Vísir - 28.03.1978, Blaðsíða 15
vism Þriðjudagur 28. mars 1978
Charles Hannan
Forddrarog
Jjraskahgft börrj
Samtöl vió toreldra þroskaheftra barna
Foreldrar og
þroskaheft
börn
Foreldrar og þroskaheft börn
nefnist bý bók sem Iðunn hefur
sent frá sér. Höfundur bókarinnar
er Charles Hannam en Margrét
Margeirsdóttir annaðist þýðingu.
Myndirnar i bókinni tók Hafliði
Hjartarson.
A bakhlið kápu segir: „Þessi
bók fjallar um vandamái for-
eldra, sem eiga þroskaheft börn.
Efnið er sett fram á einkar raun-
sæjan hátt, en jafnframt fjailað
um það af miklu sálfræðiiegu inn-
sæi og þekkingu. Bókin gefur
mjög lifandi mynd af þeim marg-
, þættu erfiðleikum, sem foreldrar
þroskaheftra barna glima við 1
uppeldi þeirra. Höfundur er sjálf-
ur i hópi þessara foreidra og
hefur þvi mörgu að miðla af eigin
reynslu.
Bókin er að meginhluta byggð á
samtölum við sjö fjölskyldur og
skiptist i niu kafla, þar sem tekin
eru til meðferðar mismunandi
viðfangsefni, má t.d. nefna:
Hvernig var foreldrum skýrt frá
^vanþroska barnsins? Hvaða áhrif
hefur það á fjölskylduna sem
heild að ala upp þroskaheft barn?
Hvernig á að meðhöndla barnið
og móta uppeldisvenjur? Hvernig
er sambandi háttað viö syst-
kini?”
Ólafur ólafsson landlæknir rit-
ar formála fyrir islensku út-
gáfunni og segir i lok formálans:
,,Ég álit þessa bók gagnlega og
fræðandi fyrir flesta og ekki sist
heilbrigðisfólk og kennara sem
ber að sinna þessu vandamáli”.
— Bókin er 125 bls. að stærð.
Fó 12-13 þús.
fyrir fyrstu
tvo tímana
tslenskir hljómlistarmenn
geta nú aftur hafið leik á
hljómplötur, eftir að hafa
verið i verkfalli frá 10. mars
siðastliðnum. Samninga-
nefndir hljómlistarmanna gog
útgefenda hafa skrifað undir
samning, með fyrirvara um
samþykki funda innan féiag-
anna.
Eldri samningurinn var orð-
inn sex ára gamall, en á
þessum sex árum hefur orðið
mikil breyting á islenskum
hljómplötuiðnaöi, og þvi þörf
breytinga.
Inn i þessum nýja samningi
eru auk kjarabóta, ákvæði um
laun þegar menn leika t.d. á
fleiri en eitt hljóðfæri á sömu
plötunni, þegar menn tvfleika
sömu laglinuna á sama hljóð-
færi, eins og algengt er á
hljómplötum, og fleira.
Með nýju samningunum er
einnig gerður greinarmunur á
tveim fyrstu klukkustundum i
vinnu, og þeim næstu þannig
aö nú fær hljómlistarmaður
milli 12 og 13 þúsund krónur
fyrir tvær fyrstu klukku-
stundirnar en siðan um 2 þús-
und á hálftimann. Rétt er þó
að geta þess að útgefandinn
kaupir ekki aðeins vinnu
hljómlistarmannsins, heldur
og allan útgáfurétt á hljóð-
færaleik hans.
Samningar þessir tókust
eftir aðeins þrjá samninga-
fundi deiluaðila. — GA
^ l!i Æ»kí(egt ai
jlArinn (mwrihtr fi
j syndiu' á mdriíim (*
AmidEneréy
World'sMost
Mystical Force'.
BRjL.
iid Fendanh
»««seö;andi
Q"!*52&££
retu
Hér að ofan má sjá sýnishorn af þvf sem ber fyrir augu i fyrsta
tölublaði timaritsins Gamli Nói, sem nú er verið að setja á mark-
aðinn. Greta Garbo, A1 Capone, Napoleon Bonaparte, Sophia
Loren o.fl., allt saman vel þekktar persónur, sem koma við sögu
i blaðinu.
Gamli Nói er stórfenglegt blað, sem enginn getur leyft sér að
missa af. Ráðlegast er að gerast áskrifandi og safna blaðinu frá
upphafi. Þú átt ekki eftir að komast i forvitnilegra leséfni.
GamliNói kostar i lausasölu kr. 450, en i áskrift kr. 1.750 (5
tölublöð). Askriftarsiminn er 23060 og 53615. Ef þú kýst heldur að
senda okkur skriflega áskriftarbeiðni er utanáskriftin: Gamli
Ég undirritaður óska eftir að verða
áskrifandi aðGamla Nóa
SKRIFIÐ SKÝRT OG GREINILEGA
Nafn
Heimih
Noi, Laugavegi 48 B, 101 Reykjavik.
Staður
Greiðsla fer þannig fram:
□ Meðfylgjandi er yfirstrikuð ávisun
□ Sendið mér giróseðil.
VflrvBld stöðvuðu lelksýningu í Mní
Mattur pýramídans
TlMflRITI
NYTT