. Og áheyrendur hans, sem
þurfa aðkafa í budduna til að eiga
fyrir þessum lifsnauðsynjum,
hlusta ekki á það með jafnaðar-
gerði, þegar Marchais lýsir hins
vegar hinu ljúfa lifi auðstéttanna,
sem kaupa sér eyjur i Karabíska
hafinu fyrir hundruð milljóna,
osfrv.
Þannig sér skopteiknari ,,Le Monde”
fyrir sér muninn á efnahagsáætl-
unum Barre, (Blois-stefnuskráin),
og sameiginlegri stefnuskrá vinstri
flokkanna. Barre fer auðm júklega
fram á, að auöstéttirnar fjárfesti, en
Marchais lætur þeim riku blæða
meðan Mitterand litur undan.
Þetta kann að virðast ódýr mál-
flutningur, en hann hleypir fútti i
mannskapinn, og engir nema
gaullistar slaga upp i komma i
þeirri list að safna tugum þús-
unda áhangenda saman til að
húrra.úa og syngja sig hása. Pró-
fessor sútlis ta nir Barre, sem
„Financial Times” eys lofi yfir,
eru allavega ekki til þess fallnar.
Veðmálin
Þess ber og að gæta, að í núver-
andi efnahagsástandi er sálfræði-
legi þátturinn mjög veigamikill
og jafnframt helsta óvissan i lik-
indareikningnum. í áætlun sinni
veðja sósialistar einkum á aukinn
sparnað þjóðfélagsþegna, sem
muni fylgja i kjölfar visitölubind-
ingar bankainnistæða. Þannig
hyggjast þeir vega á móti út-
gjöldunum, sem efndir kosninga-
loforðanna, (hækkun lágmarsk-
launa, ellistyrkja, atvinnuleysis-
styrkja, mæðraorlofs, ofl.) hafa i
för með sér. En eins og tslending-
ar kannast við af raun er erfitt að
hvetja fólk til að spara I stað þess
að fjárfesta í stöðugri dýrtið.
Kommúnistar ganga mun
lengra en sósialistar hvað varðar
skatta á eignastéttirnar og tekst
þannig að telja fram slatta af
eyðslufél. Hængurinn á bókhaldi
þeirra felst i þvi, að þeir veðja á
6,8% hagvöxt, sem allir aðrir
telja fráleitan. (Sósialistar gera
ráð fyrir 4,9%, stjórnin 4;5% og
sérfræðingar O.E.C.D. einungis
3,7%). Það er skiljanlegt, að
kommar verji kjarnorkuver og
Concorde og gangi illa að biðla til
umhverfisverndunarmanna, sem
helst vilja engan hagvöxt.
Hjá stjórnarflokkunum er mik-
ill munur á afstöðu gaullista og
B a r r e - á æ 11 u n i n n i , sem
Giscard-sinnar lýsa enn yfir
trausti á. Foringi gaullista,
Jacques Chirac, hefur margoft
tjáð sig óbeinlinis um hana sem
ófæra bæði frá pólitisku og efna-
hagslegu sjónarhorni.Hún megni
hvorki að afla trausts auðmanna,
sem þora ekki að fjárfesta af ótta
við vinstri stjórn.né bægja frá at-
vinnuleysinu, sendiherra vofunn-
ar, sem reikar um Evrópu, þe.
kommúnismans.
Hér er ekki ætlunin að skera úr
þessum veðmálum. En að flestra
mati munu úrræði vinstri flokk-
anna auka hagvöxt að einhverju
leytisamfara auknum kaupmætti
og stöðva eða draga úr atvinnu-
leysinu. En jafnframt verður
verðbólgan illviðráðanleg og
staða frankans veikist.
Aframhald Barre-áætlunarinnar
mun halda viðskiptajöfnuði i
horfinu og frankanum nær mark-
inu en lirunni og pundinu, en
samtimis auka hættuna á spreng-
ingu og púðurtunnu atvinnuleys-
Til að leysa þessar andstæður
er þörf róttækra breytinga á kerf-
inu og Giscard er það vel ljóst.
Engu að siður er hann stöðu sinn-
ar vegna ,,í kerfi” út af þvi.
Milli Nixons og Eldjárns
Stjórnarskrá fimmta franska
lýðveldisins er fyrst og fremst
sköpuð i mynd frömuðar hennar,
þeas. de Gaulle. Sú málamiðlun,
sem hún felur i sér milli sterks
forsetavalds upp á bandariskan
máta og þingræðisvalds á
evrópskan mælikvarða gerir ráð
fyrir þvi, að þingmeirihlutinn
standi einhuga að baki forsetan-
um. Þaö er óhugsandi fyrir
forseta Frakklands að haga sér
eins og Nixon gerði áður en hann
rann á rassinn i Water-
gate-bananahýðinu, þe. stjórna
ásamt kliku kunningja i trássi við
þingmeirihlutann. Hvað þá þegar
munurinn er ekki lengur stigs-
munur (eins og milli demókrata
ogrepúblikana i Bandarikjunum)
heldur eðlismunur eins og nú er á
döfinni milli hægri og vinstri
aflanna i Frakklandi.
Hjá de Gaulle og Pompidou
gekk þetta fyrir sig án skakka-
falla, þar sem þingmeirihluti
gaullista fylgdi forustusauðnum I
blindni. Pompidou voru samt
ljósir annmarkar kerfisins, og
skömmu fyrir dauða sinn lagði
hann til að kjörtimabil forseta
yrði stytt úr sjö árum í sex til að
færa það nær kjörtimabili
þingmanna, sem er fimm ár.
Þessi tillaga fékk engan
liljómgrunn.
Giscardhefur ekki getað treyst
i sama mæli á stuðning þingsins.
Fylgismenn hans eru minnihluti
innan meirihlutans, þar sem
gaullistar hafa tögl og hagldir.
Endurbótastefna hans, (lækkun
kosningaaldurs niður i 18 ár,
rýmkun skilnaðarákvæða, gildis-
aukaskattur, ofl.), hefur sætt
kurri og fýlu á þingi, og varðandl
löggildingu fóstureyðinga þurfti
hann á atkvæðum stjórnarand-
stæðinga að halda til að koma
henni i gegn.Þar var „pólitikusa-
pólitikin”: hræðsla þingmanna
við atkvæði kaþólskra kjósenda,
yfirgnæfandi hollustunni við
forsetann.
í siðustu þingkosningum, 1973,
lýsti Pompidou þvi yfir, að næðu
vinstri flokkarnir þingmeirihluta.
vism Föstudagur 17. mars 1978
Fréttaritari Vísis í París/Viðar Víkings-
son,skrifar: l
----------------.y— J