Vísir - 28.03.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 28.03.1978, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 28. mars 1978 vism VISIR Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Rítstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund- ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaðamenn: Edda And- résdóttir, Elías Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónína Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexancjersson. Utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. simar 86611 og B2260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur Áskriftargjald er kr. 1700 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. »0 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. Að þykjast vera stœrri en maður er Matthias Johannessen AAorgunblaðsritstjóri hefur upp á síðkastið lagt stund á öf ugmælafrásagnir í óbundnu máli. I dymbilvikunni tók hann smá rispu í þessu og byrjaði á því að spotta þjóðfrelsisnefndir kommanna með slíkum ágætum, að úr þeim herbúðum heyrist hvorki hósti néstuna hér eftir öðru vísi en alþjóð hlæi En hitt var öllu barnalegra þegar ritstjórinn fór dag- inn fyrir skírdag að stinga AAorgunblaðstituprjónunum í Vísi vegna bréfs, sem útgefendur Vísis sendu öðrum dagblaðaútgefendum varðandi upplagseftirlit. í bréfi þessu lögðu útgefendur Vísis til að fulltrúum dagblað- anna yrði falið að gera drög að samkomulagi um fyrir- komulag upplagseftirlits. Útgefendur Vísis vildu með þessu koma hreyfingu á þetta mál á nýjan leik. En af þeirra hálfu hefur aldrei verið dregin dul á, að Vísir vildi ganga svo tryggilega f rá sliku samkomulagi um upplagseftirlit, að allir aðilar gætu treyst því að niðurstöðurnar gæfu raunverulega mynd af útbreiðslu blaðanna. Ritstjórar Árvakursblaðanna, bæði þess stóra og þess litla, hafa heldur betur stokkið upp á nef sér vegna þess að útgefendur Visis hafa nú átt frumkvæði að þvi að koma hreyfingu á málið á nýjan leik. Engu er likara en prentsmiðjustjóri Árvakurs sé farinn að kippa í spott- ana. Bæði blöðin koma með því sem næst samhljóða for- ystugreinar um málið. Ritstjóri litla Árvakursblaðsins hefur alla tið lifað á því að þykjast vera stærri en hann er. En þegar AAatthías Jóhannessen fer að endurskrifa forystugreinar litla Ár- vakursblaðsinsdaginn fyrir skírdag fatast honum f lugið i öfugmælalistinni. Upplag Vísis hefur að vísu aukist mjög mikið síðustu mánuði. En varla er það frambæri- leg ástæða fyrir Árvakursblöðin til þess að stökkva upp á nef sér, þegar útgefendur Vísis vilja á ný koma hreyf- ingu á mál, er ætti að varða sameiginlega hagsmuni blaðanna. Núverandi stjórnendur Vísis hafa vissulega ástæður til þess að gera ríkar kröfur í því skyni að upplagseftirlit gef i rétta mynd af útbreiðslu blaðanna. Bókhaldi er auð- velt að hagræða, ef ekki er tryggilega gengið frá öllum endum. Bankastjórar Landsbankans vöknuðu t.a.m. ný- lega við það, að tugum milljóna króna hafði verið stolið f yrir f raman nef ið á þeim, endurskoðunardeild bankans og bankaeftirliti Seðlabankans. Þar voru veikir hlekkir í eftirlitskerf inu. Núverandi stjórnendur Vísis hafa einnig komist að því að ritstjóri og framkvæmdastjóri litla Árvakursblaðsins lifðu á því meðan þeir voru á Vísi að þykjast vera stærri en þeir voru. Þá auglýstu þeir um tíma upplag blaðsins því sem næst50% stærra en það var í raun og veru. Það er svoleiðis svindl sem núverandi stjórnendur Vísis vilja koma i veg fyrir. Og þó að prentsmiðjuhagsmunir Ár- vakurs séu mikilvægir ætti að vera óþarfi fyrir stóra blaðið að slá skjaldborg um hið sérstaka siðgæði stjórn- enda litla blaðsins. Bréf útgefenda Vísis til hinna dagblaðanna felur ekki annað i sér en áreitnislausa tillögu um að blöðin skipi menn til þess að gera drög að samkomulagi um upplags- eftirlit. Lögð er áhersla á að þannig sé gengið frá fyrir- komulagi og reglum, að allir aðilar geti treyst því að rétt mynd fáist af upplagi blaðanna. I því sambandi er m.a. bent á nauðsyn þess að blöðin komi við samræmdu reikningsuppgjöri. Vísir hef ur ekki séð ástæðu til að standa í deilum út af þessu máli hvorki f yrr né síðar. Sumir þrífast ekki nema hafa aðstöðu til að þykjast vera stærri en þeir eru. En ekki verður séð hvers vegna stóra Árvakursblaðið þarf að verja þann lífsstíl. Peter Mills. Visismynd BP „Ég hef fundið það greinilega meðan á dvöl minni hefur staðið að Islendingar hafa fyrir- gefið Bretum atburðina sem gerðust í fiskveiði- deilunni, og ég mun skýra leiðtoga mínum, Thatcher, frá því þegar ég kem aftur heim." Þetta sagði breski þing- maðurinn Peter AAills í Segi frú That( • Breskir þingmenn eiga í \ • Vísir rœðir við Peter Miil samtali við Vísi núna á dögunum. AAills var staddur hér á landi í nokkra daga fyrir páska til viðræðna við íslenska ráðamenn, og þá hafði Vísir tal af honum. AAills hefur verið þing- maður (haldsf lokksins breska um fimmtán ára skeið, og var ráðherra í stjórnartíð Heaths. FRJALST UTVA Stefán J. Hafstein skrifar grein i Visi (28. feb.) sem einkennist af óskhyggju um hvernig fyrir- myndarútvarp gæti litiö út. Ósk- hyggja Stefáns á litð skylt viö raunveruleikann. Reynsla ann- arra þjóöa hefur leitt i ljós aö þegar kemur aö framkvæmdum er litið gagn i draumórum á borö viö þá sem Stefán leggur á borö fyrir lesendur Visis. Einfaldast er að bera kenning- ar Stefáns saman við reynslu Bandarikjamanna, sem hafa búiö við frjálsan útvarpsrekstur frá 1920. Stefán ræðst harkalega aÖ rekstri frjálsra útvarpsstöðva, sem byggist á auglýsingatekjum eingöngu. Hann segir að slikar stöðvar séu ekki frjálsari en aug- lýsendur og auglýsingamark- aöurinn leyfa. Orðrétt segir hann: „Slikar stöðvar eru reknar sem fyrirtæki sem veita eiga gróða i vasa eigendanna. Fyrst og fremst verða þær þvi að taka til- lit til auglýsendanna, og sjá svo um i dagskrá sinni að auglýs- endur telji sér akk i að borga. Efnisval miðast þvi við auglýs- ingar, —• ekki þarfir og þjónustu við áheyrendur.” Þessar stöðvar eru vondar i augum Stefáns, þvi þær þjóna eingöngu gróðasjónarmiðum. En hvernig getur Stefán aðeins litiö á annan enda útvarpsins, þ.e. út- varpsstöðina. Hann gleymir hlustendum. Ef stöðin hefur enga hlustendur, þá verður litið úr gróðanum, og auglýsandinn sér sér lítinn akk fað borga. Ef efnis- val miöast aðeins við auglýsend- ur, þá verða hlustendur fljótt leið- ir. Útvarpsstöðvar hljóta þvi að reyna að sinna fyrst og fremst þörfum áheyrenda, til að fá sem stærstan hlustendahóp, sem aftur á móti dregur að auglýsendur. Þetta tekur Stefán ekki með i dæmið. Reynsla Bandarikjamanna er einmitt á þennan veg. Hinar tæplega niu þúsund útvarps- stöðvar reyna að laða til sin sem' flesta hlustendur með þvi að bjóða þeim upp á það sem þeir vilja heyra, hvort sem það er dægurlagatónlist eða kirkjuleg dagskrá, fréttadagskrá eða ann- að. Óskir hlustenda eru hin stöðuga svipa sem vofir yfir bandariskum útvarpsstöðvum. Ef fjöldi hlust- enda minnkar þýðir það minni auglýsingatekjur. Stöðvaeigend- ur reyna þvi að þjóna hlustendum sinum fyrst og fremst. Er hægt að óska eftir meira lýöræði? Ekki hætta á einhæfni Stefán segir að stöðvar i sam- keppni bjóði alls ekki upp á fjöl- r a ólafur Hauksson svar- ar grein Stefáns J. Hafstein hér í blaðinu og segir: Hvers vegna ekki að standa við lýð- ræðishugsjónirnar og láta fólkið fá það sem það vill? Besta leiðin til að gera það er að leyfa fólkinu að velja á milli frjálsra útvarpsstöðva. breytni. Þar beinir hann spjótum sinum aðallega að sjónvarpi, og hefur að mörgu leyti rétt fyrir sér. En um útvarp (hljóðvarp) gegnir öðru máli. 1 ameriskri borg á stærð við Reykjavik er yfirleitt hátt i tug útvarpsstöðva, ef ekki fleiri, og dagskrár mis- munandi. Stöðvarnar reyna aö höfða til ýmissa áhugahópa. Þær bjóða ekki allar upp á þaö sama. Að visu býður rúmlega helmingur allra bandariskra útvarpsstöðva upp á vinsæla dægurlagatónlist eingöngu (svokallaöar Top 40 stöðvar), en þær spegla þar fyrst og fremst óskir hlustenda. Stefán kallar slikt „múgmenningu”, eins og það sé eitthvað verra en önnur „menning”. Það er alltaf til fólk sem er tilbúið til aö segja öðrum hvaö þeim er fyrir bestu! 1 grein sinni blandar Stefán gjarna saman útvarpi og sjón- varpi, en hér skal kosið að fjalla aðeins um útvarpshliðina. Enda eruvarlamiklarlikurá að fleiri en ein sjónvarpsstöð verði rekin hér á landi. Stofnkostnaður sjónvarps er of mikill til að jafn litill mark- aður og ísland geti boriö tvær eða fleiri sjónvarpsstöðvar. Þessir vondu ,peningamenn' „Peningamenn” eru mikill þyrnir i augum Stefáns. Hann sér fram á að þeir einir geti staðið að stofnun útvarpsstöðva ef rekstur þeirra verður gefin frjáls. Slikt er óheillavænlegt að mati Stefáns, þvi slikir menn standa aö skoð- anakúgun. „Peningamenn” eiga meiri hluta bandariskra útvarpsstöðva^ Hafa þeir staðið að skoöanakúg- un? Yfirleitt ekki. Ef hægt er að tala um „skoðanakúgun”, þá felst hún i að stöðvar leiða hjá sér að fjalla um ýmis málefni', vegna áhugaleysis hlustenda. Bandariskar útvarpsstöðvar búa við strangar reglur um að leyfa öllum' aðilum að deilumálum að tjá sig, ef stöðvarnar taka upp á þvi að fjalla um málin. Hlut- drægni i fréttaflutningi og skoð- anaflutningi er yfirleitt kærð til bandariska útvarpsráðsins, sem skipar viðkomandi stöðvum að bæta úr. Hvers vegna ætti svipað fyrirkomulag ekki að geta gilt á Islandi? En hver segir að peningamenn einir getj stofnað úrvarpsstöðvar. Hópur fólks sem hefur mikinn áhuga á að þörfum þess verði sinnt getur staðið að stofnun og rekstri útvarpsstöðvar. Dæmi um slikt má nefna ýmiss konar trúar- hópa, áhugafólk um sérstaka teg- und tónlistar o.s.frv. Þetta fólk getur lagt i púkk og komið sér upp viðunandi stöð(vum). Það getur meira að segja reynt aö græöa á fyrirtækinu! Allirí útvarpið Stefán J. Hafstein hefur lausn- ina á útvarpsmálum Islendinga, og hún byggist ekki á frjálsum út- varpsrekstri. Þess f stað leggur Stefán til að núverandi Rikisút- varp verði eflt, rásum fjölgað, og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.