Vísir - 29.03.1978, Síða 8

Vísir - 29.03.1978, Síða 8
8 Miövikudagur 29. mars 1978 vísm LEIKARAR VERÐA ÞYRSTIR LÍKA...... Leikarar veröa þyrstir ekki síður en aðrir. Maximilian Schell tekur sér þarna smáhlé frá störfum til þess að drekka bjór. Það fylgir sögunni að bjórinn sé hollensk framleiðsla og glasið er hreint engin smá- smíði. Maximilian Schell hefur annars verið nokkuð tíður gestur i kvikmynda- húsum á islandi upp á síðkastið. Hann leikur t.d. í A Bridge Too Far og hann lék einnig í myndinni Járnkross- inn sem sýnd var í Regnboganum ekki alls fyrir löngu. Karen Black hefur oft sést á hvita tjaldinu hér. Meðal annars i The Day of the Locust sem sýnd var í. Há- skólabíói fyrir nokkru og einni af Airport- myndunum sem Laugarásbíó hefur sýnt. Hún er gift og á einn lítinn son sem heitir Hunter og hún tekur með sér hvert sem hún fer. Hún seg- ist vilja nota allan þann tíma sem hún hefur til þess að geta verið með syninum. fólk SJÖTUG OG ENN AÐ Þó að Bette Davis sé farin að eldast er hún ekki á því að draga sig i hlé á næstunni. Hún hefur unnið til flest- allra verðlauna sem veitt eru fyrir leik i kvikmyndum og sagt er að hún hafi varla fyrr lokið við að leika í einni mynd en hún er farin að líta i kringum sig eftir öðru góðu hlutverki. Því góð vill hún hafa þau. Leikkon- an fræga er nú um sjö- tugt og vill ekki heyra á það minnst að hún setjist í helgan stein. TVÖ GÓÐ SAMAN Tveir góðir leikarar saman. Laurence Oli- vier og Joanne Wood- ward. Myndin var tek- in af þeim saman f yrir nokkru þar sem þau lásu yf ir leikritið Come Back, Little Sheba. Það er sjónvarpsleikrit þar sem þau tvö fara með aðalhlutverk. Laurence Olivier hefur sagt að hann haf i verið mikill aðdáandi Jcanne Woodward allt frá því hún lék í The Three Faces of Eve. Umsjón: Edda Andrésdóttir TL“J Settirðu upp skiltiB? N rJj ^ hætta'- S ‘l KVlKSVNDlt gLll \ HÆTTA! ) ^ ^ KVlKSYNDlJ r í i 4 i © Bvlls 11-9

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.