Vísir - 29.03.1978, Side 7
vism Miövikudagur 29. mars 1978
: Guðmundur Pétursson
D
Rœningjar Moros láta
ekki á sér
Fimmtán liðsmenn
úr hryðjuverkasam-
tökunum ,,Rauðu her-
deildinni” koma fyrir
rétt i Torino í dag, en
einhverstaðar i feium
hafa félagar þeirra
staðið fyrir sinum
„einkaréttarhöldum”
yfir Aldo Moro, fyrrum
forsætisráðherra
ítaliu, sem rænt var
fyrir nær tveim vikum.
Réttarhöldin yfir Renato
Curcio og félögum hans hefjast
að nýju i dag eftir langt páska-
hlé, en mikill viðbiinaður er
hafður við réttarhöldin til þess
að gæta öryggis fanga og dóm-
ara.
Fyrir páska létu ræningjar
Aldos Moros til sin heyra og til-
kynntu þá, að þeir ætluðu að
draga Moro fyrir „dómstól al-
krtela
þýðunnar”. Aldo Moro, sem var
h'klegur til þess að verða næsti
forseti ítaliu, var kallaður
„pólitiskur guðfaðir”. Sögðust
ræningjarnir hafa hann til yfir-
heyrslu um „glæpi hans gegn
öreigunum”.
Um 25 þúsund manna lið lög-
reglunnar hefur leitað Moros og
ræningja hans, en án árangurs.
Nýtur lögreglan liðstyrks frá
hernum og hefur einnig fengiö
sérfræðinga annarra landa i
viðureign sinni við hryðju-
verkamenn til þess að koma og
leggja sér lið.
Hin 37 ára gamli leiðtogi
„Rauðu herdeildarinnar”,
Renato Curcio, og félagar hans
eiga yfir höfði sér allt að 20 ara
fangelsi fýrir að hafa stofnað
vopnaðan flokk manna til þess
að berjast gegn rikinu. Réttar-
höldin yfir þeim hafa dregist á
langinn og nú að siðustu fyrir
deilur um rétt þeirra til þess að
annast málsvörn sina sjálfir.
Dómararnir syn juðu þeim um
heimild til þessað fly tja mál sin
sjálfir, en lögfræðingar, verj-
endur þeirra, styðja þá i þeirri
kröfu. Hefur komið til tals, að
Herinn hefur tekið þátt f leitinni með Itölsku lögreglunni að Aldo
Moro og ræningjum hans.
Renato Curcio, leiðtogi Rauðu
herdeiidarinnar, á bak við lás
og siá.
lögíræðingarnir neiti að halda
áfram málsvörninni til þess að
neyðaréttinntilannars tveggja,
að skipa nýja verjendur eða
leyfa sakborningunum að flytja
málið sjálfir. Það gæti leitt til
enn frekari seinkunar.
Kveiktu í flug-
vallarhótelinu
Róttækir andstæöingar
hins nýja alþjóöaflugvali-
ar í Tókíó réðust i morgun
á f lugvallarhótel, kveiktu í
því með bensínsprengjum
og brutu rúður og hurðir
með járnkörlum.
Lögreglan i Tókió segir að þessi
árásarhópur hafi skömmu fyrir
dögun ráðist inn i byggingu Nikko
Narita-hótelsins sem taka átti i
notkun 1. april, og varpað tuttugu
„mólótoff-kokkteilum ” inn i
hótelið. Árásarmennirnir voru
allir með hvita hjálma eins og
andófsmenn i Japan gjarnan bera
i götuóeirðum til verndar gegn
kylfum lögreglunnar.
Um tuttugu manns dvöldu á
hótelinu sem þjóna á farþegum á
leið um hinn nýja flugvöll. Engan
sakaði og tókst starfsfólkinu að
slökkva jafnharðan eldinn, sem
kviknaði út frá ikveikju-
sprengjunum.
Árásarliðið slapp.
Sérfræðingar lögreglunnar
hafa nú lagst undir feld til þess að
ihuga leiðir sem best gætu tryggt
öryggi hins nýja flugvallar sem
er um 60 km norðaustur af Tókió.
Hefur komið til tals að láta lög-
regluna á flugvellinum bera skot-
vopn en hingað til hefur hún látið
sér nægja kylfur og táragas i
viðureigninni við andstæðinga
flugvallarins.
Begin í bréfa-
skríftum til
Sadats forseta
Menachem Begin for-
sætisráðherra israels hef-
ur neitað i bréfi til Sadats
Egyptalandsforseta að
breyta stefnu stjórnar
sinnar gagnvart vestur-
bakka Jórdanar og Gaza-
svæðinu, eftir því sem
Kairó-blaðið „AUAhram"
skrifar i morgun. ~
I forsiðufrétt segir þetta hálf-
opinbera málgagn egypsku
stjórnarinnar, að Begin hafi i
bréfi til Sadats lagt áherslu á, að
hann héldi fast við fyrri stefnu
sina varðandi friðarumleitanir. —
Segir blaðið, að Begin hafi enn-
fremur neitað að gera Gyðinga,
sem numið hafa land á hernumdu
svæðunum, afturreka.
1 fréttum frá Jerúsalem, m.a.
israelska útvarpinu, segir að
Begin hafi sent Sadat forseta bréf
og lagt i þvi til, að samningavið-
ræður verði hafnar aftur milli
Egyptalands og Israels. En þær
lögöustniður, þegar Sadat kallaði
samninganefndir sinar heim frá
Jerúsalem.
1 morgun fréttist i Jerúsalem,
að vænta mætti i dag nýrrar yfir-
lýsingar frá Begin forsætisráð-
herra um stefnu stjórnarinnar,
einkum varðandi horfur á þvi að
stjórn hans muni reiðubúin til að
skila vesturbakka árinnar Jór-
danar, eins og Yadin aðstoðarfor-
sætisráðherra hafði látið á sér
skilja við flokksbræður sina.
Arafat samþykkir
Yasser Arafat, leiðtogi skæruliða Palestinu-
araba, féllst á það i gær á fundinum með Emanu-
el Erskine, hershöfðingja, i Beirút, að virða
áskorun Kurts Waídheims, framkvæmdastjóra,
um vopnahlé i Suður-Libanon.
Reyna oð svipta
Spinks hems-
meislaratiHinum
Leon Spinks, sem
hreppti heimsmeistara-
titilinn af Muhammed Ali
i siðasta mánuði, hefur
tapað fyrstu lotunni i
viðureign sinni við Al-
heimshnefaleikaráðið,
sem v i 11 svipta hann
titlinum.
Hafin eru málaferli vegna
þeirrar ákvörðunar ráðsins
(WBC ) að taka titilinn af Spinks
og lýsa Ken Norton, landa hans,
heimsmeistara.
WBC tók þessa ákvörðun,
þegar Spinks neitaði að keppa
við Norton mánuði eftir einvigið
við Ali. Spinks og Ali höfðu kom-
ið sér saman um að keppa aftur
um titilinn siðar á árinu, og hef-
ur Alheimshnefaleikasamband-
ið lagt blessun sina á þá ráða-
gerðenda litur sambandið enn á
Spinks sem heimsmeistara.
Spinks á sigurstundu.
Ættarvíg í
Namibíu
Lögreglan i Windhoek i
Suðvestur-Afríku (Nami-
bíu) heldur uppi víðtækri
leit að morðingjum Clem-
ens Kapuuo, ættarhöfð-
ingja og leiðtoga DTA-
flokksins, en hann var
skotinn til bana á annan í
páskum fyrir utan verslun
sína i borginni.
Menn kviða þvi, að morðið
muni magna ættardeilur, sem
þegar hafa kostað fjórtán manns-
lií. Hefur neyrst aö menn af Her-
ero-ættflokki Kapuuos streymi til
Windhoek og telur lögreglan að
erfitt kunni að reynast að hafa
hemil á þeim.
Lögregluna grunar að þjóð-
ernishreyfing SWAPO hafi staðið
að morðinu, en talsmenn þessara
skæruliðasamtaka bera á móti
þvi. Það eru einkum menn af
Ovamboættbálki, sem styðja
SWAPO, og þykir nú hætta á þvi
að slái i brýnu milli Herero og
Ovambo. — Fjórtán létu lifið i
átökum þessara ættbálka fyrr i
þessum mánuöi.